Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:00 Miklar væntingar voru gerðar til Guðrúnar Ósk hjá Stjörnunni en hún náði aðeins tveimur leikjum með liðinu. vísir/ernir Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport Eddie Jordan látinn Formúla 1 „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir
Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport Eddie Jordan látinn Formúla 1 „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjá meira