Enski boltinn

Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hug­myndir

Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham og virtist ætla að vinna en fékk tvö mörk á sig mjög seint og tapaði leiknum. 1-2 lokaniðurstaða á Stamford Bridge. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool í efsta sætinu en Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum.

Enski boltinn

Sáu ekki til sólar en unnu samt

Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli.

Enski boltinn

Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum

Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Everton á Etihad í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafrí. Heimamenn komust yfir og fengu síðan tækifæri snemma seinni hálfleiks til að vinna leikinn, en Erling Haaland brenndi víti.

Enski boltinn

Látnir gista líka á æfinga­svæðinu

Ekki nóg með að leikmenn Manchester City voru kallaðir til æfinga í gær, jóladag, þegar þeir eru vanir að vera í fríi þá fengu þeir heldur ekki að fara heim eftir æfinguna. Allir leikmenn liðsins sem taka þátt í leiknum gegn Everton á eftir gistu á æfingasvæðinu í nótt.

Enski boltinn

Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar

Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil.

Enski boltinn

Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna

Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana.

Enski boltinn

„Allt er svo erfitt“

„Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford.

Enski boltinn

Látnir æfa á jóla­dag

Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði.

Enski boltinn

Arsenal valtaði yfir Crystal Palace

Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum.

Enski boltinn