Á annan veg til Gautaborgar 17. janúar 2012 08:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er ánægður með að mynd sín Á annan veg sé ein af átta myndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. „Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira