Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 100-86 | Þolinmæðin skilaði Njarðvíkingum þriðja sigrinum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2015 20:45 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Anton Njarðvík vann sinn þriðja leik í röð í Domino's deild karla þegar ÍR kom í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld. Lokatölur 100-86, Njarðvík í vil. Gestirnir, sem höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum með nærri því 100 stiga mun, léku sinn fyrsta leik undir stjórn Makedóníumannsins Borce Ilievski sem tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. Þrátt fyrir tapaið getur Ilievski tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld en ÍR-ingar spiluðu lengst af ágætlega, sérstaklega sóknarmegin, áður en blaðran sprakk á lokakaflanum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á hælunum en spiluðu alltaf betur eftir því sem leið á leikinn og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Særðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-9 og 2-11. Annars einkenndist 1. leikhlutinn af miklum töfum vegna vandræða með stigatöfluna í Ljónagryfjunni. Um miðjan 1. leikhluta, eftir nokkura mínútna töf sem varð á leiknum, vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins og hófu að minnka muninn. Gestirnir gerðu þó vel í að standast þetta áhlaup heimamanna og þeir leiddu með sjö stigum, 19-26, að 1. leikhluta loknum. Dæmið snerist við í 2. leikhluta þar sem Njarðvíkingar voru öflugri. Haukur Helgi Pálsson fylgdi eftir stórleik sínum gegn FSu í síðustu umferð og var kominn með 18 stig í hálfleik. Marquise Simmons og Logi Gunnarsson voru einnig vel tengdir en þeir skoruðu báðir 10 stig í fyrri hálfleik. Hjá ÍR bar mest á Oddi Rúnari Kristjánssyni og Jonathan Mitchell. Sá fyrrnefndi var sjóðheitur í fyrri hálfleik, hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði 16 stig. Mitchell var með 13 og þá átti Vilhjálmur Theodór Jónsson fínan fyrri hálfleik með 11 stig og fimm fráköst. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta þar sem Mitchell fór mikinn en átta af 27 stigum hans komu í leikhlutanum. ÍR-ingar héldu í við Njarðvíkinga lengst af 3. leikhluta en síðustu tvær mínútur hans reyndust gestunum erfiðar. Njarðvík breytti þá stöðunni úr 68-66 í 75-66 og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Þar reyndust heimamenn sterkari. Þriggja stiga nýting gestanna hrapaði niður og þeir fengu ekkert framlag frá bekknum, í bókstaflegri merkingu en varamenn ÍR skoruðu ekki stig í kvöld. Njarðvíkingar spiluðu vel í 4. leikhluta, bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum 14 stiga sigur, 100-86. Haukur átti frábæran leik í Njarðvíkur en hann var með 28 stig, sjö fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Simmons og Logi voru einnig öflugir með 21 og 19 stig og þá skilaði Ólafur Helgi Jónsson flottu dagsverki; 10 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Hjalti Friðriksson átti sömuleiðis fínan leik; skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Mitchell var stigahæstur ÍR-inga með 27 stig en hann tók einnig 16 fráköst. Oddur gaf eftir undir lokin en átti samt góðan leik með 24 stig og 10 stoðsendingar. Vilhjálmur skilaði 18 stigum og átta fráköstum og Björgvin Ríkharðsson bætti 13 stigum í sarpinn.Friðrik Ingi: ÍR kom mér ekkert á óvart Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn á ÍR en segir sína menn geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. "Það tók svolítið á að koma til baka. Við lentum undir í byrjun leiks og það þurfti smá karakter til að koma til baka, þannig að ég er mjög ánægður með það. En ég veit samt að við getum spilað betur," sagði Friðrik sem sagði ÍR-liðið ekki hafa komið sér á óvart í kvöld. "ÍR kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér. Þeir eru með hörkulið og ég sá þá spila við Stjörnuna fyrir um tveimur vikum síðan þar sem liðið var frábært. Þeir eru með marga leikmenn sem geta skorað mikið. "Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin tvö en ég vil sjá liðið mitt spila betri og jafnari leik," sagði Friðrik en hvað vill hann sjá Njarðvíkurliðið gera betur en það gerði í kvöld? "Við þurfum að koma betur inn í leikina. Við spiluðum ekki góða vörn í 1. leikhluta en sem betur fer löguðum við það og varnarleikurinn var betri eftir því sem leið á leikinn. Þannig komum við okkur inn í leikinn og fengum nokkrar auðveldar körfur." Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik í kvöld; skoraði 28 stig, tók sjö fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Friðrik var að vonum ánægður með landsliðsmanninn öfluga og segir hann alltaf vera að komast betur og betur inn í leik Njarðvíkur. "Hann hefur komið vel inn í þetta. Hann er fyrir það fyrsta stórkostlegur karakter og það skiptir svo miklu máli. Hann er auðvitað frábær leikmaður en hann fellur vel inn í þetta og gerir mikið fyrir okkur, jafnt innan vallar sem utan," sagði Friðrik að lokum.Ilievski: Er aðallega varnarþjálfari Borce Ilievski stýrði ÍR í fyrsta sinn þegar liðið tapaði með 14 stiga mun, 100-86, fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfarinn var sáttur með framlag sinna manna en sagði þeir þurfi að spila mun betri varnarleik í næstu leikjum. "Við misstum einbeitinguna á nokkrum tímapunktum í seinni hálfleik. Njarðvík er með lið sem kann að refsa og sérstaklega þeirra reyndu menn, eins og Logi (Gunnarsson) og Haukur (Helgi Pálsson). "Þeir náðu svo forskoti sem þeir héldu út leiktímann," sagði Ilievski sem hefur einnig stýrt Tindastóli, Breiðabliki og KFÍ hér á landi. Ilievski kvaðst nokkuð ánægður með sóknarleik ÍR-inga en það vantaði ýmislegt upp á í varnarleiknum að hans mati. "Sóknin gekk nokkuð vel en ég er aðallega varnarþjálfari og er ekki ánægður þegar andstæðingurinn skorar 100 stig. Ég vil halda þeim í um 75 stigum," sagði Ilievski sem náði aðeins einni æfingu með ÍR-liðinu fyrir leikinn í kvöld en hann tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. "Ég er samt ánægður með vinnuna sem leikmennirnir lögðu í leikinn. Þetta er góður hópur og ég hef trú á því að hann muni bæta sig." ÍR-ingar eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig. Ilievski setur stefnuna á úrslitakeppnina en þangað komast átta efstu lið Domino's deildarinnar. "Við þurfum að setja markið hátt og ég verð ánægður ef við komust í úrslitakeppnina," sagði Ilievski að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Njarðvík vann sinn þriðja leik í röð í Domino's deild karla þegar ÍR kom í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld. Lokatölur 100-86, Njarðvík í vil. Gestirnir, sem höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum með nærri því 100 stiga mun, léku sinn fyrsta leik undir stjórn Makedóníumannsins Borce Ilievski sem tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. Þrátt fyrir tapaið getur Ilievski tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum í kvöld en ÍR-ingar spiluðu lengst af ágætlega, sérstaklega sóknarmegin, áður en blaðran sprakk á lokakaflanum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn á hælunum en spiluðu alltaf betur eftir því sem leið á leikinn og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. Særðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-9 og 2-11. Annars einkenndist 1. leikhlutinn af miklum töfum vegna vandræða með stigatöfluna í Ljónagryfjunni. Um miðjan 1. leikhluta, eftir nokkura mínútna töf sem varð á leiknum, vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins og hófu að minnka muninn. Gestirnir gerðu þó vel í að standast þetta áhlaup heimamanna og þeir leiddu með sjö stigum, 19-26, að 1. leikhluta loknum. Dæmið snerist við í 2. leikhluta þar sem Njarðvíkingar voru öflugri. Haukur Helgi Pálsson fylgdi eftir stórleik sínum gegn FSu í síðustu umferð og var kominn með 18 stig í hálfleik. Marquise Simmons og Logi Gunnarsson voru einnig vel tengdir en þeir skoruðu báðir 10 stig í fyrri hálfleik. Hjá ÍR bar mest á Oddi Rúnari Kristjánssyni og Jonathan Mitchell. Sá fyrrnefndi var sjóðheitur í fyrri hálfleik, hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði 16 stig. Mitchell var með 13 og þá átti Vilhjálmur Theodór Jónsson fínan fyrri hálfleik með 11 stig og fimm fráköst. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta þar sem Mitchell fór mikinn en átta af 27 stigum hans komu í leikhlutanum. ÍR-ingar héldu í við Njarðvíkinga lengst af 3. leikhluta en síðustu tvær mínútur hans reyndust gestunum erfiðar. Njarðvík breytti þá stöðunni úr 68-66 í 75-66 og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Þar reyndust heimamenn sterkari. Þriggja stiga nýting gestanna hrapaði niður og þeir fengu ekkert framlag frá bekknum, í bókstaflegri merkingu en varamenn ÍR skoruðu ekki stig í kvöld. Njarðvíkingar spiluðu vel í 4. leikhluta, bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum 14 stiga sigur, 100-86. Haukur átti frábæran leik í Njarðvíkur en hann var með 28 stig, sjö fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Simmons og Logi voru einnig öflugir með 21 og 19 stig og þá skilaði Ólafur Helgi Jónsson flottu dagsverki; 10 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Hjalti Friðriksson átti sömuleiðis fínan leik; skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Mitchell var stigahæstur ÍR-inga með 27 stig en hann tók einnig 16 fráköst. Oddur gaf eftir undir lokin en átti samt góðan leik með 24 stig og 10 stoðsendingar. Vilhjálmur skilaði 18 stigum og átta fráköstum og Björgvin Ríkharðsson bætti 13 stigum í sarpinn.Friðrik Ingi: ÍR kom mér ekkert á óvart Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn á ÍR en segir sína menn geta spilað betur en þeir gerðu í kvöld. "Það tók svolítið á að koma til baka. Við lentum undir í byrjun leiks og það þurfti smá karakter til að koma til baka, þannig að ég er mjög ánægður með það. En ég veit samt að við getum spilað betur," sagði Friðrik sem sagði ÍR-liðið ekki hafa komið sér á óvart í kvöld. "ÍR kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér. Þeir eru með hörkulið og ég sá þá spila við Stjörnuna fyrir um tveimur vikum síðan þar sem liðið var frábært. Þeir eru með marga leikmenn sem geta skorað mikið. "Ég er fyrst og fremst ánægður með stigin tvö en ég vil sjá liðið mitt spila betri og jafnari leik," sagði Friðrik en hvað vill hann sjá Njarðvíkurliðið gera betur en það gerði í kvöld? "Við þurfum að koma betur inn í leikina. Við spiluðum ekki góða vörn í 1. leikhluta en sem betur fer löguðum við það og varnarleikurinn var betri eftir því sem leið á leikinn. Þannig komum við okkur inn í leikinn og fengum nokkrar auðveldar körfur." Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik í kvöld; skoraði 28 stig, tók sjö fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Friðrik var að vonum ánægður með landsliðsmanninn öfluga og segir hann alltaf vera að komast betur og betur inn í leik Njarðvíkur. "Hann hefur komið vel inn í þetta. Hann er fyrir það fyrsta stórkostlegur karakter og það skiptir svo miklu máli. Hann er auðvitað frábær leikmaður en hann fellur vel inn í þetta og gerir mikið fyrir okkur, jafnt innan vallar sem utan," sagði Friðrik að lokum.Ilievski: Er aðallega varnarþjálfari Borce Ilievski stýrði ÍR í fyrsta sinn þegar liðið tapaði með 14 stiga mun, 100-86, fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfarinn var sáttur með framlag sinna manna en sagði þeir þurfi að spila mun betri varnarleik í næstu leikjum. "Við misstum einbeitinguna á nokkrum tímapunktum í seinni hálfleik. Njarðvík er með lið sem kann að refsa og sérstaklega þeirra reyndu menn, eins og Logi (Gunnarsson) og Haukur (Helgi Pálsson). "Þeir náðu svo forskoti sem þeir héldu út leiktímann," sagði Ilievski sem hefur einnig stýrt Tindastóli, Breiðabliki og KFÍ hér á landi. Ilievski kvaðst nokkuð ánægður með sóknarleik ÍR-inga en það vantaði ýmislegt upp á í varnarleiknum að hans mati. "Sóknin gekk nokkuð vel en ég er aðallega varnarþjálfari og er ekki ánægður þegar andstæðingurinn skorar 100 stig. Ég vil halda þeim í um 75 stigum," sagði Ilievski sem náði aðeins einni æfingu með ÍR-liðinu fyrir leikinn í kvöld en hann tók við starfinu af Bjarna Magnússyni í gær. "Ég er samt ánægður með vinnuna sem leikmennirnir lögðu í leikinn. Þetta er góður hópur og ég hef trú á því að hann muni bæta sig." ÍR-ingar eru sem stendur í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig. Ilievski setur stefnuna á úrslitakeppnina en þangað komast átta efstu lið Domino's deildarinnar. "Við þurfum að setja markið hátt og ég verð ánægður ef við komust í úrslitakeppnina," sagði Ilievski að lokum.Bein lýsing: Njarðvík - ÍRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira