Lögreglumál

Fréttamynd

Einum sleppt vegna kókaínmálsins

Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni

Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm.

Innlent
Fréttamynd

Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum

Athafnamaðurinn Sigurður Ólason er talinn hafa þvættað peninga í gegnum félagið Hollís, sem hann stofnaði með hollenskum og ísraelskum fíkniefnasölum. Sigurður tengist miklum fjölda annarra fyrirtækja hérlendis og á tugi fasteigna.

Innlent
Fréttamynd

Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað

Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum

Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal

Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á straumi fíkni­efna

Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkismanni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar.

Innlent