Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna Anton Ingi Leifsson í Vestmannaeyjum skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Stefán ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Baráttan var í algleymingin enda mikið undir. Eina markið kom í fyrri hálfleik, en ÍBV klikkaði nokkrum færum til að gera út um leikinn. Víðir kom Eyjamönnum yfir og Jonathan skoraði síðan sitt sjöunda mark í uppbótartíma. Framarar voru fyrir leikinn í fallsæti með níu stig, en ÍBV var sæti ofar með einu stigi fleira og því var um að ræða algjöran fallbaráttuslag. Leikurinn var gífurlega mikilvægur og það sást eilítið á fyrstu mínútunum sem voru alls ekki mikið fyrir augað, smá stress í leikmönnum og liðin héldu boltanum ekkert sérstaklega vel. Framarar losuðu sig við þrjá leikmenn í vikunni og allir voru þeir sóknarþenkjandi leikmenn; Björgólfur Takefusa var látinn fara, Guðmundur Magnússon fór í HK og Einar Már Þórisson aftur í KV. Framherjinn efnilegi Alexander Már Þorláksson var því í fremstu víglínu Framara, en hann hefur ekki verið heitur í Pepsi-deildinni. ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki í Pepsi-deildinni og mættu því með mikið sjálfstraust. Þeir byrjuðu með vindi og þeir voru ekki nema fimm mínútur að ná forystunni. Víðir tók þá aukaspyrnu, eina af fjölmörgu í leiknum, og þrumaði boltanum í varnarvegg Framara og boltinn lak í hornið. Eyjamenn fengu svo færi til að bæta við mörkum, en þeir voru með, eins og fyrr segir, strekkingsvindi í fyrri hálfleik og nýttu sér allar aukaspyrnur og innköst til að koma boltanum sem næst markinu. Þeir fengu svo eitt til tvö tækifæri til að bæta við marki, en þeim tókst það ekki og staðan 1-0 fyrir hvítklæddum heimamönnum í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð opin, en baráttan var í algleymingi. ÍBV fengu öllu betri færi, en Víðir klikkaði til að mynda dauðafæri og þeir áttu nokkur hörkuskot. Framarar voru hins vegar afar máttlausir og sköpuðu sér afar fá færi. Þeir reyndu að skipta frískari mönnum inná eins og Aroni Bjarnasyni og Ásgeir Marteinssyni en lítið var að frétta og sóknaraðgerðir þeirra voru afar máttlausar. Jonathan skoraði svo annað mark Eyjamanna undir lok leiks, en það var hans sjöunda mark í sumar. Hann skoraði það eftir ævintýraleg mistök Harðar Fannars í markinu og hljóp svo með boltann í autt markið. Framarar fengu eitt til tvö færi eftir darraðadans en ekki var það mikið meira og Eyjamenn sigldu afar mikilvægum sigri heim. Þeir fóru með sigrinum upp í sjöunda sæti, tímabundið að minnsta kosti, en Framarar sitja á botninum eftir leiki dagsins með níu stig. Framarar eru komnir í tóm vesen, en spilamennska þeirra var ekki góð í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Eyjamenn voru þó ívið sterkari. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og sóknaraðgerðir Framara voru afar bitlausar. Brynjar Gauti: Getum gert þetta að góðu sumri„Þetta var hrikalega góður sigur. Þetta var ekki okkar besti leikur en samt vorum við miklu betri en Framarar. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik og hefðum getað unnið fimm, sex – núll,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV. „Við vorum miklu grimmari í alla bolta og þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn sem var spilaður í dag. „Vindurinn hefur alltaf áhrif þegar hann er svona mikið á annað markið. Við náðum ekki að nýta okkur það alveg að vera með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Við áttum að setja fleiri á þá og svo koma þeir framar á völlinn í seinni hálfleik en ná ekki að skapa sér neitt og við klárum þetta í lokin,“ sagði Brynjar Gauti en ÍBV er komið á gott skrið eftir erfiða byrjun á mótinu. „Við vorum búnir að spila ágætlega fyrir utan þrjá fyrstu leikina. Þetta var klaufaskapur og datt ekki með okkur. Við fengum á okkur mörk undir lokin en svo kom loksins þessi sigur sem við þurftum og það létti á okkur strax og það er allt annar andi í liðinu. „Þó það hafi byrjað brösuglega þá er hellingur eftir af sumrinu og við getum gert þetta að góðu sumri,“ sagði Brynjar Gauti. Bjarni Guðjónsson: Vantaði kraft og þor„Við spiluðum á móti mjög sterkum vindi í fyrri hálfleik og það var heppnisstimpill yfir marki þeirra. Í varnarvegginn og inn,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram. „Annars var ég þokkalega sáttur hvernig fyrri hálfleikur spilaðist. Við hefðum getað haldið boltanum betur en það var erfitt gegn sterkum vindinum og hversu mikið þeir pressuðu okkur. Við vorum þokkalega sáttir að fara inn í hálfleik 1-0 undir. „Ég hafði mikla trú á að við gætum farið inn í seinni hálfleik og náð allavega að jafna leikinn en það vantar baráttu í liðið. Þetta er gamaldags tugga en þú getur haft mestu hæfileika í heiminum en ef þú leggur þig ekki fram þá fær maður ekki neitt út úr leiknum. „Ég bjóst við okkur betri í seinni hálfleik. Það vantaði kraft og þor. Það vantar ekki hæfileika í liðið. Þetta eru allt strákar sem geta spilað fótbolta. Skapað færi og skorað og gert mikið úr litlu en ef þú hefur ekki viljan í það þá lendum við í vandræðum,“ sagði Bjarni en Fram er komið í neðsta sæti deildarinnar. „Það er ekki gott að vera í neðsta sæti en þegar við lögðum af stað í haust þá var ljóst að þetta gæti verið einn af möguleikunum. Þó ætlum við ekki niður með liðið. Við erum að byggja til framtíðar. Við viljum og ætlum upp töfluna. Það verður erfitt og til þess þarf dug og baráttu. „Markmannsleitin gengur fínt og við göngum vonandi frá því á mánudaginn,“ sagði Bjarni en gat ekki sagt hvaða markvörður sé líklega á leið til félagsins þar sem það er ekki full frágengið. „Ef við fáum einhvern til að styrkja hópinn okkar verulega þá skoðum við það en við erum ekki að fjölga til að fjölga í hópnum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Baráttan var í algleymingin enda mikið undir. Eina markið kom í fyrri hálfleik, en ÍBV klikkaði nokkrum færum til að gera út um leikinn. Víðir kom Eyjamönnum yfir og Jonathan skoraði síðan sitt sjöunda mark í uppbótartíma. Framarar voru fyrir leikinn í fallsæti með níu stig, en ÍBV var sæti ofar með einu stigi fleira og því var um að ræða algjöran fallbaráttuslag. Leikurinn var gífurlega mikilvægur og það sást eilítið á fyrstu mínútunum sem voru alls ekki mikið fyrir augað, smá stress í leikmönnum og liðin héldu boltanum ekkert sérstaklega vel. Framarar losuðu sig við þrjá leikmenn í vikunni og allir voru þeir sóknarþenkjandi leikmenn; Björgólfur Takefusa var látinn fara, Guðmundur Magnússon fór í HK og Einar Már Þórisson aftur í KV. Framherjinn efnilegi Alexander Már Þorláksson var því í fremstu víglínu Framara, en hann hefur ekki verið heitur í Pepsi-deildinni. ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki í Pepsi-deildinni og mættu því með mikið sjálfstraust. Þeir byrjuðu með vindi og þeir voru ekki nema fimm mínútur að ná forystunni. Víðir tók þá aukaspyrnu, eina af fjölmörgu í leiknum, og þrumaði boltanum í varnarvegg Framara og boltinn lak í hornið. Eyjamenn fengu svo færi til að bæta við mörkum, en þeir voru með, eins og fyrr segir, strekkingsvindi í fyrri hálfleik og nýttu sér allar aukaspyrnur og innköst til að koma boltanum sem næst markinu. Þeir fengu svo eitt til tvö tækifæri til að bæta við marki, en þeim tókst það ekki og staðan 1-0 fyrir hvítklæddum heimamönnum í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð opin, en baráttan var í algleymingi. ÍBV fengu öllu betri færi, en Víðir klikkaði til að mynda dauðafæri og þeir áttu nokkur hörkuskot. Framarar voru hins vegar afar máttlausir og sköpuðu sér afar fá færi. Þeir reyndu að skipta frískari mönnum inná eins og Aroni Bjarnasyni og Ásgeir Marteinssyni en lítið var að frétta og sóknaraðgerðir þeirra voru afar máttlausar. Jonathan skoraði svo annað mark Eyjamanna undir lok leiks, en það var hans sjöunda mark í sumar. Hann skoraði það eftir ævintýraleg mistök Harðar Fannars í markinu og hljóp svo með boltann í autt markið. Framarar fengu eitt til tvö færi eftir darraðadans en ekki var það mikið meira og Eyjamenn sigldu afar mikilvægum sigri heim. Þeir fóru með sigrinum upp í sjöunda sæti, tímabundið að minnsta kosti, en Framarar sitja á botninum eftir leiki dagsins með níu stig. Framarar eru komnir í tóm vesen, en spilamennska þeirra var ekki góð í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Eyjamenn voru þó ívið sterkari. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og sóknaraðgerðir Framara voru afar bitlausar. Brynjar Gauti: Getum gert þetta að góðu sumri„Þetta var hrikalega góður sigur. Þetta var ekki okkar besti leikur en samt vorum við miklu betri en Framarar. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik og hefðum getað unnið fimm, sex – núll,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV. „Við vorum miklu grimmari í alla bolta og þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn sem var spilaður í dag. „Vindurinn hefur alltaf áhrif þegar hann er svona mikið á annað markið. Við náðum ekki að nýta okkur það alveg að vera með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Við áttum að setja fleiri á þá og svo koma þeir framar á völlinn í seinni hálfleik en ná ekki að skapa sér neitt og við klárum þetta í lokin,“ sagði Brynjar Gauti en ÍBV er komið á gott skrið eftir erfiða byrjun á mótinu. „Við vorum búnir að spila ágætlega fyrir utan þrjá fyrstu leikina. Þetta var klaufaskapur og datt ekki með okkur. Við fengum á okkur mörk undir lokin en svo kom loksins þessi sigur sem við þurftum og það létti á okkur strax og það er allt annar andi í liðinu. „Þó það hafi byrjað brösuglega þá er hellingur eftir af sumrinu og við getum gert þetta að góðu sumri,“ sagði Brynjar Gauti. Bjarni Guðjónsson: Vantaði kraft og þor„Við spiluðum á móti mjög sterkum vindi í fyrri hálfleik og það var heppnisstimpill yfir marki þeirra. Í varnarvegginn og inn,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram. „Annars var ég þokkalega sáttur hvernig fyrri hálfleikur spilaðist. Við hefðum getað haldið boltanum betur en það var erfitt gegn sterkum vindinum og hversu mikið þeir pressuðu okkur. Við vorum þokkalega sáttir að fara inn í hálfleik 1-0 undir. „Ég hafði mikla trú á að við gætum farið inn í seinni hálfleik og náð allavega að jafna leikinn en það vantar baráttu í liðið. Þetta er gamaldags tugga en þú getur haft mestu hæfileika í heiminum en ef þú leggur þig ekki fram þá fær maður ekki neitt út úr leiknum. „Ég bjóst við okkur betri í seinni hálfleik. Það vantaði kraft og þor. Það vantar ekki hæfileika í liðið. Þetta eru allt strákar sem geta spilað fótbolta. Skapað færi og skorað og gert mikið úr litlu en ef þú hefur ekki viljan í það þá lendum við í vandræðum,“ sagði Bjarni en Fram er komið í neðsta sæti deildarinnar. „Það er ekki gott að vera í neðsta sæti en þegar við lögðum af stað í haust þá var ljóst að þetta gæti verið einn af möguleikunum. Þó ætlum við ekki niður með liðið. Við erum að byggja til framtíðar. Við viljum og ætlum upp töfluna. Það verður erfitt og til þess þarf dug og baráttu. „Markmannsleitin gengur fínt og við göngum vonandi frá því á mánudaginn,“ sagði Bjarni en gat ekki sagt hvaða markvörður sé líklega á leið til félagsins þar sem það er ekki full frágengið. „Ef við fáum einhvern til að styrkja hópinn okkar verulega þá skoðum við það en við erum ekki að fjölga til að fjölga í hópnum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira