Skoðun

Söngva­keppnin og hömlu­laus áfengisdýrkun

Björn Sævar Einarsson skrifar

Í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 15. febrúar síðastliðinn birtist hömulaus áfengisdýrkun, og taumlaus og kolólöglegur áfengisneysluáróður. A.m.k. fjögur lög brotin með einbeittum brotavilja. Þá er ég að tala um lög frá Alþingi, ekki sönglög.

Skoðun

Íþróttastarf fyrir alla

Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson og Hrafnkell Marínósson skrifa

Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð.

Skoðun

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins

Meyvant Þórólfsson skrifar

Fyrir og eftir Menntaþing í september á síðasta ári, var duglega fírað undir pottum nýbreytni í menntamálum landsins á borð við inngildingu, farsæld, Frigg, valdeflingu, matsferil, heillaspor, landsteymi og memm með tilheyrandi brúarsmíði og tvítyngisráðgjöf fyrir innflytjendur. Þáverandi ráðherra og hans hugmyndateymi hafði vafalaust gengið gott eitt til með slíkum gæðahugmyndum, en óneitanlega svolítið útópískum og á kostnað annarra mikilvægra málaflokka.

Skoðun

Að verja friðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Engum dylst að breytingar eru að verða á alþjóðavettvangi sem varða okkur Íslendinga miklu. Ráðamenn í Evrópu hafa meðtekið skýr skilaboð nýrra stjórnvalda í Bandaríkjunum um að Evrópuríki verði að leggja mun meira af mörkum til að tryggja öryggi álfunnar. Hér getur Ísland ekki skorast undan ábyrgð.

Skoðun

12 spor ríkis­stjórnarinnar

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann.

Skoðun

Færni í ný­sköpun krefst þjálfunar

Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu.

Skoðun

Þor­gerður áttar sig á gildi full­veldisins

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég held að það sem við þurf­um að passa mest núna er að við lend­um ekki í svari Evr­ópu gagn­vart Banda­ríkj­un­um. Toll­arn­ir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mik­il hætta frá Banda­ríkj­un­um eins og maður kannski upp­haf­lega hélt en auðvitað sér maður að það breyt­ist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun.

Skoðun

Há­skóli Ís­lands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru

Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu.

Skoðun

Um Vara­sjóð VR

Flosi Eiríksson skrifar

Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag.

Skoðun

Töfrakista tæki­færanna

Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi.

Skoðun

Dóms­kerfið reynir að þegja alla gagn­rýni á sig í hel

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt.

Skoðun

Frelsið er yndis­legt þegar það hentar

Jens Garðar Helgason skrifar

Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki.

Skoðun

Borgara­legt og hernaðar­legt

Bjarni Már Magnússon skrifar

Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði.

Skoðun

Gervi­greind er síðasta von ís­lensks heil­brigðis­kerfis – munum við grípa tæki­færið?

Sigvaldi Einarsson skrifar

Íslenska heilbrigðiskerfið er á krossgötum. Á síðustu árum hefur verið reynt að innleiða stafrænar lausnir til að bæta þjónustu, en niðurstaðan hefur oft verið þunglamaleg kerfi sem bæði sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk eiga erfitt með að nota. Í stað þess að einfalda ferla hafa mörg þessara kerfa skapað nýjar hindranir.

Skoðun

Vegna um­fjöllunar Kveiks um kyn­ferðis­lega á­reitni á vinnu­stöðum

Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson og Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifa

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp

Skoðun

Grafið undan grunngildum

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Undanfarna daga hefur verið fjallað í fréttum um misnotkun og illa meðferð á verkafólki sem að starfar við ræstingastörf, en sá hópur fólks er að langstærstum hluta aðfluttar konur. Sagt hefur verið frá því hvernig fólk sem starfar t.d. hjá fyrirtækinu Dögum er blekkt til að skrifa undir breytingar á ráðningarsamningi, breytingar sem að leiða til þess að laun fólks lækka um 20%, lækkun sem skilur fólk eftir með lægri laun en þau voru með áður en kjarasamingsbundnar launahækkanir síðustu samninga tóku gildi.

Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Maður er nefndur Heimir Már Pétursson. Hann mun vera framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins en að undanförnu hefur verið fjallað um ráðstöfum þess flokks á ríkisstyrkjum síðustu árin.

Skoðun

Alls­konar núansar

Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum að Kastljós tók Þorgrím Þráinsson tali nú í vikunni, og ræddi við hann um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Ég vil byrja á að segja við öll börn og unglinga sem mögulega lesa þetta að hika ekki við að leita aðstoðar hjá fullorðnum þegar ykkur líður illa. Það er fólk úti um allt í samfélaginu sem vill hjálpa, styðja, og hlusta.

Skoðun

Ís­lensk fram­leiðsla á undan­haldi - hver græðir?

Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Í nýlegri grein heldur Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda því fram að: innflutningur á pítsuosti með íblandaðri jurtaolíu muni hafa lítil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu og að innlendir grænmetisbændur hafi staðið sig vel í samkeppni við innfluttar vörur.

Skoðun

Magnús Karl Magnús­son – öflugur mál­svari Há­skóla Ís­lands

Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa

Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja.

Skoðun

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025

Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa

„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“

Skoðun

Hæsta­réttar­dómari kallar Gróu á Leiti til vitnis

Heimir Már Pétursson skrifar

Í landinu leikur lausum hala fyrrverandi hæstaréttardómari sem hefur gert sig breiðan í umræðu á flestum sviðum þjóðlífsins. Honum hefur verið tíðrætt um að „ekki megi láta dómstól götunnar“ ráða ferðinni. Sérstaklega þegar frægir karlmenn eru sakaðir um að brjóta á konum kynferðislega eða með öðru ofbeldi.

Skoðun

Á­lits­gerð um hval­veiðar, sögu og stöðu þeirra, mis­ferli, lög­brot og veiði­leyfi, sem ekki stenzt

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi:2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni.

Skoðun

Hug­leiðingar um lista­manna­laun V

Þórhallur Guðmundsson skrifar

Þegar við erum hvítvoðungar og erum að byrja að uppgötva heiminn þá reiðum við okkur ekki bara að hvað við sjáum, heldur líka á snertingu og bragðskyn. Er þetta mjúkt eða hart, sætt eða sterkt? Við lærum fljótt að stórir trékubbar eru ekki matur og eiga ekki heima í munni. Við byrjum ung að flokka og greina það sem er í umhverfi okkar.

Skoðun