Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2019 21:45 Helgi Valur kom Fylki í 2-1 þegar fjórar mínútur voru eftir. Vísir/Daníel Fylkir lyfti sér upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 3-1 sigri á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar og á enn tölfræðilega möguleika á að falla. Fylkismenn voru lengst af sterkari aðilinn og sigur þeirra var sanngjarn. Hákon Ingi Jónsson, Helgi Valur Daníelsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Árbæinga en Óttar Magnús Karlsson mark Víkinga. Fylkir náði forystunni á 10. mínútu. Geoffrey Castillion setti boltann út á Daða Ólafsson sem sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann á kollinn á Hákon Inga sem skoraði með frábærum skalla í fjærhornið. Fylkismenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu góð færi til að auka forystuna. Castillion skaut yfir úr dauðafæri skömmu eftir mark Hákons sem átti einnig skot framhjá. Birkir Eyþórsson, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, setti boltann svo rétt framhjá úr upplögðu færi. Í upphafi seinni hálfleiks varði Þórður Ingason síðan frá Castillion úr dauðafæri. Á 56. mínútu jöfnuðu Víkingar þvert gegn gangi leiksins. Óttar Magnús kom þá boltanum í netið eftir barning í vítateig Fylkis. Gestirnir færðust í aukana eftir jöfnunarmarkið og fengu tvö dauðafæri í sömu sókninni á 69. mínútu. Fyrst varði Stefán Logi Magnússon frá Örvari Eggertssyni og Logi Tómasson skaut svo rétt framhjá. Á 86. mínútu kom Helgi Valur Fylki yfir með skalla eftir hornspyrnu varamannsins Sams Hewson. Þetta var fjórða mark Helga Vals í sumar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sendi Valdimar Þór Ingimundarson á varamanninn Emil Ásmundsson sem skoraði með góðu skoti úr þröngu færi. Lokatölur 3-1, Fylki í vil.Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu átt að vera 2-3 mörkum yfir að honum loknum. Þeir voru minna með boltann en gerðu miklu meira við hann en Víkingar. Þegar Fylkir sótti, sótti liðið af krafti og átti margar laglegar sóknir. Eftir jöfnunarmark Óttars kom betri taktur í Víkingsliðið og þeir fengu tvö góð færi eins og áður sagði. En Fylkismenn stigu aftur á bensíngjöfina undir lok leiks og varamennirnir hleyptu nýju lífi í leik þeirra. Helgi Valur kom Árbæingum aftur yfir og Emil kláraði svo dæmið.Hverjir stóðu upp úr? Castillion fór illa með færin sín en spilaði mjög vel þess fyrir utan, eins og hann hefur gert í síðustu leikjum. Hollendingurinn hélt boltanum vel og var ógnandi. Helgi Valur var drjúgur á miðjunni og skoraði mikilvægt mark þegar hann kom Fylki í 2-1. Andrés Már Jóhannesson átti líka einn sinn besta leik í sumar. Ágúst Eðvald Hlynsson var líflegastur Víkinga í leiknum þótt ákvarðataka hans hafi ekki verið upp á tíu.Hvað gekk illa? Víkingar voru slakir allt fram að jöfnunarmarki Óttars. Það var lítill taktur í leik þeirra og þeim gekk illa að ná upp spili. Vörnin var svo óörugg og gestirnir voru heppnir að lenda ekki meira en einu marki undir. Halldór Smári Sigurðsson virkaði frekar ryðgaður og hefur oft leikið betur en í kvöld. Atli Hrafn Andrason sást líka lítið og var tekinn af velli í hálfleik.Hvað gerist næst? Bæði lið leika sína síðustu heimaleiki á tímabilinu um næstu helgi. Fylkismenn fá Stjörnumenn í heimsókn á meðan Víkingar taka á móti KA-mönnum. Með sigri á Stjörnunni kemst Fylkir upp í 4. sæti deildarinnar.Helgi: Hrikalega stoltur af strákunum Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jöfnuðu en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni. Verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum.Arnar: Verðum að nýta meðbyrinn „Þetta var fínasti leikur og það var mikið um færi á báða bóga. Saga leiksins var að við fengum boltann og ef við gerðum ekki mistök fengum við færi. En ef við gerðum mistök fengu þeir færi. Þeir voru þéttir og spiluðu flottan varnarbolta. Þeir eru með sterka framherja og nýttu sér mistök okkar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „En ég var ánægður með mína menn. Þeir lögðu sig fram. Það voru margir ungir strákar inn á sem hafa fengið sína eldskírn í sumar og þeir stóðu sig vel. Þetta var fínasti leikur.“ Fylkir var yfir í hálfleik en Óttar Magnús Karlsson jafnaði á 56. mínútu. Eftir það kom besti kafli Fylkismanna í leiknum. „Við vorum helvíti öflugir fyrsta hálftímann í seinni hálfleik. Svo fengum við á okkur mark og lentum 2-1 undir og þá lögðum við alla áherslu á að jafna. Þetta var skemmtilegur leikur en bæði lið voru frekar mistæk. Þeir lögðu mikla áherslu á varnarbolta. Við vorum mikið með boltann og þeir fengu færi þegar við misstum hann á hættulegum stöðum,“ sagði Arnar. Á laugardaginn varð Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár. Arnar segir mikilvægt að fylgja því eftir og enda tímabilið vel. „Við verðum að nýta meðbyrinn og klára þessa tvo leiki sem eftir eru með sæmd. Vonandi verða menn ekki saddir út af bikarsigrinum og enda svo í 8. sæti. Það væri skítt,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla
Fylkir lyfti sér upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 3-1 sigri á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar og á enn tölfræðilega möguleika á að falla. Fylkismenn voru lengst af sterkari aðilinn og sigur þeirra var sanngjarn. Hákon Ingi Jónsson, Helgi Valur Daníelsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Árbæinga en Óttar Magnús Karlsson mark Víkinga. Fylkir náði forystunni á 10. mínútu. Geoffrey Castillion setti boltann út á Daða Ólafsson sem sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann á kollinn á Hákon Inga sem skoraði með frábærum skalla í fjærhornið. Fylkismenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu góð færi til að auka forystuna. Castillion skaut yfir úr dauðafæri skömmu eftir mark Hákons sem átti einnig skot framhjá. Birkir Eyþórsson, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, setti boltann svo rétt framhjá úr upplögðu færi. Í upphafi seinni hálfleiks varði Þórður Ingason síðan frá Castillion úr dauðafæri. Á 56. mínútu jöfnuðu Víkingar þvert gegn gangi leiksins. Óttar Magnús kom þá boltanum í netið eftir barning í vítateig Fylkis. Gestirnir færðust í aukana eftir jöfnunarmarkið og fengu tvö dauðafæri í sömu sókninni á 69. mínútu. Fyrst varði Stefán Logi Magnússon frá Örvari Eggertssyni og Logi Tómasson skaut svo rétt framhjá. Á 86. mínútu kom Helgi Valur Fylki yfir með skalla eftir hornspyrnu varamannsins Sams Hewson. Þetta var fjórða mark Helga Vals í sumar. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sendi Valdimar Þór Ingimundarson á varamanninn Emil Ásmundsson sem skoraði með góðu skoti úr þröngu færi. Lokatölur 3-1, Fylki í vil.Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu átt að vera 2-3 mörkum yfir að honum loknum. Þeir voru minna með boltann en gerðu miklu meira við hann en Víkingar. Þegar Fylkir sótti, sótti liðið af krafti og átti margar laglegar sóknir. Eftir jöfnunarmark Óttars kom betri taktur í Víkingsliðið og þeir fengu tvö góð færi eins og áður sagði. En Fylkismenn stigu aftur á bensíngjöfina undir lok leiks og varamennirnir hleyptu nýju lífi í leik þeirra. Helgi Valur kom Árbæingum aftur yfir og Emil kláraði svo dæmið.Hverjir stóðu upp úr? Castillion fór illa með færin sín en spilaði mjög vel þess fyrir utan, eins og hann hefur gert í síðustu leikjum. Hollendingurinn hélt boltanum vel og var ógnandi. Helgi Valur var drjúgur á miðjunni og skoraði mikilvægt mark þegar hann kom Fylki í 2-1. Andrés Már Jóhannesson átti líka einn sinn besta leik í sumar. Ágúst Eðvald Hlynsson var líflegastur Víkinga í leiknum þótt ákvarðataka hans hafi ekki verið upp á tíu.Hvað gekk illa? Víkingar voru slakir allt fram að jöfnunarmarki Óttars. Það var lítill taktur í leik þeirra og þeim gekk illa að ná upp spili. Vörnin var svo óörugg og gestirnir voru heppnir að lenda ekki meira en einu marki undir. Halldór Smári Sigurðsson virkaði frekar ryðgaður og hefur oft leikið betur en í kvöld. Atli Hrafn Andrason sást líka lítið og var tekinn af velli í hálfleik.Hvað gerist næst? Bæði lið leika sína síðustu heimaleiki á tímabilinu um næstu helgi. Fylkismenn fá Stjörnumenn í heimsókn á meðan Víkingar taka á móti KA-mönnum. Með sigri á Stjörnunni kemst Fylkir upp í 4. sæti deildarinnar.Helgi: Hrikalega stoltur af strákunum Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jöfnuðu en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni. Verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum.Arnar: Verðum að nýta meðbyrinn „Þetta var fínasti leikur og það var mikið um færi á báða bóga. Saga leiksins var að við fengum boltann og ef við gerðum ekki mistök fengum við færi. En ef við gerðum mistök fengu þeir færi. Þeir voru þéttir og spiluðu flottan varnarbolta. Þeir eru með sterka framherja og nýttu sér mistök okkar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „En ég var ánægður með mína menn. Þeir lögðu sig fram. Það voru margir ungir strákar inn á sem hafa fengið sína eldskírn í sumar og þeir stóðu sig vel. Þetta var fínasti leikur.“ Fylkir var yfir í hálfleik en Óttar Magnús Karlsson jafnaði á 56. mínútu. Eftir það kom besti kafli Fylkismanna í leiknum. „Við vorum helvíti öflugir fyrsta hálftímann í seinni hálfleik. Svo fengum við á okkur mark og lentum 2-1 undir og þá lögðum við alla áherslu á að jafna. Þetta var skemmtilegur leikur en bæði lið voru frekar mistæk. Þeir lögðu mikla áherslu á varnarbolta. Við vorum mikið með boltann og þeir fengu færi þegar við misstum hann á hættulegum stöðum,“ sagði Arnar. Á laugardaginn varð Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár. Arnar segir mikilvægt að fylgja því eftir og enda tímabilið vel. „Við verðum að nýta meðbyrinn og klára þessa tvo leiki sem eftir eru með sæmd. Vonandi verða menn ekki saddir út af bikarsigrinum og enda svo í 8. sæti. Það væri skítt,“ sagði Arnar að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti