Valdís Þóra byrjaði á skramba en er samt í 15. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 18:21 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira