Fréttir

Á­stand barnanna í Anne­cy sagt vera stöðugt

Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna.

Erlent

Sunnan kaldi og víða rigning

Skil mjakast nú austur yfir landið og má reikna með sunnan og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og víða rigningu eða súld. Það dregur þó úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum og er gert ráð fyrir dálitlum skúrum þar eftir hádegi.

Veður

Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig

Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir.

Innlent

Trump ákærður vegna leyniskjala

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti.

Erlent

Ein­kunna­gjöfinni fylgi nú meira streita

Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. 

Innlent

Yana mótmælir ein í rigningunni innrás Rússa í heimalandið

Á sama tíma og nokkrir þingmenn koma í veg fyrir áframhaldandi undanþágur á tollum á innfluttum kjúklingi frá Úkraínu, stendur Yana Hryshko frá Kyiv héraði alein í rigningunni og mótmælir fyrir utan ræðisskrifstofu Rússlands við Túngötu. Hún óskar þess heitast að stríðinu ljúki og hún komist aftur heim.

Innlent

Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu

Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna.

Innlent

Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað

BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum.

Innlent

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu

Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Erlent

Dómur yfir Snapchat-perranum stað­festur

Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. 

Innlent

Einn bók­stafur notaður til að fleyta rjómann af nem­enda­hópnum

Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum.

Innlent

Fékk blóð­nasir af á­lagi eftir að hafa séð til­boð borgarinnar

Kona sem átt hefur í lögfræðideilu við Reykjavíkurborg í áratug vegna svokallaðs „Shaken baby“-máls segir mikinn létti að geta lokið málinu. Borgarráð samþykkti í dag samkomulag hennar við borgina um tugmilljóna króna bætur. Hún segir fyrsta tilboð borgarinnar um bætur hafa verið svívirðilegt. 

Innlent