Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Valur 2-1 | Ólsarar áfram með fullt hús stiga Kristinn Páll Teitsson í Ólafsvík skrifar 8. maí 2016 19:45 Leikmenn ganga til búningsklefa í hálfleik í dag. Vísir/KPT Víkingur Ólafsvík fylgdi eftir góðum sigri á Blikum með 2-1 sigri á Val Ólafsvík í dag en Ólsarar eru ásamt Fjölnismönnum með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic sá um markaskorunina fyrir Ólsara í dag en Rolf Toft náði að jafna metin í fyrri hálfleik fyrir Val með fyrsta marki sínu fyrir félagið. Leikurinn var kaflaskiptur og hefðu Ólsarar átt að taka forskotið inn í hálfleikinn en Rolf Toft tókst gegn gangi leiksins að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Tokic náði að skora eina mark hálfleiksins og tryggja Ólsurum þrjú stig eftir fyrirgjöf Þórhalls Kára Knútssonar sem var öflugur á kantinum í dag í fyrsta heimaleik sínum sem leikmaður Víkings Ólafsvíkur.Af hverju vann Víkingur? Annan leikinn í röð tókst Ólsurum að halda haus gegn sterkum mótherja þegar þeir fengu á sig jöfnunarmark og að bæta við marki og stela sigrinum með öflugri skyndisókn um miðbik seinni hálfleiks. Bæði mörk liðsins komu eftir góða skyndisókn þar sem Tokic var skrefinu á undan varnarlínu Valsmanna. Víkingur Ólafsvík sótti stíft á bakverðina í fyrri hálfleik og áttu Bjarni Ólafur Eiríksson og Andri Fannar Stefánsson í stökustu vandræðum með hraða vængmenn Ólsara framan af. Það dró aðeins af þeim þegar líða tók á leikinn en þá fór Bjarni að taka meiri þátt í sóknarleiknum með misjöfnum árangri. Valsmenn sóttu í sig veðrið þegar líða tók á leikinn en sóknarleikur liðsins var flatur og gekk illa þegar aðrir leikmenn en Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson reyndu að láta til sín taka. Valsmenn gátu vel tekið stig úr þessum leik í dag en sofandiháttur í varnarleik liðsins kostaði liðið stigin þrjú annan leikinn í röð.Þessir stóðu upp úr Tokic skoraði bæði mörk Víkings í dag og fékk færin til að bæta við marki til viðbótar en hann fékk að lokum heiðursskiptingu stuttu fyrir leikslok sem maður leiksins. Valsmenn reyndu að trufla hann og brjóta á honum í upphafi en hann lét það ekki á sig hafa og steig upp með fyrstu mörkum sínum í Pepsi-deildinni. Á miðjunni lék William vel í nýrri stöðu eftir að hafa leikið áður á kantinum en hann vann vinnuna sína vel og var duglegur að hjálpa liðsfélögum sínum að brjóta upp sóknir Valsmanna. Þá átti hann frábæran sprett þar sem hann lék á fjóra varnarmenn Vals í sigurmarkinu. Í liði Valsmanna var Sigurður Egill manna sprækastur en sóknarleikur liðsins fór nánast eingöngu niður vinstri vænginn.Hvað gekk illa? Valsmenn áttu í erfiðleikum strax frá upphafsmínútunum í sóknarleiknum og náði Rolf Toft, framherji liðsins, engum takt í leiknum í dag þrátt fyrir að skora eina mark leiksins. Þá vantar liðinu meira frá leikmönnum eins og Kristni Inga Halldórssyni en Valsmenn sóttu lítið sem ekkert upp hægri kantinn í leiknum í dag. Voru Valsmenn líklegri til að bæta við marki á upphafsmínútum seinni hálfleiks en eftir annað mark Ólsara náðu Valsmenn ekki að ógna marki Víkings af neinu viti.Hvað gerist næst? Ólsarar fara með mikið sjálfstraust í farteskinu til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta ÍBV-liði sem var skellt aftur niður á jörðina með 0-2 tapi gegn Fjölni í gær. Ólsarar geta með sigri þar náð að jafna sigurfjölda liðsins frá því í Pepsi-deildinni 2013 þegar liðið vann aðeins þrjá leiki. Þorðu leikmenn né stuðningsmenn liðsins eflaust ekki að vona að liðið yrði með fullt hús stiga þegar kæmi að ferðinni til Vestmannaeyja. Valsmenn aftur á móti taka á móti Fylki á heimavelli og þrátt fyrir að mótið sé aðeins nýhafið er hægt að tala um að Valsmenn verði einfaldlega að taka stigin þrjú þar ef liðið ætlar sér að blanda sér í baráttuna um Evrópusætin. Ólafur: Förum grautfúlir heim með engin stig„Við förum grautfúlir heim með engin stig. Þetta var leikur sem gat dottið okkar megin.,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur að leikslokum í dag. „Auðvitað er það áhyggjuefni að við séum stigalausir eftir tvær umferðir og við þurfum að skoða þetta vandlega.“ Valsmönnum gekk illa að koma uppi spili í fyrri hálfleik en eftir jöfnunarmark Rolf Toft gekk liðinu betur að skapa sér færi. „Við náum illa að halda boltanum og við það slitnar svolítið upp úr spilinu hjá okkur. Eftir jöfnunarmarkið gekk betur að halda boltanum og skapa færin en þá fáum við mark í andlitið.“ Valsmenn urðu fyrir áföllum í dag þegar bæði fyrirliði liðsins, Haukur Páll Sigurðsson og markvörður liðsins Ingvar Þór Kale, meiddust. Ólafur vildi þó ekki kenna vellinum um meiðslin. „Völlurinn er frábær miðað við árstíma og Ólsararnir eiga hrós skilið fyrir það hversu vel hann lítur út,“ sagði Ólafur sem átti von á því að Ingvar yrði frá næstu vikurnar. Ejub: Hægt að tala um draumabyrjun„Það er hægt að segja að þetta sé draumabyrjun,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, glaðbeittur að lokum í dag. „Við áttum frábæran kafla í fyrri hálfleik eftir að hafa komist yfir og vorum einfaldlega óheppnir að bæta ekki við marki. Jöfnunarmarkið drap aðeins neistann okkar og Valsmenn voru sterkari næsta hálftímann,“ sagði Ejub hreinskilinn en hrósaði því að liðið skyldi ekki brotna eftir jöfnunarmarkið annan leikinn í röð. „Það er mjög jákvætt og ég minnti strákanna á það í hálfleik að missa ekki hausinn þrátt fyrir jöfnunarmarkið. Liðið spilaði heilt yfir mjög vel og við erum að ná að slípa okkur vel saman, sérstaklega varnarlega.“ Þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fyrsti á heimavelli en síðast þegar Ólsarar voru í deild þeirra bestu unnu þeir aðeins einn heimaleik og alls þrjá leiki á tímabilinu. „Það er alltaf erfitt að koma í fyrsta sinn upp í efstu deild og við þekkjum þetta betur í dag. Við erum með nokkra leikmenn sem þekkja þetta betur en síðast sem hafa spilað saman og þekkja betur hvað til þarf.“ Þetta var fyrsti heimaleikur Ólsara í Pepsi-deildinni frá 0-5 tapi gegn Val í lokaumferðinni 2013. „Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópunum og ef ég á að vera hreinskilinn þá hugsaði ég ekkert út í það í vikunni þegar ég var að undirbúa þennan leik.“ sagði Ejub. Guðjón Pétur: Sama uppskriftin og í síðasta leik„Þetta er bara sama uppskriftin og síðast. Við erum að spila vel en erum að gefa ódýr mörk,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Vals, svekktur að leikslokum í dag. „Það var ekki margt sem fór úrskeiðis, við þurfum bara að hætta að gefa þessi mörk og ég á von á því að við kippum þessu í lag og þá fara stigin að hrannast í hús.“ Guðjón hrósaði Ólsurum fyrir færanýtinguna. „Það vantaði bara endapunktinn í sóknarleikinn hjá okkur, það þarf að slípa það aðeins saman. Þeir eiga eitt skot í fyrri hálfleik eftir klaufaskap í varnarleiknum hjá okkur. Í raun man ég bara eftir tveimur skotum hjá þeim í þessum leik, þeir eru greinilega góðir í að nýta færin.“ William átti góðan leik inn á miðjunni hjá Ólsurum og átti stóran þátt í sigurmarkinu. „Hann er greinilega sprækur leikmaður en mér fannst þeir vera í meiri vandræðum með okkur. Við vorum að skapa færi fannst mér en við þurfum að klára færin betur og hætta að gefa frá okkur mörk.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Víkingur Ólafsvík fylgdi eftir góðum sigri á Blikum með 2-1 sigri á Val Ólafsvík í dag en Ólsarar eru ásamt Fjölnismönnum með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic sá um markaskorunina fyrir Ólsara í dag en Rolf Toft náði að jafna metin í fyrri hálfleik fyrir Val með fyrsta marki sínu fyrir félagið. Leikurinn var kaflaskiptur og hefðu Ólsarar átt að taka forskotið inn í hálfleikinn en Rolf Toft tókst gegn gangi leiksins að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Tokic náði að skora eina mark hálfleiksins og tryggja Ólsurum þrjú stig eftir fyrirgjöf Þórhalls Kára Knútssonar sem var öflugur á kantinum í dag í fyrsta heimaleik sínum sem leikmaður Víkings Ólafsvíkur.Af hverju vann Víkingur? Annan leikinn í röð tókst Ólsurum að halda haus gegn sterkum mótherja þegar þeir fengu á sig jöfnunarmark og að bæta við marki og stela sigrinum með öflugri skyndisókn um miðbik seinni hálfleiks. Bæði mörk liðsins komu eftir góða skyndisókn þar sem Tokic var skrefinu á undan varnarlínu Valsmanna. Víkingur Ólafsvík sótti stíft á bakverðina í fyrri hálfleik og áttu Bjarni Ólafur Eiríksson og Andri Fannar Stefánsson í stökustu vandræðum með hraða vængmenn Ólsara framan af. Það dró aðeins af þeim þegar líða tók á leikinn en þá fór Bjarni að taka meiri þátt í sóknarleiknum með misjöfnum árangri. Valsmenn sóttu í sig veðrið þegar líða tók á leikinn en sóknarleikur liðsins var flatur og gekk illa þegar aðrir leikmenn en Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson reyndu að láta til sín taka. Valsmenn gátu vel tekið stig úr þessum leik í dag en sofandiháttur í varnarleik liðsins kostaði liðið stigin þrjú annan leikinn í röð.Þessir stóðu upp úr Tokic skoraði bæði mörk Víkings í dag og fékk færin til að bæta við marki til viðbótar en hann fékk að lokum heiðursskiptingu stuttu fyrir leikslok sem maður leiksins. Valsmenn reyndu að trufla hann og brjóta á honum í upphafi en hann lét það ekki á sig hafa og steig upp með fyrstu mörkum sínum í Pepsi-deildinni. Á miðjunni lék William vel í nýrri stöðu eftir að hafa leikið áður á kantinum en hann vann vinnuna sína vel og var duglegur að hjálpa liðsfélögum sínum að brjóta upp sóknir Valsmanna. Þá átti hann frábæran sprett þar sem hann lék á fjóra varnarmenn Vals í sigurmarkinu. Í liði Valsmanna var Sigurður Egill manna sprækastur en sóknarleikur liðsins fór nánast eingöngu niður vinstri vænginn.Hvað gekk illa? Valsmenn áttu í erfiðleikum strax frá upphafsmínútunum í sóknarleiknum og náði Rolf Toft, framherji liðsins, engum takt í leiknum í dag þrátt fyrir að skora eina mark leiksins. Þá vantar liðinu meira frá leikmönnum eins og Kristni Inga Halldórssyni en Valsmenn sóttu lítið sem ekkert upp hægri kantinn í leiknum í dag. Voru Valsmenn líklegri til að bæta við marki á upphafsmínútum seinni hálfleiks en eftir annað mark Ólsara náðu Valsmenn ekki að ógna marki Víkings af neinu viti.Hvað gerist næst? Ólsarar fara með mikið sjálfstraust í farteskinu til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta ÍBV-liði sem var skellt aftur niður á jörðina með 0-2 tapi gegn Fjölni í gær. Ólsarar geta með sigri þar náð að jafna sigurfjölda liðsins frá því í Pepsi-deildinni 2013 þegar liðið vann aðeins þrjá leiki. Þorðu leikmenn né stuðningsmenn liðsins eflaust ekki að vona að liðið yrði með fullt hús stiga þegar kæmi að ferðinni til Vestmannaeyja. Valsmenn aftur á móti taka á móti Fylki á heimavelli og þrátt fyrir að mótið sé aðeins nýhafið er hægt að tala um að Valsmenn verði einfaldlega að taka stigin þrjú þar ef liðið ætlar sér að blanda sér í baráttuna um Evrópusætin. Ólafur: Förum grautfúlir heim með engin stig„Við förum grautfúlir heim með engin stig. Þetta var leikur sem gat dottið okkar megin.,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur að leikslokum í dag. „Auðvitað er það áhyggjuefni að við séum stigalausir eftir tvær umferðir og við þurfum að skoða þetta vandlega.“ Valsmönnum gekk illa að koma uppi spili í fyrri hálfleik en eftir jöfnunarmark Rolf Toft gekk liðinu betur að skapa sér færi. „Við náum illa að halda boltanum og við það slitnar svolítið upp úr spilinu hjá okkur. Eftir jöfnunarmarkið gekk betur að halda boltanum og skapa færin en þá fáum við mark í andlitið.“ Valsmenn urðu fyrir áföllum í dag þegar bæði fyrirliði liðsins, Haukur Páll Sigurðsson og markvörður liðsins Ingvar Þór Kale, meiddust. Ólafur vildi þó ekki kenna vellinum um meiðslin. „Völlurinn er frábær miðað við árstíma og Ólsararnir eiga hrós skilið fyrir það hversu vel hann lítur út,“ sagði Ólafur sem átti von á því að Ingvar yrði frá næstu vikurnar. Ejub: Hægt að tala um draumabyrjun„Það er hægt að segja að þetta sé draumabyrjun,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, glaðbeittur að lokum í dag. „Við áttum frábæran kafla í fyrri hálfleik eftir að hafa komist yfir og vorum einfaldlega óheppnir að bæta ekki við marki. Jöfnunarmarkið drap aðeins neistann okkar og Valsmenn voru sterkari næsta hálftímann,“ sagði Ejub hreinskilinn en hrósaði því að liðið skyldi ekki brotna eftir jöfnunarmarkið annan leikinn í röð. „Það er mjög jákvætt og ég minnti strákanna á það í hálfleik að missa ekki hausinn þrátt fyrir jöfnunarmarkið. Liðið spilaði heilt yfir mjög vel og við erum að ná að slípa okkur vel saman, sérstaklega varnarlega.“ Þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fyrsti á heimavelli en síðast þegar Ólsarar voru í deild þeirra bestu unnu þeir aðeins einn heimaleik og alls þrjá leiki á tímabilinu. „Það er alltaf erfitt að koma í fyrsta sinn upp í efstu deild og við þekkjum þetta betur í dag. Við erum með nokkra leikmenn sem þekkja þetta betur en síðast sem hafa spilað saman og þekkja betur hvað til þarf.“ Þetta var fyrsti heimaleikur Ólsara í Pepsi-deildinni frá 0-5 tapi gegn Val í lokaumferðinni 2013. „Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópunum og ef ég á að vera hreinskilinn þá hugsaði ég ekkert út í það í vikunni þegar ég var að undirbúa þennan leik.“ sagði Ejub. Guðjón Pétur: Sama uppskriftin og í síðasta leik„Þetta er bara sama uppskriftin og síðast. Við erum að spila vel en erum að gefa ódýr mörk,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Vals, svekktur að leikslokum í dag. „Það var ekki margt sem fór úrskeiðis, við þurfum bara að hætta að gefa þessi mörk og ég á von á því að við kippum þessu í lag og þá fara stigin að hrannast í hús.“ Guðjón hrósaði Ólsurum fyrir færanýtinguna. „Það vantaði bara endapunktinn í sóknarleikinn hjá okkur, það þarf að slípa það aðeins saman. Þeir eiga eitt skot í fyrri hálfleik eftir klaufaskap í varnarleiknum hjá okkur. Í raun man ég bara eftir tveimur skotum hjá þeim í þessum leik, þeir eru greinilega góðir í að nýta færin.“ William átti góðan leik inn á miðjunni hjá Ólsurum og átti stóran þátt í sigurmarkinu. „Hann er greinilega sprækur leikmaður en mér fannst þeir vera í meiri vandræðum með okkur. Við vorum að skapa færi fannst mér en við þurfum að klára færin betur og hætta að gefa frá okkur mörk.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira