Umfjöllun: ÍBV - Haukar 30-24 | Ester mögnuð og ÍBV tók forystu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. apríl 2015 00:01 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira