Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 84-82 | Keflavík í toppmálum Árni Jóhannsson í Keflavík skrifar 23. mars 2015 12:28 Hjálmar Stefánsson reynir að verjast Davon Usher. Vísir/Valli Keflvíkingar náðu að tvöfalda forskot sitt í einvíginu við Hauka í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Keflavík í kvöld. Þar með eygja þeir von um að klára einvígið í Hafnarfirði á föstudgainn næstkomandi. Baráttan var mikil og hörð allan leikinn og skiptust liðin marg oft á að hafa forskotið. Keflvíkingar voru sterkari í lokin og kláruðu leikinn á lokamínútunni. Lokatölur 84-82. Leikurinn var ekki fallegur í fyrsta leikhluta en það er kannski merki þess að mikil spenna hafi verið í leikmönnum beggja liða. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 6-8 gestunum í vil og meiri barningur en körfubolti í gangi á þeim tímapunkti. Heimamenn náðu þó í forystuna áður en leihlutanum var lokið en hún var einungis tvö stig, 16-14 þegar gengið var til leikhlés. Annar leikhluti var þeim mun betri körfuboltalega séð. Keflvíkingar byrjuðu fjórðunginn á því að skora níu stig á móti tveimur Hafnfirðinga og komu þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna. Haukar tóku leikhlé enda hætta á því að missa Keflvíkinga of langt frá sér. Það skilaði sér og hitnuðu bæði lið mikið um miðbik leikhlutans. Haukar náðu að jafna leikinn þegar 2:30 voru til hálfleiks og þá hófu þeir sig til flugs eins og Haukarnir sem þeir eru. Spretturinn sem þeir komust á varð 11-0 og mesta forskot Haukanna staðreynd níu stig. Það sem skilaði þeim forskotin var áðurnefndur hiti í skotum ásamt því að þeir læstu vörn sinni og Keflvíkinga áttu í mestu vandræðum með að leysa vörn Haukanna og skora körfur. Heimamenn löguðu stöðuna í að vera sjö stigum undir í hálfleik og Haukarnir vel að forskotinu komnir. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Davon Usher með átta stig fyrir Keflavík og Kári Jónsson með 13 fyrir Hauka. Leikurinn var í jafnvægi í byrjun seinni hálfleiks og settu liðin körfur á víxl fyrstu mínúturnar en það voru síðan heimamenn sem náðu fyrsta áhlaupi hálfleiksins um miðbik þriðja fjórðungs. Þeir náðu að jafna leikinn en Haukar rönkuðu við sér aftur og náðu að halda heimamönnum þremur til fimm stigum frá sér þangað til fjórðungurinn kláraðist. Damon Johnson átti mikið í sóknarleik heimamanna á lokamínútu fjórðungsins en hann skoraði sex síðustu stig heimamanna í leikhlutanum. Haukar voru með tveggja stiga forystu þegar gengið var til leikhlés og áþreifanleg spenna í íþróttahúsinu. Aftur var jafnvægi í leiknum í upphafi fjórða leikhluta, það er liðin skiptust á körfum en það sem breyttist nú var að heimamenn komust yfir í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Haukar tóku þá við sér eftir að liðin höfðu skipst á körfum en þeir náðu að þvinga heimamenn í aðgerðir sem þeim líkaði ekki og töpuðu Keflvíkingar boltanum nokkrum sinnum ásamt því að klikka á skotum sínum. Haukar komust mest átta stigum yfir á þessum tímapunkti en seinustu tvær mínútur leiksins voru æsilegar. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi og jöfnuðu leikinn áður en þeir komust yfir óg náðu að keyra fram úr Haukum með tveimur stolnum boltum ásamt því að Davon Usher setti niður öll sín víti en þau voru þó nokkur á loka andartökum leiksins. Það sem kostaði Haukana mjög í þessum leik var slök vítanýting þeirra en einungis níu af 24 vítaskotum rötuðu rétta leið á meðan heimamenn skoruðu úr 24 af 27 vítum sínum. Eins og áður segir þá eiga Keflvíkingar möguleika á því að sópa Haukum í sumarfrí þegar liðin mætast á fimmtudaginn næsta. Stigahæstir voru þeir Davon Usher fyrir Keflavík með 24 stig og Emil Barja með 20 stig fyrir Hauka ásamt því að rífa niður 13 fráköst.Damon Johnson: Ég vil klára einvígið því ég þarf nokkra daga í hvíld „Það var vörnin sem skilaði okkur þessum sigri“, sagði Damon Johnson þegar hann var spurður hvað hafi verið munurinn á liðunum í kvöld. Hann var sammála blaðamanni um að þetta hafi verið svakalegur leikur. „við hertum okkur virkilega í seinasta leikhlutanum og náðum að stöðva þá þegar það var nauðsynlegt. Davon Usher var rosalegur fyrir okkur í kvöld og náði að þrýsta okkur yfir hólinn þegar leikurinn var í járnum í lokin. Það er það sem hann vill gera enda er hann leiðtogi í liðinu og þarf að stíga upp á stundum sem þessum.“ Keflvíkingar eiga möguleika á að klára einvígið á föstudaginn og er Damon ekki í vafa hvað hann vill: „Ég vill klára þetta á föstudaginn enda þarf ég nokkra daga í hvíld. Ég ætla að gera það sem ég get, eins og liðið, að klára þetta einvígi. Haukar eru með gott lið, þeir eru ungir og mjög orkumiklir og þeir standa saman og eru góðir skotmenn ásamt því að spila ákafa vörn. Þetta verður því ekki auðvelt.“ Damon var því næst spurður hvað Keflvíkingar þurfa að gera til að vinna leikinn á föstudag: „Það er milljón dollara spurning. Svo lengi sem við stöndum saman og náum að spila liðsbolta þá eru okkur allir vegir færir. Við höfum 4-5 mjög góða leikmenn en ef við höldum okkur saman og verjumst sem lið þá getum við unnið leikinn.“Kári Jónsson: Gáfumst upp í lokin Hann var skiljanlega daufur í dálkinn hann Kári Jónsson þegar blaðamaður náði tali af honum í leikslok, enda annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir mjög svo jafnan leik. Hann var spurður hvað hafi vantað upp á hjá Haukum: „Við gáfumst eiginlega upp í lokin, Keflvíkingar fóru að berja á okkur og þeir börðu okkur eiginlega niður í jörðin og við gáfum eftir. Við þurfum að stíga upp í lok leikja svo við förum ekki í sumarfrí á föstudaginn. Við erum alltaf yfir í lok leikja og lítum vel út en svo klúðrum við þessu í lokin og förum að taka heimskulegar ákvarðanir.“ Kári var spurður hvort reynsluleysi Hauka væri að koma þeim í koll í þessum aðstæðum: „Við erum búnir að vera í þessu tvö tímabil í röð og í fyrra töpuðum við naumlega þannig að við ættum að vanir að vera í svona leikjum. Við þurfum bara að klára þá.“Keflavík-Haukar 84-82 (16-14, 19-28, 20-15, 29-25)Keflavík: Davon Usher 32/7 fráköst, Damon Johnson 17/8 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 3, Gunnar Einarsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Valur Orri Valsson 2, Tryggvi Ólafsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.Haukar: Emil Barja 20/13 fráköst, Kári Jónsson 18/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alex Francis 16/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8, Helgi Björn Einarsson 7, Kristinn Marinósson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 3, Hjálmar Stefánsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Alex Óli Ívarsson 0.4. leikhluti | 84-82: Emil Barja setti niður þrist og hélt lífi í þessu aftur er brotið á Usher og hann klikkar ekki af línunni. Haukar ná einni sókn og leiknum er lokið en Haukar náðu að skora flautukörfu. Rosalegur leikur.4. leikhluti | 82-76: Aftur stálu heimamenn boltanum og aftur var brotið á Usher. Karfa var dæmd góð og Usher fór á línuna og klúðraði vítaskotinu. Hann náði sóknarfrákastinu og brotið var á honum hann setti bæði vítin niður. Leikhlé tekið þegar 13 sek. eru eftir.4. leikhluti | 78-76: Uss, heimamenn stálu boltanum og það var brotið á Usher. Hann fór á línuna og setti niður bæði vítin. 52 sek. eftir.4. leikhluti | 76-76: Hér er allt hnífjafnt. Haukar klikka á einu víti og Keflvíkingar skora í næstu sókn. Leikhlé tekið þegar 1:14 er eftir. Þetta er svakalegur leikur sem við erum með í höndunum.4. leikhluti | 74-75: Haukar ná að skora en aftur er Usher á ferðinni og er brotið á honum í þriggja stiga skoti. Vítin fara öll ofan í og það eitt stig á milli. 1:37 eftir.4. leikhluti | 71-73: Heimamenn skora og síðan er dæmd sóknarvilla á gestina. Usher skorar og nær í víti sem fer ofan í. 2:16 eftir.4. leikhluti | 65-73: Haukar ná að bæta við fjórum stigum, þeir náðu að þvinga Keflvíkinga í að tapa boltanum út af skotklukkunni og nýta það í sókninni. 2:56 eftir.4. leikhluti | 65-69: Haukar stela boltanum og ná í aðra villu og vítaskot. Heimamenn taka leikhlé þegar 3:44 eru til leiksloka. Stemmningin er meiri hjá gestunum núan og eru þeir að spila betri vörn.4. leikhluti | 65-69: Heimamenn hafa snöggkólnað og gestirnir nýta sér það til hins ítrasta. Francis fær tvö víti en klikkar úr báðum. 