Enski boltinn

Slæmt gengi Arsenal heldur á­fram

Aston Villa lagði Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal hefur nú leikið þrjá leiki í röð án sigurs á meðan Villa hefur nú unnið þrjá af síðustu fimm.

Enski boltinn

Segist vera í besta starfi í heimi

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin.

Enski boltinn

Sögu­legt tap hjá Mourin­ho í kvöld

Lærisveinar José Mourinho í Tottenham Hotspur töpuðu sínum öðrum heimaleik í röð er liðið tapaði 0-1 fyrir Chelsea. Er þetta í fyrsta skipti sem Mourinho tapar tveimur heimaleikjum í röð á ferli sínum sem þjálfari.

Enski boltinn

Bednarek sleppur en Luiz fer í bann

Rauða spjaldið sem Jan Bednarek fékk í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United hefur verið dregið til baka. Brottvísunin sem David Luiz, leikmaður Arsenal, fékk í 2-1 tapinu fyrir Wolves stendur hins vegar.

Enski boltinn

„Erum ekki í titil­bar­áttunni“

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að eins og sakir standa þá séu ensku meistararnir ekki í titilbaráttunni. Þetta sagði hann eftir 1-0 tap Liverpool gegn Brighton í kvöld en þetta var annað tap Liverpool í röð á heimavelli.

Enski boltinn

Gylfi skoraði og Everton vann

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Everton er liðið vann 2-1 sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn mikilvægur fyrir Everton sem lá á heimavelli gegn Newcastle um helgina.

Enski boltinn

Öruggt hjá City og Leicester

Manchester City og Leicester unnu góða sigra í fyrstu tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn Burnley en Leicester gegn Fulham. Báðir leikirnir enduðu 0-2.

Enski boltinn