Enski boltinn

Newcastle bætti við mar­tröð Man. Utd

Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli.

Enski boltinn

Rashford laus úr út­legð

Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn

Í stormi innan vallar en vann góð­verk utan hans

Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úr­vals­deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knatt­spyrnu­stjóri liðsins, lætur það ekki eyði­leggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góð­verk og gladdi ungan stuðnings­mann félagsins á dögunum.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann

Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford.

Enski boltinn

Harmur hrokagikksins Haaland

Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust.

Enski boltinn

City ætlar að kaupa í janúar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið verði að reyna að bæta í leikmannahópinn þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði.

Enski boltinn

Gary sem stal jólunum

Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld.

Enski boltinn