Miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Breiðabliks, Blikar.is.
Atli, sem er 23 ára, kemur til Breiðabliks frá KR þar sem hann hefur verið frá árinu 2011.
Atli, sem er uppalinn Þórsari, kom ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum KR á tímabilinu en ljóst er að hann mun styrkja lið Breiðabliks mikið.
Atli gæti leikið sinn fyrsta leik með Breiðabliki þegar liðið sækir Keflavík heim á sunnudaginn.
Atli Sigurjóns til Breiðabliks
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