4:01 eftir.4. leikhluti | 65-67: Haukar komast yfir eftir að hafa leyst vörn heimamanna mjög vel. Þetta verður vonandi svona þangað til í lokin, skipst á að halda forskotinu. 5:05 eftir.4. leikhluti | 65-65: Aftur eru HAukar að klikka á vítum og heimamenn refsa fyrir það en Haukar ná að jafna með flottum þrist. 5:55 eftir.4. leikhluti | 63-62: Heimamenn misstu boltann, aftur skref, Haukar komust yfir í smá stund. Usher náði í tvö víti og skoraði úr báðum. Ég held að þetta sé í 10. skipti sem forystan skiptir um hendi. 6:50 eftir.4. leikhluti | 61-60: Heimamenn ná forskotinu, í fyrsta sinn síðan í fyrri hálfleik. Þeir ná síðan ekki frákasti og Haukar fá tvö víti. Kristinn Jónasson nær samt ekki að nýta það og Keflavík heldur forskotinu. 7:32 eftir.4. leikhluti | 59-60: Heimamenn ná tveimur sóknarfráköstum og nýta síðan þriggja stiga skot og munurinn er eitt stig þegar 8:39 eru eftir.4. leikhluti | 56-59: Haukarnir fyrri á blaðið en Keflvíkingar fengu víti þar sem annað rataði heim. 9:29 eftir.4. leikhluti | 55-57: Seinasti leikhlutinn er hafinn og það er spenna í húsinu. 9:59 eftir.3. leikhluti | 55-57: Þriðja leikhluta er lokið enn eru Haukar að klikka á vítaskotum, nýtingin er 42% og heimamenn áttu seinustu sókn. Hún geigaði og Haukar hafa tvö stig í forskot fyrir fjórða leikhlutanna. Allt í járnum hér.3. leikhluti | 55-56: Tæp mínúta eftir, Johnson hefur skorað sex síðustu stig heimamanna. Haukar klikka á skoti.3. leikhluti | 53-56: Skipst á körfum núna, Damon Johnson sýnir okkur hvernig eigi að pósta upp. 1:28 eftir.3. leikhluti | 49-52: Þetta var ótrúlegt, Francis skorar fyrir Hauka og þegar Keflavík ætlar að kasta boltanum stelum Emil Barja honum og nær í villur. Annað vítið fer samt bara niður. 2:42 eftir.3. leikhluti | 49-49: Leikurinn er jafn, Davíð Páll fyrrum Haukamaður rífur niður sóknarfrákast og skila knettinum heim. 3 mín eftir.3. leikhluti | 47-49: Haukar klikka á skotklukkunni, vörn heimamanna er að þvinga þá í aðgerðir sem þeir vilja ekki standa í. Keflvíkingar ná ekki að nýta sér það en Haukar ekki heldur næstu sókn. 3:23 eftir.3. leikhluti | 47-49: Nú er það vörn heimamanna sem er að skila góðum sóknarleik og heimamenn hafa nagað forskotið niður í 2 stig. Leikhlé tekið þegar 4:04 eru eftir.3. leikhluti | 45-49: Þriggja stiga karfa frá Keflvíkingum kveikir í áhorfendum og Haukar missa síðan boltann útaf. 5:15 eftir.3. leikhluti | 42-49: Skipst á körfum, Usher setur niður eitt víti. Eins og áður segir er það dýrt að misnota víti. 6:18 eftir.3. leikhluti | 41-47: Keflvíkingar komast á blað og aftur er það þriggja stiga skot sem ratar rétta leið. Haukar tapa síðan boltanum með því að skrefa, þau eru orðin nokkur skrefin í þessum leik. Annar þristur fer síðan rétta leið frá heimamönnum. Það er enginn að fara að stinga af hér í kvöld. 7:30 eftir.3. leikhluti | 35-47: Gestirnir fyrri á blað og heimamenn ná ekki að skora úr fyrstu tveimur sóknum sínum en þriggja stiga nýting Hauka heldur áfram að vera mjög góð. 8:47 eftir.3. leikhluti | 35-42: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 35-42: Það er kominn hálfleikur og Haukar leiða. Heimamenn byrjuðu annan leihluta betur en með frábærri vörn og ægilegri hittni náðu Haukar að byggja upp forskotið sem þeir halda í hálfleik.2. leikhluti | 33-42: 11-0 sprettur frá Haukum og níu stiga forskot fyrir gestina. Þeim nægir að henda boltanum liggur við í loftið og hann fer niður. Þetta er rosalegt. 30 sek. eftir.2. leikhluti | 33-39: Ef mönnum er gefið skotið þessa stundina þá ratar það niður. Haukar nýta sér það og stela síðan boltanum af Keflavík og setja niður annan þrist. Stemmingin er Hauka megin núna. 1:12 eftir.2. leikhluti | 33-33: Heimamenn eru komnir í svæðisvörn en gestirnir náðu að leysa hana og ná sér í villu en hvorugt vítið fer niður. Heimamenn voru hinsvegar of bráðir á sér og Haukar fá annan séns sem þeir nýta ekki. Keflvíkingar missa hinsvegar boltann klaufalega og Haukar skora. 2:30 eftir.2. leikhluti | 33-31: Þetta er bara skotsýning núna, heimamenn svara að bragði með þriggja stiga körfu. Stigaskorið er mikið meira heldur en í fyrsta leikhluta. 3:32 eftir.2. leikhluti | 30-31: Haukar eru einnig orðnir heitir, langskot þeirra eru farin að rata heim í meira mæli og þeir eru komnir með forskotið eftir tvo þrista í röð. 3:52 eftir.2. leikhluti | 28-25: Næstu fjögur stig eru Hauka, tvisvar með skömmu millibili ná þeir að stela boltanum af heimamönnum og nýta það. 4:56 eftir.2. leikhluti | 28-21: Heimamenn ná að stoppa sprett Hauka með því að setja niður þrist. Þeir eru orðnir held ég fimm í öðrum leikhluta. Fjölin virðist fundin. 5:59 eftir.2. leikhluti | 25-21: Þeir koma ákveðnir út úr leikhléinu Haukarnir, skora þrist og hafa hönd á bolta án þess að vinna hann. Næsta skot gestanna ratar líka heim og hafa þeir minnkað muninn í fjögur stig. 7:06 eftir.2. leikhluti | 25-16: Haukar náðu að svara en annar þristur fór niður fyrir heimamenn og það er tekið leikhlé þegar 8:07 eru eftir.. HAukum gengur erfiðlega að koma boltanum niður þessa stundina á meðan þristarnir rata heim hjá Keflavík.2. leikhluti | 22-14: Annar þristur frá heimamönnum og þeir byrja betur í öðrum fjórðung. 8:40 eftir.2. leikhluti | 19-14: Við höldum áfram. Haukar áttu boltann en misstu hann frá sér og heimamenn nýttu það með því að negla niður þrist og auka forskotið í fimm sitg. 9:33 eftir.1. leikhluti | 16-14: Fyrsta leikhluta er lokið og heimamenn áttu síðustu sókn eftir að Haukar misstu frá sér boltann. Keflvíkingar náðu ekki skoti og því staðan tvö stig í forskot fyrir heimamenn.1. leikhluti | 16-14: Dupree heldur áfram að hitta þriggja stiga skotum en á hinum endanum klikka Haukar á vítaskotum og það getur verið rándýrt í leikjum sem þessum. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 13-14: Þetta er ekki áferðafallegur körfuboltaleikur sem við erum með en það er spenna í loftinu og það getur gert að verkum að hann verði skemmtilegur fyrir vikið. 1:14 eftir.1. leikhluti | 11-14: Þá skrefa Keflvíkingar og tapaðir boltar eru komnir upp í sex stk. hjá þeim. Haukar nýta það og bæta við forskotið. 1:44 eftir.1. leikhluti | 11-12: Aftur skrefa Haukar og heimamenn nýta það með því að skora þriggja stiga körfu og ná forskotinu en Haukar snöggir að svara. 2:34 eftir.1. leikhluti | 6-8: Þristur ratar heim frá Haukum og forustan er þeirra. Bæði lið missa boltann eftir skref og það með stuttu millibili. Stigaskor lítið í byrjun. 4:16 eftir.1. leikhluti | 6-5: Heimamenn hafa náð að verja fjögur skot frá Haukum og ná forskotinu. 5:15 eftir.1. leikhluti | 4-4: Heimamenn jöfnuðu metin og misstu síðan boltann og það er tekið leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Báðir þjálfarar vilja líklega aðeins lesa yfir sínum mönnum. Það er mikil spenna í mönnum.1. leikhluti | 2-4: Eftir fjöruga fyrstu mínútu þá hefur hvorugu liðinu tekist að koma knettinum í körfuna. 6:59 eftir.1. leikhluti | 2-4: Gestirnir áttu fyrstu fjögur stig leiksins áður en heimamenn náðu að leggja boltann í körfuna. 8:36 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem fá fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og bekkurinn er að verða þéttsetinn. Þetta er alveg að bresta á.Fyrir leik: Haukar munu líklegast leggja allt í sölurnar í kvöld til að jafna einvígið og koma því í eðlilegann farveg ef það mætti orða það þannig. Hafnfirðingar náðu ekki í gull í greipar Keflvíkinga þegar þeir komu í heimsókn í desmber síðastliðnum en þá unnu Keflvíkingar 10 stiga sigur 85-75.Fyrir leik: Liðin áttust við á föstudagskvöldið seinasta þar sem þurfti að framlengja áður en Keflvíkingar sigruðu og tóku þar með forskotið í rimmunni og heimaleikjaréttinn í seríunni. Heimamenn koma sér í ansi góða stöðu ef þeir vinna hér í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Hauka í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík og eru bæði lið á gólfinu í þessum skrifuðu orðum að hita upp og gera sig klára fyrir átökin. sterkari í lokin og Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Keflvíkingar náðu að tvöfalda forskot sitt í einvíginu við Hauka í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Keflavík í kvöld. Þar með eygja þeir von um að klára einvígið í Hafnarfirði á föstudgainn næstkomandi. Baráttan var mikil og hörð allan leikinn og skiptust liðin marg oft á að hafa forskotið. Keflvíkingar voru sterkari í lokin og kláruðu leikinn á lokamínútunni. Lokatölur 84-82. Leikurinn var ekki fallegur í fyrsta leikhluta en það er kannski merki þess að mikil spenna hafi verið í leikmönnum beggja liða. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 6-8 gestunum í vil og meiri barningur en körfubolti í gangi á þeim tímapunkti. Heimamenn náðu þó í forystuna áður en leihlutanum var lokið en hún var einungis tvö stig, 16-14 þegar gengið var til leikhlés. Annar leikhluti var þeim mun betri körfuboltalega séð. Keflvíkingar byrjuðu fjórðunginn á því að skora níu stig á móti tveimur Hafnfirðinga og komu þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna. Haukar tóku leikhlé enda hætta á því að missa Keflvíkinga of langt frá sér. Það skilaði sér og hitnuðu bæði lið mikið um miðbik leikhlutans. Haukar náðu að jafna leikinn þegar 2:30 voru til hálfleiks og þá hófu þeir sig til flugs eins og Haukarnir sem þeir eru. Spretturinn sem þeir komust á varð 11-0 og mesta forskot Haukanna staðreynd níu stig. Það sem skilaði þeim forskotin var áðurnefndur hiti í skotum ásamt því að þeir læstu vörn sinni og Keflvíkinga áttu í mestu vandræðum með að leysa vörn Haukanna og skora körfur. Heimamenn löguðu stöðuna í að vera sjö stigum undir í hálfleik og Haukarnir vel að forskotinu komnir. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Davon Usher með átta stig fyrir Keflavík og Kári Jónsson með 13 fyrir Hauka. Leikurinn var í jafnvægi í byrjun seinni hálfleiks og settu liðin körfur á víxl fyrstu mínúturnar en það voru síðan heimamenn sem náðu fyrsta áhlaupi hálfleiksins um miðbik þriðja fjórðungs. Þeir náðu að jafna leikinn en Haukar rönkuðu við sér aftur og náðu að halda heimamönnum þremur til fimm stigum frá sér þangað til fjórðungurinn kláraðist. Damon Johnson átti mikið í sóknarleik heimamanna á lokamínútu fjórðungsins en hann skoraði sex síðustu stig heimamanna í leikhlutanum. Haukar voru með tveggja stiga forystu þegar gengið var til leikhlés og áþreifanleg spenna í íþróttahúsinu. Aftur var jafnvægi í leiknum í upphafi fjórða leikhluta, það er liðin skiptust á körfum en það sem breyttist nú var að heimamenn komust yfir í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Haukar tóku þá við sér eftir að liðin höfðu skipst á körfum en þeir náðu að þvinga heimamenn í aðgerðir sem þeim líkaði ekki og töpuðu Keflvíkingar boltanum nokkrum sinnum ásamt því að klikka á skotum sínum. Haukar komust mest átta stigum yfir á þessum tímapunkti en seinustu tvær mínútur leiksins voru æsilegar. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi og jöfnuðu leikinn áður en þeir komust yfir óg náðu að keyra fram úr Haukum með tveimur stolnum boltum ásamt því að Davon Usher setti niður öll sín víti en þau voru þó nokkur á loka andartökum leiksins. Það sem kostaði Haukana mjög í þessum leik var slök vítanýting þeirra en einungis níu af 24 vítaskotum rötuðu rétta leið á meðan heimamenn skoruðu úr 24 af 27 vítum sínum. Eins og áður segir þá eiga Keflvíkingar möguleika á því að sópa Haukum í sumarfrí þegar liðin mætast á fimmtudaginn næsta. Stigahæstir voru þeir Davon Usher fyrir Keflavík með 24 stig og Emil Barja með 20 stig fyrir Hauka ásamt því að rífa niður 13 fráköst.Damon Johnson: Ég vil klára einvígið því ég þarf nokkra daga í hvíld „Það var vörnin sem skilaði okkur þessum sigri“, sagði Damon Johnson þegar hann var spurður hvað hafi verið munurinn á liðunum í kvöld. Hann var sammála blaðamanni um að þetta hafi verið svakalegur leikur. „við hertum okkur virkilega í seinasta leikhlutanum og náðum að stöðva þá þegar það var nauðsynlegt. Davon Usher var rosalegur fyrir okkur í kvöld og náði að þrýsta okkur yfir hólinn þegar leikurinn var í járnum í lokin. Það er það sem hann vill gera enda er hann leiðtogi í liðinu og þarf að stíga upp á stundum sem þessum.“ Keflvíkingar eiga möguleika á að klára einvígið á föstudaginn og er Damon ekki í vafa hvað hann vill: „Ég vill klára þetta á föstudaginn enda þarf ég nokkra daga í hvíld. Ég ætla að gera það sem ég get, eins og liðið, að klára þetta einvígi. Haukar eru með gott lið, þeir eru ungir og mjög orkumiklir og þeir standa saman og eru góðir skotmenn ásamt því að spila ákafa vörn. Þetta verður því ekki auðvelt.“ Damon var því næst spurður hvað Keflvíkingar þurfa að gera til að vinna leikinn á föstudag: „Það er milljón dollara spurning. Svo lengi sem við stöndum saman og náum að spila liðsbolta þá eru okkur allir vegir færir. Við höfum 4-5 mjög góða leikmenn en ef við höldum okkur saman og verjumst sem lið þá getum við unnið leikinn.“Kári Jónsson: Gáfumst upp í lokin Hann var skiljanlega daufur í dálkinn hann Kári Jónsson þegar blaðamaður náði tali af honum í leikslok, enda annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir mjög svo jafnan leik. Hann var spurður hvað hafi vantað upp á hjá Haukum: „Við gáfumst eiginlega upp í lokin, Keflvíkingar fóru að berja á okkur og þeir börðu okkur eiginlega niður í jörðin og við gáfum eftir. Við þurfum að stíga upp í lok leikja svo við förum ekki í sumarfrí á föstudaginn. Við erum alltaf yfir í lok leikja og lítum vel út en svo klúðrum við þessu í lokin og förum að taka heimskulegar ákvarðanir.“ Kári var spurður hvort reynsluleysi Hauka væri að koma þeim í koll í þessum aðstæðum: „Við erum búnir að vera í þessu tvö tímabil í röð og í fyrra töpuðum við naumlega þannig að við ættum að vanir að vera í svona leikjum. Við þurfum bara að klára þá.“Keflavík-Haukar 84-82 (16-14, 19-28, 20-15, 29-25)Keflavík: Davon Usher 32/7 fráköst, Damon Johnson 17/8 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 3, Gunnar Einarsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Valur Orri Valsson 2, Tryggvi Ólafsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.Haukar: Emil Barja 20/13 fráköst, Kári Jónsson 18/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alex Francis 16/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8, Helgi Björn Einarsson 7, Kristinn Marinósson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 3, Hjálmar Stefánsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Alex Óli Ívarsson 0.4. leikhluti | 84-82: Emil Barja setti niður þrist og hélt lífi í þessu aftur er brotið á Usher og hann klikkar ekki af línunni. Haukar ná einni sókn og leiknum er lokið en Haukar náðu að skora flautukörfu. Rosalegur leikur.4. leikhluti | 82-76: Aftur stálu heimamenn boltanum og aftur var brotið á Usher. Karfa var dæmd góð og Usher fór á línuna og klúðraði vítaskotinu. Hann náði sóknarfrákastinu og brotið var á honum hann setti bæði vítin niður. Leikhlé tekið þegar 13 sek. eru eftir.4. leikhluti | 78-76: Uss, heimamenn stálu boltanum og það var brotið á Usher. Hann fór á línuna og setti niður bæði vítin. 52 sek. eftir.4. leikhluti | 76-76: Hér er allt hnífjafnt. Haukar klikka á einu víti og Keflvíkingar skora í næstu sókn. Leikhlé tekið þegar 1:14 er eftir. Þetta er svakalegur leikur sem við erum með í höndunum.4. leikhluti | 74-75: Haukar ná að skora en aftur er Usher á ferðinni og er brotið á honum í þriggja stiga skoti. Vítin fara öll ofan í og það eitt stig á milli. 1:37 eftir.4. leikhluti | 71-73: Heimamenn skora og síðan er dæmd sóknarvilla á gestina. Usher skorar og nær í víti sem fer ofan í. 2:16 eftir.4. leikhluti | 65-73: Haukar ná að bæta við fjórum stigum, þeir náðu að þvinga Keflvíkinga í að tapa boltanum út af skotklukkunni og nýta það í sókninni. 2:56 eftir.4. leikhluti | 65-69: Haukar stela boltanum og ná í aðra villu og vítaskot. Heimamenn taka leikhlé þegar 3:44 eru til leiksloka. Stemmningin er meiri hjá gestunum núan og eru þeir að spila betri vörn.4. leikhluti | 65-69: Heimamenn hafa snöggkólnað og gestirnir nýta sér það til hins ítrasta. Francis fær tvö víti en klikkar úr báðum. 4:01 eftir.4. leikhluti | 65-67: Haukar komast yfir eftir að hafa leyst vörn heimamanna mjög vel. Þetta verður vonandi svona þangað til í lokin, skipst á að halda forskotinu. 5:05 eftir.4. leikhluti | 65-65: Aftur eru HAukar að klikka á vítum og heimamenn refsa fyrir það en Haukar ná að jafna með flottum þrist. 5:55 eftir.4. leikhluti | 63-62: Heimamenn misstu boltann, aftur skref, Haukar komust yfir í smá stund. Usher náði í tvö víti og skoraði úr báðum. Ég held að þetta sé í 10. skipti sem forystan skiptir um hendi. 6:50 eftir.4. leikhluti | 61-60: Heimamenn ná forskotinu, í fyrsta sinn síðan í fyrri hálfleik. Þeir ná síðan ekki frákasti og Haukar fá tvö víti. Kristinn Jónasson nær samt ekki að nýta það og Keflavík heldur forskotinu. 7:32 eftir.4. leikhluti | 59-60: Heimamenn ná tveimur sóknarfráköstum og nýta síðan þriggja stiga skot og munurinn er eitt stig þegar 8:39 eru eftir.4. leikhluti | 56-59: Haukarnir fyrri á blaðið en Keflvíkingar fengu víti þar sem annað rataði heim. 9:29 eftir.4. leikhluti | 55-57: Seinasti leikhlutinn er hafinn og það er spenna í húsinu. 9:59 eftir.3. leikhluti | 55-57: Þriðja leikhluta er lokið enn eru Haukar að klikka á vítaskotum, nýtingin er 42% og heimamenn áttu seinustu sókn. Hún geigaði og Haukar hafa tvö stig í forskot fyrir fjórða leikhlutanna. Allt í járnum hér.3. leikhluti | 55-56: Tæp mínúta eftir, Johnson hefur skorað sex síðustu stig heimamanna. Haukar klikka á skoti.3. leikhluti | 53-56: Skipst á körfum núna, Damon Johnson sýnir okkur hvernig eigi að pósta upp. 1:28 eftir.3. leikhluti | 49-52: Þetta var ótrúlegt, Francis skorar fyrir Hauka og þegar Keflavík ætlar að kasta boltanum stelum Emil Barja honum og nær í villur. Annað vítið fer samt bara niður. 2:42 eftir.3. leikhluti | 49-49: Leikurinn er jafn, Davíð Páll fyrrum Haukamaður rífur niður sóknarfrákast og skila knettinum heim. 3 mín eftir.3. leikhluti | 47-49: Haukar klikka á skotklukkunni, vörn heimamanna er að þvinga þá í aðgerðir sem þeir vilja ekki standa í. Keflvíkingar ná ekki að nýta sér það en Haukar ekki heldur næstu sókn. 3:23 eftir.3. leikhluti | 47-49: Nú er það vörn heimamanna sem er að skila góðum sóknarleik og heimamenn hafa nagað forskotið niður í 2 stig. Leikhlé tekið þegar 4:04 eru eftir.3. leikhluti | 45-49: Þriggja stiga karfa frá Keflvíkingum kveikir í áhorfendum og Haukar missa síðan boltann útaf. 5:15 eftir.3. leikhluti | 42-49: Skipst á körfum, Usher setur niður eitt víti. Eins og áður segir er það dýrt að misnota víti. 6:18 eftir.3. leikhluti | 41-47: Keflvíkingar komast á blað og aftur er það þriggja stiga skot sem ratar rétta leið. Haukar tapa síðan boltanum með því að skrefa, þau eru orðin nokkur skrefin í þessum leik. Annar þristur fer síðan rétta leið frá heimamönnum. Það er enginn að fara að stinga af hér í kvöld. 7:30 eftir.3. leikhluti | 35-47: Gestirnir fyrri á blað og heimamenn ná ekki að skora úr fyrstu tveimur sóknum sínum en þriggja stiga nýting Hauka heldur áfram að vera mjög góð. 8:47 eftir.3. leikhluti | 35-42: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 35-42: Það er kominn hálfleikur og Haukar leiða. Heimamenn byrjuðu annan leihluta betur en með frábærri vörn og ægilegri hittni náðu Haukar að byggja upp forskotið sem þeir halda í hálfleik.2. leikhluti | 33-42: 11-0 sprettur frá Haukum og níu stiga forskot fyrir gestina. Þeim nægir að henda boltanum liggur við í loftið og hann fer niður. Þetta er rosalegt. 30 sek. eftir.2. leikhluti | 33-39: Ef mönnum er gefið skotið þessa stundina þá ratar það niður. Haukar nýta sér það og stela síðan boltanum af Keflavík og setja niður annan þrist. Stemmingin er Hauka megin núna. 1:12 eftir.2. leikhluti | 33-33: Heimamenn eru komnir í svæðisvörn en gestirnir náðu að leysa hana og ná sér í villu en hvorugt vítið fer niður. Heimamenn voru hinsvegar of bráðir á sér og Haukar fá annan séns sem þeir nýta ekki. Keflvíkingar missa hinsvegar boltann klaufalega og Haukar skora. 2:30 eftir.2. leikhluti | 33-31: Þetta er bara skotsýning núna, heimamenn svara að bragði með þriggja stiga körfu. Stigaskorið er mikið meira heldur en í fyrsta leikhluta. 3:32 eftir.2. leikhluti | 30-31: Haukar eru einnig orðnir heitir, langskot þeirra eru farin að rata heim í meira mæli og þeir eru komnir með forskotið eftir tvo þrista í röð. 3:52 eftir.2. leikhluti | 28-25: Næstu fjögur stig eru Hauka, tvisvar með skömmu millibili ná þeir að stela boltanum af heimamönnum og nýta það. 4:56 eftir.2. leikhluti | 28-21: Heimamenn ná að stoppa sprett Hauka með því að setja niður þrist. Þeir eru orðnir held ég fimm í öðrum leikhluta. Fjölin virðist fundin. 5:59 eftir.2. leikhluti | 25-21: Þeir koma ákveðnir út úr leikhléinu Haukarnir, skora þrist og hafa hönd á bolta án þess að vinna hann. Næsta skot gestanna ratar líka heim og hafa þeir minnkað muninn í fjögur stig. 7:06 eftir.2. leikhluti | 25-16: Haukar náðu að svara en annar þristur fór niður fyrir heimamenn og það er tekið leikhlé þegar 8:07 eru eftir.. HAukum gengur erfiðlega að koma boltanum niður þessa stundina á meðan þristarnir rata heim hjá Keflavík.2. leikhluti | 22-14: Annar þristur frá heimamönnum og þeir byrja betur í öðrum fjórðung. 8:40 eftir.2. leikhluti | 19-14: Við höldum áfram. Haukar áttu boltann en misstu hann frá sér og heimamenn nýttu það með því að negla niður þrist og auka forskotið í fimm sitg. 9:33 eftir.1. leikhluti | 16-14: Fyrsta leikhluta er lokið og heimamenn áttu síðustu sókn eftir að Haukar misstu frá sér boltann. Keflvíkingar náðu ekki skoti og því staðan tvö stig í forskot fyrir heimamenn.1. leikhluti | 16-14: Dupree heldur áfram að hitta þriggja stiga skotum en á hinum endanum klikka Haukar á vítaskotum og það getur verið rándýrt í leikjum sem þessum. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 13-14: Þetta er ekki áferðafallegur körfuboltaleikur sem við erum með en það er spenna í loftinu og það getur gert að verkum að hann verði skemmtilegur fyrir vikið. 1:14 eftir.1. leikhluti | 11-14: Þá skrefa Keflvíkingar og tapaðir boltar eru komnir upp í sex stk. hjá þeim. Haukar nýta það og bæta við forskotið. 1:44 eftir.1. leikhluti | 11-12: Aftur skrefa Haukar og heimamenn nýta það með því að skora þriggja stiga körfu og ná forskotinu en Haukar snöggir að svara. 2:34 eftir.1. leikhluti | 6-8: Þristur ratar heim frá Haukum og forustan er þeirra. Bæði lið missa boltann eftir skref og það með stuttu millibili. Stigaskor lítið í byrjun. 4:16 eftir.1. leikhluti | 6-5: Heimamenn hafa náð að verja fjögur skot frá Haukum og ná forskotinu. 5:15 eftir.1. leikhluti | 4-4: Heimamenn jöfnuðu metin og misstu síðan boltann og það er tekið leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Báðir þjálfarar vilja líklega aðeins lesa yfir sínum mönnum. Það er mikil spenna í mönnum.1. leikhluti | 2-4: Eftir fjöruga fyrstu mínútu þá hefur hvorugu liðinu tekist að koma knettinum í körfuna. 6:59 eftir.1. leikhluti | 2-4: Gestirnir áttu fyrstu fjögur stig leiksins áður en heimamenn náðu að leggja boltann í körfuna. 8:36 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem fá fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og bekkurinn er að verða þéttsetinn. Þetta er alveg að bresta á.Fyrir leik: Haukar munu líklegast leggja allt í sölurnar í kvöld til að jafna einvígið og koma því í eðlilegann farveg ef það mætti orða það þannig. Hafnfirðingar náðu ekki í gull í greipar Keflvíkinga þegar þeir komu í heimsókn í desmber síðastliðnum en þá unnu Keflvíkingar 10 stiga sigur 85-75.Fyrir leik: Liðin áttust við á föstudagskvöldið seinasta þar sem þurfti að framlengja áður en Keflvíkingar sigruðu og tóku þar með forskotið í rimmunni og heimaleikjaréttinn í seríunni. Heimamenn koma sér í ansi góða stöðu ef þeir vinna hér í kvöld.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir í þráðbeina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Hauka í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík og eru bæði lið á gólfinu í þessum skrifuðu orðum að hita upp og gera sig klára fyrir átökin. sterkari í lokin og
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira