Fréttir Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 9.12.2024 15:52 Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Erlent 9.12.2024 15:30 Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður sinni um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl. Innlent 9.12.2024 15:27 Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. Innlent 9.12.2024 15:01 Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Erlent 9.12.2024 14:50 Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. Innlent 9.12.2024 14:45 Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Erlent 9.12.2024 14:32 Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Innlent 9.12.2024 14:04 Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Innlent 9.12.2024 13:51 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Erlent 9.12.2024 13:44 Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Innlent 9.12.2024 13:24 Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Innlent 9.12.2024 13:05 Vinnuhópar funda eftir hádegi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram nú fyrir hádegi. Eftir hádegi munu vinnuhópar á vegum flokkanna funda um einstök málefni. Innlent 9.12.2024 12:35 Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Viðgerð er lokið á ljósleiðarastrengnum sem tengir Skagaströnd við netið. Viðgerð lauk nokkrum klukkustundum á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að henni myndi ljúka um klukkan þrjú en henni lauk rétt fyrir klukkan eitt. Strengurinn fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná. Innlent 9.12.2024 11:44 Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Veðurstofan bíður nú færis til að geta kannað með drónaflugi hvort að eldgosinu sé lokið. Flogið verður með dróna yfir svæðið í dag til að staðfesta. Innlent 9.12.2024 11:40 Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa síðustu daga. Innlent 9.12.2024 11:23 Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. Erlent 9.12.2024 11:13 Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Innlent 9.12.2024 10:16 Úthluta þingsætum á morgun Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. Innlent 9.12.2024 10:02 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Erlent 9.12.2024 09:43 Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. Erlent 9.12.2024 08:53 Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Nóttin var fremur róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir leiðindaveður og vatnavexti. Innlent 9.12.2024 07:54 Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Rafmagnsnotendur í Vík og í Mýrdalnum öllum hafa verið beðnir um að fara sparlega með rafmagnið, en RARIK vinnur nú að því að koma rafmagni á svæðið eftir að bilun varð í aðveitustöð. Innlent 9.12.2024 07:39 Netlaust á Skagaströnd eftir slit Slit hefur orðið á stofnljósleiðarastreng á Skagaströnd og verður því netlaust þar næstu klukkutímana. Innlent 9.12.2024 07:35 Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Lægðir á Grænlandssundi og hæð yfir Skotlandi stýra veðrinu í da gen draga mun úr vindi og úrkomu með morgninum. Veður 9.12.2024 07:12 Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9.12.2024 07:02 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. Erlent 9.12.2024 06:58 Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Einn var fluttur á slysadeild nú í morgunsárið þegar bílslys varð á Höfðabakkabrú í Reykjavík. Innlent 9.12.2024 06:40 Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Erlent 9.12.2024 06:34 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 23:38 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 9.12.2024 15:52
Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Erlent 9.12.2024 15:30
Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður sinni um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl. Innlent 9.12.2024 15:27
Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. Innlent 9.12.2024 15:01
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Erlent 9.12.2024 14:50
Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. Innlent 9.12.2024 14:45
Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Erlent 9.12.2024 14:32
Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Innlent 9.12.2024 14:04
Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Innlent 9.12.2024 13:51
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Erlent 9.12.2024 13:44
Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Innlent 9.12.2024 13:24
Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Innlent 9.12.2024 13:05
Vinnuhópar funda eftir hádegi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram nú fyrir hádegi. Eftir hádegi munu vinnuhópar á vegum flokkanna funda um einstök málefni. Innlent 9.12.2024 12:35
Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Viðgerð er lokið á ljósleiðarastrengnum sem tengir Skagaströnd við netið. Viðgerð lauk nokkrum klukkustundum á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að henni myndi ljúka um klukkan þrjú en henni lauk rétt fyrir klukkan eitt. Strengurinn fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná. Innlent 9.12.2024 11:44
Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Veðurstofan bíður nú færis til að geta kannað með drónaflugi hvort að eldgosinu sé lokið. Flogið verður með dróna yfir svæðið í dag til að staðfesta. Innlent 9.12.2024 11:40
Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa síðustu daga. Innlent 9.12.2024 11:23
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. Erlent 9.12.2024 11:13
Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Innlent 9.12.2024 10:16
Úthluta þingsætum á morgun Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. Innlent 9.12.2024 10:02
Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Erlent 9.12.2024 09:43
Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi. Erlent 9.12.2024 08:53
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Nóttin var fremur róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir leiðindaveður og vatnavexti. Innlent 9.12.2024 07:54
Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Rafmagnsnotendur í Vík og í Mýrdalnum öllum hafa verið beðnir um að fara sparlega með rafmagnið, en RARIK vinnur nú að því að koma rafmagni á svæðið eftir að bilun varð í aðveitustöð. Innlent 9.12.2024 07:39
Netlaust á Skagaströnd eftir slit Slit hefur orðið á stofnljósleiðarastreng á Skagaströnd og verður því netlaust þar næstu klukkutímana. Innlent 9.12.2024 07:35
Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Lægðir á Grænlandssundi og hæð yfir Skotlandi stýra veðrinu í da gen draga mun úr vindi og úrkomu með morgninum. Veður 9.12.2024 07:12
Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9.12.2024 07:02
Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. Erlent 9.12.2024 06:58
Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Einn var fluttur á slysadeild nú í morgunsárið þegar bílslys varð á Höfðabakkabrú í Reykjavík. Innlent 9.12.2024 06:40
Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Erlent 9.12.2024 06:34
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 23:38