Fréttir Mikill viðbúnaður vegna bráðra veikinda Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Innlent 20.5.2024 12:00 Ósk um handtökuheimild og deilur um Erfðagreiningu Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur óskað eftir handtökuheimild á hendur Benjamín Nethanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoan Gallant, varnarmálaráðherra landsins á grundvelli saka um stríðsglæpi. Dómstóllinn vill einnig handtaka þrjá leiðtoga Hamas samtakanna. Innlent 20.5.2024 11:53 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Innlent 20.5.2024 11:22 Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 11:20 Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Erlent 20.5.2024 10:09 Vindur talsvert hægari en í gær Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu. Veður 20.5.2024 08:18 Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. Innlent 20.5.2024 08:01 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47 Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55 Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25 Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31 Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09 Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Innlent 19.5.2024 21:04 Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19.5.2024 19:18 Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21 Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55 Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Innlent 19.5.2024 17:06 „Fólk er bara að bíða“ Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 14:16 Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56 Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Innlent 19.5.2024 13:31 Lægð yfir landinu og snjókoma fyrir norðan Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan. Innlent 19.5.2024 13:18 Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. Innlent 19.5.2024 12:25 Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 11:45 Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. Innlent 19.5.2024 11:25 Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20 Forsetakosningar, mansal og samningar Reykjavíkur við olíufélögin Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 19.5.2024 09:53 Segir Helgu fara með rangt mál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Innlent 19.5.2024 09:44 Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 19.5.2024 09:42 Gular viðvaranir víðs vegar um landið Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag. Veður 19.5.2024 09:03 Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
Mikill viðbúnaður vegna bráðra veikinda Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Innlent 20.5.2024 12:00
Ósk um handtökuheimild og deilur um Erfðagreiningu Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur óskað eftir handtökuheimild á hendur Benjamín Nethanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoan Gallant, varnarmálaráðherra landsins á grundvelli saka um stríðsglæpi. Dómstóllinn vill einnig handtaka þrjá leiðtoga Hamas samtakanna. Innlent 20.5.2024 11:53
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Innlent 20.5.2024 11:22
Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Erlent 20.5.2024 11:20
Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Erlent 20.5.2024 10:09
Vindur talsvert hægari en í gær Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu. Veður 20.5.2024 08:18
Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. Innlent 20.5.2024 08:01
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. Erlent 20.5.2024 06:47
Leitin enn ekki borið árangur Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina. Erlent 19.5.2024 23:55
Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dóná Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. Erlent 19.5.2024 22:25
Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. Erlent 19.5.2024 21:09
Glæsilegt fuglasafn í veiðihúsinu við Hítará Eitt glæsilegasta fuglasafn landsins í einkaeigu er í veiðihúsinu við Hítará á Mýrum í Borgarbyggð, en þar má sjá fjölbreytt úrval af allskonar uppstoppuðum fuglum, meðal annars Geirfugl. Innlent 19.5.2024 21:04
Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19.5.2024 19:18
Óttast um afdrif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 19.5.2024 18:21
Óljóst hvort þyrlan sé fundin Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Erlent 19.5.2024 17:55
Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Innlent 19.5.2024 17:06
„Fólk er bara að bíða“ Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 14:16
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. Erlent 19.5.2024 13:56
Tveir prestar og tveir djáknar vígðir í Skálholti Það verður hátíðarstund í Skálholtsdómkirkju á morgun, annan í hvítasunnu en þá verða vígðir tveir prestar og tveir djáknar. Vígsluvottar verða tíu prestar og djáknar. Vígslumessan er opin öllum. Innlent 19.5.2024 13:31
Lægð yfir landinu og snjókoma fyrir norðan Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan. Innlent 19.5.2024 13:18
Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. Innlent 19.5.2024 12:25
Aukin skjálftavirkni og erjur um Erfðagreiningu Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta. Innlent 19.5.2024 11:45
Örlítil aukning í skjálftavirkni undir Svartsengi Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær. Innlent 19.5.2024 11:25
Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20
Forsetakosningar, mansal og samningar Reykjavíkur við olíufélögin Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 19.5.2024 09:53
Segir Helgu fara með rangt mál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Innlent 19.5.2024 09:44
Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. Innlent 19.5.2024 09:42
Gular viðvaranir víðs vegar um landið Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag. Veður 19.5.2024 09:03
Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Erlent 19.5.2024 08:36