Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 19:00 Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent