Fréttir

Heimila íshellaferðir á ný

Íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði verða leyfðar á ný frá og með morgundeginum að uppfylltum nýjum öryggiskröfum. Hlé var gert á slíkum ferðum eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann í slíkri ferð í sumar.

Innlent

Ey­vindur settur landsréttardómari

Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Innlent

Nýtt björgunar­skip komið til landsins

Björg, nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var hífð frá borði Brúarfoss, skipi Eimskipafélagsins í Sundahöfn í um hádegi í dag. Björg mun leysa af hólmi skip með sama nafni á Rifi á Snæfellsnesi, sem er orðið 38 ára gamalt.

Innlent

Saka rúss­neskan flug­mann um „ófagmannlega“ hegðun

Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær.

Erlent

„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu

Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar.

Erlent

Lilja í upp­á­haldi eftir að hún húðskammaði Arnar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent

Vita ekki hvernig Rússar skil­greina gildi sín

Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín.

Innlent

Tveir teknir með þýfi á leið í Nor­rænu

Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Innlent

Fundur sem ræður úr­slitum hafinn

Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum.

Innlent

Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta

Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar.

Innlent

Hámhorfa Netflix og hanga í síma en gleyma börnunum

Móðir þriggja barna átta ára og yngri segir foreldra verða að fræða sig um uppeldi barna og skólastarf. Hafi þeir tíma til að hámhorfa hverja Netflix-seríuna á fætur annarri þá sé sannarlega tími til að sinna börnunum. Skólastjóri minnir á að hegðunarvandamál barna sé á ábyrgð foreldra þó dæmi séu um að reynt sé að koma þeim á þungar herðar kennara.

Innlent

Mjúkt vald Ís­lands út um allan heim

Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að.

Innlent

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent

Auður mjög tíma­bundið settur for­stjóri

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur sett Auði H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Innlent

Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skipti­lykli

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli.

Innlent

Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla.

Innlent

Hvernig þing­menn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?

Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13.

Innlent

Helga Mogensen látin

Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri.

Innlent

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent

Fyrsti sigur hægri­öfga­flokks frá seinna stríði

Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn.

Erlent