Fréttir

Aftur raf­magns­laust á Kúbu

Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á.

Erlent

Alma vill leiða Sam­fylkinguna í Kraganum

Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 

Innlent

Nektar­myndir gerðar ó­skýrar sjálf­krafa á Instagram

Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda.

Innlent

Vendingar í pólitíkinni og á­hrif frestunar bankasölu á markaðinn

Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum.

Innlent

Guð­mundur Árni hættur við og styður Ölmu

Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu.

Innlent

Bilun í bruna­boða á Kefla­víkur­flug­velli

Bilun var í brunaboða á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfi að rýma hluta flugvallarins í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Heimissyni varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja varði hún í aðeins stutta stund.

Innlent

Þór­dís svarar gagn­rýni vegna hús­næðis­styrks

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt.

Innlent

Sér ekki á svörtu hjá „hinum út­valda“

„Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni.

Erlent

„Hann tók al­gjör­lega völdin yfir lífi mínu“

Aþena Sól Magnúsdóttir var einungis sautján ára gömul og djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu þegar hún tók upp samband við dæmdan ofbeldismann sem á þeim tíma var á skilorði vegna fyrri brota. Sambandið einkenndist af hrottalegu ofbeldi og átti eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. 

Innlent

Tveir á slysa­deild í kjöl­far bruna á Stuðlum

Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu.

Innlent

Rigning og súld í dag

Lægð yfir Vesturlandi veldur suðlægum áttum á landinu í dag. Lægðin fer hægt norður og grynnist. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að hún fari svo í norðaustanátt fram eftir degi. Það verður því rigning og súld í dag en bjart með köflum á Norðausturlandi. Hiti verður líklega á bilinu 2 til 8 stig.

Veður

Nokkrir for­eldrar sóttu börn á lög­reglu­stöð

Þrír gistu í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn þeirra hafði verið til vandræða í hverfi 105 en hinir tveir í miðbæ. Annar sló mann í andlitið með glasi og hinn var til vandræða fyrir utan skemmtistað.

Innlent

Þiggja milljónir í hús­næðis­styrk þótt þau búi ná­lægt Al­þingi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir.

Innlent

Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hvera­gerði

Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum.

Innlent

Ó­vænt og taktískt út­spil Sigurðar Inga

Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn.

Innlent

Vill leiða Við­reisn í Suðurkjördæmi

Jasmina Vajzovic Crnac hefur gefið kost á sér í efsta sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Jasmina er stjórnmálafræðingur að mennt, og er eigandi IZO ráðgjafar sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki.

Innlent