Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 80-87 | Fimmti sigur Stólanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2016 21:30 Pétur Rúnar Birgisson skoraði 11 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Vísir/Ernir Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti