Manchester er blá | Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 18:30 Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar. City-menn réðu lögum og lofum á heimavelli erkióvinanna í dag og áttu sigurinn að lokum fyllilega skilið. United skapaði afskaplega lítið og saknaði liðið Frakkans Paul Pogba mikið á miðjunni, en hann var í leikbanni. Gestirnir í bláu skoruðu fyrsta mark leiksins á 43. mínútu eftir að hornspyrna Kevin de Bruyne féll fyrir David Silva í teignum. Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna, en Marcus Rashford nýtti sér mistök Fabian Delph í vörn City. Snemma í seinni hálfleik komst City aftur yfir. Romelu Lukaku hreinsaði aukaspyrnu Silva í bakið á Chris Smalling og boltinn datt fyrir Nicolas Otamendi sem skoraði framhjá David de Gea í marki United. City er nú komið með aðra hendi á Englandsmeistaratitilinn, taplausir með ellefu stiga forystu á toppnum og liðið sem flestir héldu ætti mestan möguleika á að stoppa City átti ekki roð í bláu nágranna sína. Enski boltinn
Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar. City-menn réðu lögum og lofum á heimavelli erkióvinanna í dag og áttu sigurinn að lokum fyllilega skilið. United skapaði afskaplega lítið og saknaði liðið Frakkans Paul Pogba mikið á miðjunni, en hann var í leikbanni. Gestirnir í bláu skoruðu fyrsta mark leiksins á 43. mínútu eftir að hornspyrna Kevin de Bruyne féll fyrir David Silva í teignum. Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna, en Marcus Rashford nýtti sér mistök Fabian Delph í vörn City. Snemma í seinni hálfleik komst City aftur yfir. Romelu Lukaku hreinsaði aukaspyrnu Silva í bakið á Chris Smalling og boltinn datt fyrir Nicolas Otamendi sem skoraði framhjá David de Gea í marki United. City er nú komið með aðra hendi á Englandsmeistaratitilinn, taplausir með ellefu stiga forystu á toppnum og liðið sem flestir héldu ætti mestan möguleika á að stoppa City átti ekki roð í bláu nágranna sína.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti