Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 73-79 | Taugar Njarðvíkinga sterkari undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 11. desember 2015 21:45 Haukar unnu mikilvægan sigur á Haukum, 73-79, í hörkuleik í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum jöfnuðu Njarðvíkingar Hauka að stigum en bæði lið eru nú með 12 stig. Njarðvíkingar voru Kanalausir í leiknum í kvöld en spiluðu þrátt fyrir það vel og áttu sigurinn skilið þótt Haukar hefðu átt sín augnablik. Haukur Helgi Pálsson átti risaleik fyrir Njarðvík en landsliðsmaðurinn skoraði 30 stig, tók níu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum tveimur stigum fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík byrjaði leikinn mun betur gegn sofandi Haukamönnum. Gestirnir komust í 0-9 og 2-11 og höfðu öll völd á vellinum. En Haukar rönkuðu við sér og þökk sé góðu sóknarframlagi Hauks Óskarssonar og Finns Atla Magnússonar komust þeir inn í leikinn. Haukarnir hittu illa í fyrri hálfleik (aðeins 32%) en héldu sér á lífi með sóknarfráköstum og fínum varnarleik í 1. leikhluta og framan af öðrum. Njarðvík leiddi með fjórum stigum eftir 1. leikhluta, 16-20, en Haukar komu ákveðnir til leiks í 2. leikhluta og byrjuðu hann á 6-2 kafla og komust yfir í fyrsta sinn þegar Stephen Madison, sem hafði annars hægt um sig í fyrri hálfleik (5/3/3), setti niður stökkskot. Haukarnir fengu framlag frá fleirum í sókninni á þessum kafla en þeir náðu mest fjögurra stiga forskoti, 31-27. Í stöðunni 31-28 fékk Kári Jónsson sóknarvillu, sem var hans þriðja í leiknum, og hann þurfti því að fá sér sæti á bekknum. Það virtist fara illa í heimamenn sem misstu tökin á leiknum. Undir styrkri stjórn Hauks Helga og Loga Gunnarssonar komu Njarðvíkingar með fínt áhlaup en þeir enduðu fyrri hálfleikinn á 14-5 spretti og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 36-42. Líkt og í upphafi leiks voru Haukar á hælunum í byrjun seinni hálfleiks. Maciej Baginski opnaði seinni hálfleikinn með þristi og Ólafur Helgi Jónsson bætti tveimur stigum við í næstu sókn og jók muninn í 11 stig, 36-47. En líkt og í upphafi leiks náðu Haukamenn fljótlega áttum, þéttu vörnina og voru duglegir að sækja villur á leikmenn Njarðvíkur - svo duglegir að þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru heimamenn komnir í bónus. Haukarnir voru tíðir gestir á vítalínunni í 3. leikhluta en Maciej hélt Njarðvíkingum á floti en hann gerði 11 af 17 stigum liðsins í leikhlutanum. Þökk sé þessu ómetanlega framlagi frá Maciej leiddu gestirnir með sex stigum fyrir lokaleikhlutann, 53-59. Njarðvík komst 10 stigum yfir, 53-63, eftir þriggja stiga körfu frá Loga í byrjun 4. leikhluta. En heimamenn voru ekki af baki dottnir og þeir hófu að minnka muninn. Kári minnkaði muninn í þrjú stig, 60-63, en Njarðvík svaraði með 11-4 kafla og komst aftur 10 stigum yfir, 64-74. Þá tók Emil Barja til sinna ráða en hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og minnkaði muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var til leiksloka. En taugar gestanna voru sterkari á lokakaflanum. Vörn Njarðvíkinga hélt og Haukur kláraði leikinn með því að skora fjögur síðustu stig hans af vítalínunni. Lokatölur 73-79, Njarðvík í vil. Haukur átti sem áður sagði frábæran leik í liði Njarðvíkur og þá hefur framlag Maciej verið nefnt en hann gerði alls 19 stig og tók sjö fráköst. Logi hitti illa en var duglegur að opna fyrir félaga sína í sókninni og lauk leik með 12 stig, sex fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Finnur Atli var stigahæstur í liði Hauka með 16 stig en Haukur og Madison komu næstir með 14 stig hvor. Þeir hittu þó báðir skelfilega. Emil vaknaði til lífsins í 4. leikhluta og lauk leik með 13 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá skilaði Kári 10 stigum.Kári: Þeir mættu tilbúnari til leiks Kári Jónsson, leikmaður Hauka, var ósáttur með hvernig Hafnfirðingar byrjuðu leikinn gegn Njarðvík í kvöld. "Við mættum ekki tilbúnir til leiks. Við sóttum ekkert á körfuna og vorum ragir og hræddir," sagði Kári en Njarðvík komst í 0-9 í upphafi leiks. "En ég verð að hrósa þeim, þeir spiluðu hörkuvörn og lokuðu svæðum sem við vildum spila í. Við spiluðum ekki nógu góða sókn í kvöld," bætti Kári við en hvað veldur því að Haukar byrjuðu leikinn jafn illa og raun bar vitni? "Kannski héldum við að við værum orðnir svakalega góðir og myndum valta yfir þá því þeir eru Kanalausir. En þeir efldust enn meira við það að vera ekki með Kana. Þeir mættu bara tilbúnari til leiks en við." Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks og náðu að minnka muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir. En þá sprungu heimamenn á limminu að sögn Kára. "Ég veit það ekki alveg, við urðum kannski smá bensínlausir eftir að hafa þurft að elta. En það á ekki að vera nein afsökun. Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld," sagði Kári að endingu.Friðrik Ingi: Besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sex stiga sigur, 73-79, á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður. Varnarleikurinn var mjög góður og við hefðum kannski getað byggt upp meira forskot. Við vorum svolítið að missa boltann á erfiðum stöðum," sagði Friðrik. "En það sem gerði það að verkum að við unnum leikinn í dag var einfaldlega samvinna og liðsvörnin. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma." Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum sem Friðrik var að sjálfsögðu ánægður með. "Það er ljómandi gott þegar það kemur framlag frá öllum. Ég var líka ánægður með ungu strákana, það komu þrír 17 ára strákar inn á og þeir lögðu í púkkið eins og aðrir," sagði Friðrik. Haukar minnkuðu muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en taugar Njarðvíkinga héldu á lokamínútunni. "Það er líka góðs viti. Það er styrkleiki falinn í því að missa þá ekki fram úr okkur. Það er alltaf erfitt að fá heimaliðið á fullu gasi á sig, þannig að ég var ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur." Njarðvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld eftir að hafa sent Marquise Simmons heim. Friðrik segir ekki ljóst hvernig leikmann Njarðvík mun taka inn í hans stað. "Nei, það liggur ekki alveg fyrir. Við erum að skoða ýmsa möguleika en þetta mun skýrast á næstu dögum og vikum," sagði Friðrik að lokum.Bein lýsing: Haukar - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2 Haukur Helgi Pálsson var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Sjá meira
Haukar unnu mikilvægan sigur á Haukum, 73-79, í hörkuleik í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Með sigrinum jöfnuðu Njarðvíkingar Hauka að stigum en bæði lið eru nú með 12 stig. Njarðvíkingar voru Kanalausir í leiknum í kvöld en spiluðu þrátt fyrir það vel og áttu sigurinn skilið þótt Haukar hefðu átt sín augnablik. Haukur Helgi Pálsson átti risaleik fyrir Njarðvík en landsliðsmaðurinn skoraði 30 stig, tók níu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum tveimur stigum fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík byrjaði leikinn mun betur gegn sofandi Haukamönnum. Gestirnir komust í 0-9 og 2-11 og höfðu öll völd á vellinum. En Haukar rönkuðu við sér og þökk sé góðu sóknarframlagi Hauks Óskarssonar og Finns Atla Magnússonar komust þeir inn í leikinn. Haukarnir hittu illa í fyrri hálfleik (aðeins 32%) en héldu sér á lífi með sóknarfráköstum og fínum varnarleik í 1. leikhluta og framan af öðrum. Njarðvík leiddi með fjórum stigum eftir 1. leikhluta, 16-20, en Haukar komu ákveðnir til leiks í 2. leikhluta og byrjuðu hann á 6-2 kafla og komust yfir í fyrsta sinn þegar Stephen Madison, sem hafði annars hægt um sig í fyrri hálfleik (5/3/3), setti niður stökkskot. Haukarnir fengu framlag frá fleirum í sókninni á þessum kafla en þeir náðu mest fjögurra stiga forskoti, 31-27. Í stöðunni 31-28 fékk Kári Jónsson sóknarvillu, sem var hans þriðja í leiknum, og hann þurfti því að fá sér sæti á bekknum. Það virtist fara illa í heimamenn sem misstu tökin á leiknum. Undir styrkri stjórn Hauks Helga og Loga Gunnarssonar komu Njarðvíkingar með fínt áhlaup en þeir enduðu fyrri hálfleikinn á 14-5 spretti og fóru með sex stiga forskot inn í hálfleikinn, 36-42. Líkt og í upphafi leiks voru Haukar á hælunum í byrjun seinni hálfleiks. Maciej Baginski opnaði seinni hálfleikinn með þristi og Ólafur Helgi Jónsson bætti tveimur stigum við í næstu sókn og jók muninn í 11 stig, 36-47. En líkt og í upphafi leiks náðu Haukamenn fljótlega áttum, þéttu vörnina og voru duglegir að sækja villur á leikmenn Njarðvíkur - svo duglegir að þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru heimamenn komnir í bónus. Haukarnir voru tíðir gestir á vítalínunni í 3. leikhluta en Maciej hélt Njarðvíkingum á floti en hann gerði 11 af 17 stigum liðsins í leikhlutanum. Þökk sé þessu ómetanlega framlagi frá Maciej leiddu gestirnir með sex stigum fyrir lokaleikhlutann, 53-59. Njarðvík komst 10 stigum yfir, 53-63, eftir þriggja stiga körfu frá Loga í byrjun 4. leikhluta. En heimamenn voru ekki af baki dottnir og þeir hófu að minnka muninn. Kári minnkaði muninn í þrjú stig, 60-63, en Njarðvík svaraði með 11-4 kafla og komst aftur 10 stigum yfir, 64-74. Þá tók Emil Barja til sinna ráða en hann skoraði sjö stig á skömmum tíma og minnkaði muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var til leiksloka. En taugar gestanna voru sterkari á lokakaflanum. Vörn Njarðvíkinga hélt og Haukur kláraði leikinn með því að skora fjögur síðustu stig hans af vítalínunni. Lokatölur 73-79, Njarðvík í vil. Haukur átti sem áður sagði frábæran leik í liði Njarðvíkur og þá hefur framlag Maciej verið nefnt en hann gerði alls 19 stig og tók sjö fráköst. Logi hitti illa en var duglegur að opna fyrir félaga sína í sókninni og lauk leik með 12 stig, sex fráköst, sex stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Finnur Atli var stigahæstur í liði Hauka með 16 stig en Haukur og Madison komu næstir með 14 stig hvor. Þeir hittu þó báðir skelfilega. Emil vaknaði til lífsins í 4. leikhluta og lauk leik með 13 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar. Þá skilaði Kári 10 stigum.Kári: Þeir mættu tilbúnari til leiks Kári Jónsson, leikmaður Hauka, var ósáttur með hvernig Hafnfirðingar byrjuðu leikinn gegn Njarðvík í kvöld. "Við mættum ekki tilbúnir til leiks. Við sóttum ekkert á körfuna og vorum ragir og hræddir," sagði Kári en Njarðvík komst í 0-9 í upphafi leiks. "En ég verð að hrósa þeim, þeir spiluðu hörkuvörn og lokuðu svæðum sem við vildum spila í. Við spiluðum ekki nógu góða sókn í kvöld," bætti Kári við en hvað veldur því að Haukar byrjuðu leikinn jafn illa og raun bar vitni? "Kannski héldum við að við værum orðnir svakalega góðir og myndum valta yfir þá því þeir eru Kanalausir. En þeir efldust enn meira við það að vera ekki með Kana. Þeir mættu bara tilbúnari til leiks en við." Haukar náðu góðu áhlaupi undir lok leiks og náðu að minnka muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir. En þá sprungu heimamenn á limminu að sögn Kára. "Ég veit það ekki alveg, við urðum kannski smá bensínlausir eftir að hafa þurft að elta. En það á ekki að vera nein afsökun. Þeir spiluðu bara betur en við í kvöld," sagði Kári að endingu.Friðrik Ingi: Besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sex stiga sigur, 73-79, á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður. Varnarleikurinn var mjög góður og við hefðum kannski getað byggt upp meira forskot. Við vorum svolítið að missa boltann á erfiðum stöðum," sagði Friðrik. "En það sem gerði það að verkum að við unnum leikinn í dag var einfaldlega samvinna og liðsvörnin. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma." Njarðvík fékk framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum sem Friðrik var að sjálfsögðu ánægður með. "Það er ljómandi gott þegar það kemur framlag frá öllum. Ég var líka ánægður með ungu strákana, það komu þrír 17 ára strákar inn á og þeir lögðu í púkkið eins og aðrir," sagði Friðrik. Haukar minnkuðu muninn í tvö stig, 73-75, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en taugar Njarðvíkinga héldu á lokamínútunni. "Það er líka góðs viti. Það er styrkleiki falinn í því að missa þá ekki fram úr okkur. Það er alltaf erfitt að fá heimaliðið á fullu gasi á sig, þannig að ég var ánægður með hvernig við svöruðum fyrir okkur." Njarðvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld eftir að hafa sent Marquise Simmons heim. Friðrik segir ekki ljóst hvernig leikmann Njarðvík mun taka inn í hans stað. "Nei, það liggur ekki alveg fyrir. Við erum að skoða ýmsa möguleika en þetta mun skýrast á næstu dögum og vikum," sagði Friðrik að lokum.Bein lýsing: Haukar - NjarðvíkTweets by @VisirKarfa2 Haukur Helgi Pálsson var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Sjá meira