Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Öll börn eiga rétt á öryggi

Undanfarnar vikur hafa verið fluttar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldi meðal barna þar sem hæst hefur borið á málefnum tiltekins grunnskóla og hverfi borgarinnar. Rétt er að rifja upp að eitt af aðalmarkmiðum laga um grunnskóla, sem og reglugerðar þar um, er að tryggja öryggi barna, bæði í skólum og nærumhverfi þeirra.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Úlfurinn gerður að fjárhirði

Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum ekki Rúss­land

Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Bak­pokinn sem þyngist að­eins hjá öðrum

Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­lög Ís­lendinga og u-beygja áhrifa­mesta fjár­mála­manns heims

Ég leiði stundum hugann að eftirminnilegum orðaskiptum sem ég átti á sínum tíma við þáverandi barnamálaráðherra um hrun í fæðingartíðni Íslendinga. Þar hafnaði ég þeirri hugsun ráðherrans, og eins margra annarra, að vandalaust verði að leysa fólksfjölgunarþörfina hér einfaldlega með sífellt fleiri innflytjendum.

Skoðun
Fréttamynd

Börn með fjöl­þættan vanda

Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfi til að syrgja

Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með börnum

Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli.

Skoðun
Fréttamynd

Tákn­rænar 350 milljónir

Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út.

Skoðun
Fréttamynd

Eig­andinn smánaður

Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin banni tölvupóstaflóð

Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna.

Skoðun
Fréttamynd

Að komast frá mömmu og pabba

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar.

Skoðun
Fréttamynd

Óður til Græn­lands

„Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“

Skoðun
Fréttamynd

Sjórinn sækir fram

Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­við­unandi viðhalds­leysi á vegum

Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar lífið snýst á hvolf

Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist.

Skoðun
Fréttamynd

Grá­sleppan úr kvóta!

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg skref fyrir Ís­land í alþjóða­sam­félaginu

Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Týndir hælis­leit­endur

Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega.

Skoðun
Fréttamynd

Innan­lands­flug eru al­mennings­sam­göngur !

Tryggja verður flug til Ísafjarðar til framtíðar. Engin óvissa má ríkja um svo mikið atvinnu og byggðamál fyrir Vestfirði og þjónustu við fólk og fyrirtæki. Allt frá frumdögum flugs á Íslandi hefur verið flogið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og jafnvel fleiri áfangastaða. Hagsmunir Icelandair geta ekki einir ráðið því hvort flogið verður áætlunarflug til og frá Ísafirði eða ekki.

Skoðun