Veiði Tungufljótið að lifna við Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. Veiði 20.8.2011 21:47 Risalax á sveimi í Kjósinni Sannkallaður ofurlax hefur sést á sveimi í Laxá í Kjós og gaman væri ef að einhver næði að setja í dýrið þannig að línur skýrist með þyngd þess! Veiði 19.8.2011 16:01 Munið eftir vestunum Þeir veiðimenn sem huga að ferð í Sogið þennan síðasta mánuð veiðitímans eru hvattir til þess að nota björgunarvestin undantekningalaust. Veiði 19.8.2011 15:45 Hver er besta haustflugan í laxinn? Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli. Veiði 19.8.2011 10:43 Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nú liggja fyrir tölur frá Landsambandi Veiðifélaga á vefnum www.angling.is og staðan er að breytast hratt á þessum vikum þar sem Rangárnar eru að koma sterkar inn. Það veiddust yfir 1200 laxar í þeim í þar síðustu viku og staðan núna er mjög svipuð. Veiði 18.8.2011 21:17 Ytri Rangá í góðum gír Ytri Rangá heldur áfram að gefa vel. Morgunvaktin í gær gaf 48 laxa en aflatölur dagsins enduðu í 72 lönduðum. Svæði eitt, fjögur, sex og sjö eru öll að gefa vel en annars er að veiðast á öllum svæðum þó þessi séu að gefa mest. Sem fyrr eru Sunray shadow, Collie dog, Bizmo og Snældur að gefa vel en það er nú oft þannig að menn nota það sem stendur fyrir í veiðibókinni. Mikið af laxinum var ný gengin því en lax að ganga í Ytri Rangá. Veiði 18.8.2011 14:04 Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Veiði 18.8.2011 13:59 Fréttir úr Djúpinu Langadalsá er kominn uppí 184 laxa. Við heyrðum í Sigga veiðiverði og voru veiðimenn sem kláruðu í morgun að setja í lúsuga laxa og var mikið af nýjum laxi undir neðstu brúnni. Af nágranna hennar Laugardalsá er það að frétta að hún er kominn uppí 165 laxa það sem af er sumri. Veiði 18.8.2011 06:12 Laxá í Dölum að hrökkva í gang Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart. Veiði 17.8.2011 15:43 Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins. Veiði 17.8.2011 15:35 Loksins fréttir úr Setbergsá Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn. Veiði 17.8.2011 15:27 97 sm hængur úr Svalbarðsá Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær. Veiði 17.8.2011 12:34 Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni. Veiði 17.8.2011 11:31 Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Veiði 17.8.2011 10:00 Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum SVFR Úr Elliðaánum voru í hádeginu komnir 1009 laxar. Sogið er í góðu formi á meðan að Laxá í Dölum veldur veiðimönnum verulegum áhyggjum. Veiði 16.8.2011 16:42 Laus veiðileyfi á næstunni Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar og eru að skoða í kringum sig eftir veiðileyfum ættu ekki að örvænta strax því það eru dagar lausir á stangli hér og þar og víða má ennþá gera frábæra veiði fyrir sanngjarnt verð á leyfum. Veiði 16.8.2011 13:34 Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar. Veiði 16.8.2011 10:08 Góður morgun í Víðidalnum í gær Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun. Veiði 16.8.2011 09:43 Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars. Veiði 16.8.2011 09:39 1.279 laxar úr Rangánum á viku Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum. Veiði 15.8.2011 16:02 Á að seinka opnun í gæsaveiðinni? Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún. Veiði 15.8.2011 15:13 Hull skotin á sama verði og í fyrra Vesturröst hefur fengið Ensku Hull skotin vinsælu, í gæsa skotum og leirdúfuskotum og er þau á sama verði og í fyrra sem þykir gott í dag. Veiðimenn hafa alveg fundið fyrir því að skot hafa hækkað mikið frá 2008 þannig að það er fagnaðarefni að finna skot í dag sem hafa meira og minna verið á sama verði í 3 ár. Veiði 15.8.2011 15:07 Meðalár í Andakílsá Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár. Veiði 15.8.2011 15:05 Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Veiði 15.8.2011 15:03 Heitar flugur frá Veiðiflugum Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið. Veiði 15.8.2011 11:15 Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Veiði 15.8.2011 09:55 Flottir urriðar úr Kleifarvatni Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. Veiði 14.8.2011 20:01 Góð veiði í Mýrarkvísl Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust. Veiði 14.8.2011 19:58 Mjög gott í Langá Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Veiði 14.8.2011 19:53 Metsumar í vændum í Svalbarðsá? ,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. Veiði 11.8.2011 21:00 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 133 ›
Tungufljótið að lifna við Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. Veiði 20.8.2011 21:47
Risalax á sveimi í Kjósinni Sannkallaður ofurlax hefur sést á sveimi í Laxá í Kjós og gaman væri ef að einhver næði að setja í dýrið þannig að línur skýrist með þyngd þess! Veiði 19.8.2011 16:01
Munið eftir vestunum Þeir veiðimenn sem huga að ferð í Sogið þennan síðasta mánuð veiðitímans eru hvattir til þess að nota björgunarvestin undantekningalaust. Veiði 19.8.2011 15:45
Hver er besta haustflugan í laxinn? Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli. Veiði 19.8.2011 10:43
Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nú liggja fyrir tölur frá Landsambandi Veiðifélaga á vefnum www.angling.is og staðan er að breytast hratt á þessum vikum þar sem Rangárnar eru að koma sterkar inn. Það veiddust yfir 1200 laxar í þeim í þar síðustu viku og staðan núna er mjög svipuð. Veiði 18.8.2011 21:17
Ytri Rangá í góðum gír Ytri Rangá heldur áfram að gefa vel. Morgunvaktin í gær gaf 48 laxa en aflatölur dagsins enduðu í 72 lönduðum. Svæði eitt, fjögur, sex og sjö eru öll að gefa vel en annars er að veiðast á öllum svæðum þó þessi séu að gefa mest. Sem fyrr eru Sunray shadow, Collie dog, Bizmo og Snældur að gefa vel en það er nú oft þannig að menn nota það sem stendur fyrir í veiðibókinni. Mikið af laxinum var ný gengin því en lax að ganga í Ytri Rangá. Veiði 18.8.2011 14:04
Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Veiði 18.8.2011 13:59
Fréttir úr Djúpinu Langadalsá er kominn uppí 184 laxa. Við heyrðum í Sigga veiðiverði og voru veiðimenn sem kláruðu í morgun að setja í lúsuga laxa og var mikið af nýjum laxi undir neðstu brúnni. Af nágranna hennar Laugardalsá er það að frétta að hún er kominn uppí 165 laxa það sem af er sumri. Veiði 18.8.2011 06:12
Laxá í Dölum að hrökkva í gang Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart. Veiði 17.8.2011 15:43
Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins. Veiði 17.8.2011 15:35
Loksins fréttir úr Setbergsá Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn. Veiði 17.8.2011 15:27
97 sm hængur úr Svalbarðsá Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær. Veiði 17.8.2011 12:34
Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni. Veiði 17.8.2011 11:31
Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Veiði 17.8.2011 10:00
Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum SVFR Úr Elliðaánum voru í hádeginu komnir 1009 laxar. Sogið er í góðu formi á meðan að Laxá í Dölum veldur veiðimönnum verulegum áhyggjum. Veiði 16.8.2011 16:42
Laus veiðileyfi á næstunni Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar og eru að skoða í kringum sig eftir veiðileyfum ættu ekki að örvænta strax því það eru dagar lausir á stangli hér og þar og víða má ennþá gera frábæra veiði fyrir sanngjarnt verð á leyfum. Veiði 16.8.2011 13:34
Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar. Veiði 16.8.2011 10:08
Góður morgun í Víðidalnum í gær Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun. Veiði 16.8.2011 09:43
Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars. Veiði 16.8.2011 09:39
1.279 laxar úr Rangánum á viku Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum. Veiði 15.8.2011 16:02
Á að seinka opnun í gæsaveiðinni? Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún. Veiði 15.8.2011 15:13
Hull skotin á sama verði og í fyrra Vesturröst hefur fengið Ensku Hull skotin vinsælu, í gæsa skotum og leirdúfuskotum og er þau á sama verði og í fyrra sem þykir gott í dag. Veiðimenn hafa alveg fundið fyrir því að skot hafa hækkað mikið frá 2008 þannig að það er fagnaðarefni að finna skot í dag sem hafa meira og minna verið á sama verði í 3 ár. Veiði 15.8.2011 15:07
Meðalár í Andakílsá Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár. Veiði 15.8.2011 15:05
Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Veiði 15.8.2011 15:03
Heitar flugur frá Veiðiflugum Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið. Veiði 15.8.2011 11:15
Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Veiði 15.8.2011 09:55
Flottir urriðar úr Kleifarvatni Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. Veiði 14.8.2011 20:01
Góð veiði í Mýrarkvísl Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust. Veiði 14.8.2011 19:58
Mjög gott í Langá Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Veiði 14.8.2011 19:53
Metsumar í vændum í Svalbarðsá? ,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. Veiði 11.8.2011 21:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti