Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið
Fréttamynd

Seldist upp á einni mínútu

Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því.

Lífið
Fréttamynd

Ekki bara þorra­blót heldur líka Reifiblót

Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna og KFC á þorra­blóti Aftur­eldingar

Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta þorra­blót landsins

Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breið­holti

Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld.

Lífið
Fréttamynd

Létu sig ekki vanta á frum­sýningu Ung­frú Ís­lands

Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ.

Menning
Fréttamynd

Kú­rekarnir tóku völdin í Grafar­vogi

Kúrekarnir tóku völdin í Fjölnishöll á laugardagskvöld þegar Þorrablót Grafarvogs var haldið með pompi og prakt. Grafarvogsbúar drógu fram kúrekastígvélin og hattana og var ótrúleg stemning í loftinu.

Lífið
Fréttamynd

Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl

Það var allt í blóma á opnun blómabúðarinnar Hæ blóm síðastliðinn föstudag. Hjónin Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eigendur búðarinnar hafa unnið hörðum höndum við að gera og græja og eru í skýjunum með viðtökurnar.

Lífið
Fréttamynd

Troð­fullt hús og standandi lófa­klapp

Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Menning
Fréttamynd

Mætti með fer­tugan Paddington á forsýninguna

Þriðja og nýjasta myndin um krúttlega marmelaði- elskandinn björninn Paddington, Paddington í Perú, var frumsýnd með fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024

Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á Gamlársdag líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Með sanni má segja að þátturinn hafi verið sérstaklega fjörugur í þetta skiptið en Hulda Margrét ljósmyndari tók myndir af hamagangnum á bak við tjöldin.

Lífið