Fréttir

Ingvar ráðinn slökkvi­liðs­stjóri

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október síðastliðinn.

Innlent

Villi Valli fallinn frá

Villi Valli – Vilberg Valdal Vilbergsson, nikkari og rakari er fallinn frá. Hann náði 94 ára aldri. Villi Valli var alla sína tíð mikilvægur þáttur í tónlistarlífi Vestfjarða.

Innlent

„Enginn mót­mælenda ógnaði lög­reglu­mönnum eða réðist að þeim“

Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi.

Innlent

Lætur reyna á minningargreinamálið

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar.

Innlent

Bætir smám saman í vind

Dálítill hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru vindar því hægir og úrkoma lítil. Suður og suðaustur af Hvarfi er þó alldjúpt lægðasvæði, sem nálgast og bætir því smám saman í vind.

Veður

Flestir treysta Krist­rúnu fyrir efna­hagnum

Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi.

Innlent

Trump velur starfs­manna­stjóra úr innstu röðum

Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan.

Erlent

Spennu­þrungin bar­átta um fulltrúadeildina

Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi.

Erlent

Þrír hand­teknir vegna dauða Liam Payne

Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð.

Erlent

Á enn eftir að hvessa meira á Norðaustur­landi

Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi.

Veður

Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla

Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. 

Erlent

Fundu ellefu lík í yfir­gefnum pallbíll

Lögregluþjónar í Guerrero-fylki í Mexíkó fundu í gær ellefu lík sem skilin höfðu verið eftir í pallbíl við hraðbraut í gegnum Chilpancingo, höfuðborg fylkisins. Tvö börn eru meðal hinna látnu en talið er að fólkið hafi verið myrt.

Erlent

Píratar vilja stofnun til að rann­saka spillingu á Ís­landi

Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Innlent

Reynir tapar minningar­greina­máli aftur

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu.

Innlent

Flokkar í út­rýmingar­hættu, smánarlaun og tónlistarveisla

Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga samkvæmt nýrri könnun Maskínu og Viðreisn á miklu flugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rýnt í spennandi stöðu í pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent

Við­ræður hafnar um kaup á Perlunni, Topp­stöðinni og 125 bíla­stæðum

Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu.

Innlent

Píratar stefna á stjórnar­sam­starf án Sjálf­stæðis­flokksins

Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Innlent

Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs

Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. 

Innlent

Bóta­skylda FS vegna E.coli veikinda viður­kennd

Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra.

Innlent

Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til

Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós.

Innlent