„Við stöndum þétt að baki Bjarna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2014 16:09 Vísir/Daníel Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45