Fastir pennar

Tveir snöggir blettir

Íslendingar hafa jafnan látið sig nokkru varða hvað útlendingar segja um land og þjóð. Sennilega er tilfinningin sú að við séum einhvers virði svo lengi sem aðrir hafa fyrir því að hafa álit á landinu eða því sem hér er gert.

Fastir pennar

Full ástæða til að fagna

Í ár er í raun enn frekar ástæða fyrir Íslendinga, samkynhneigða og aðra, til að fagna vegna þess að fyrr í sumar ári náðist mikilvægur áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra voru samþykkt á Alþingi. Þessi lög taka til sambúðar og geta samkynhneigðir nú skráð sig í staðfesta samvist eins og gagnkynhneigð pör og þannig notið sömu réttinda og annað sambúðarfólk, til dæmis gagnvart skatti og erfðum.

Fastir pennar

Ekkert áhyggjuefni

Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Há laun forstjóra ættu ekki að vera áhyggjuefni, heldur hvort aðrir hafi enn næg tækifæri til að komast í álnir og hvort lítilmagninn njóti góðs af framförunum. Hér er ekkert atvinnuleysi æskufólks eins og úti í Evrópu og betur séð um þá, sem minna mega sín, en víðast annars staðar. Aðalatriðið er ekki, hversu breitt bil er milli auðmanna og alþýðufólks, heldur hversu góð kjör alþýðufólks eru.

Fastir pennar

Vinna, vinna: Eitt mál enn

Bandaríkjamenn afla eins og áður meiri tekna á mann en flestar Evrópuþjóðir. Það stafar öðrum þræði af því, að Bandaríkjamenn vinna að jafnaði meira en nú tíðkast í Evrópu. Bandarískt atvinnulíf er að sönnu hagkvæmt í öllum aðalatriðum, svo er rótgrónum og vel smurðum markaðsbúskap fyrir að þakka og virku lýðræði, enda þótt ýmisleg staðbundin óhagkvæmni íþyngi efnahagslífinu þarna fyrir vestan eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku.

Fastir pennar

Allir borgi jafnt

Í þeirri árvissu umræðu um skatta og laun sem nú fer fram í þjóðfélaginu stendur tvennt upp úr. Í fyrsta lagi stórkarlalegar yfirlýsingar um svokölluð ofurlaun og hvernig hægt sé að sporna við þeim. Í öðru lagi að íslenskt skattaumhverfi býður upp á meiri mismunun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst.

Fastir pennar

Tekjutengingar - upp og niður, út og suður

Sérkapítuli er svo það eftirlauna- og bótakerfi, sem hin pólitíska yfirstétt hefur komið upp fyrir sjálfa sig á síðustu árum. Þar er ekki talin þörf á neinum tekjutengingum bóta; alþingismenn og ráðherrar geta farið á full eftirlaun 55 ára og haldið áfram að gegna hálaunastörfum á vegum sama vinnuveitanda starfsævina út og þeir og makar þeirra hlotið rífleg eftirlaun til æviloka.

Fastir pennar

Skarar eld að köku öfgaafla

Þessi staða gerir hlutverk væntanlegs fjölþjóðlegs friðargæzluliðs meira en lítið snúið. Ísraelar vonast til að slíkt lið taki af þeim ómakið að tryggja að Hizbollah-liðar geti ekki gert sprengiflaugaárásir á Ísrael frá Suður-Líbanon. Eins og málin hafa þróazt er hætt við að slíkt gæzlulið yrði þar með álitið handbendi Ísraels og Bandaríkjanna í augum flestra Miðausturlandabúa og myndi nær óhjákvæmilega dragast sjálft inn í hin vopnuðu átök.

Fastir pennar

Hátíðahöld fóru vel fram

Það er fráleitt að fullyrða að hátíðahöld hafi farið vel fram þar sem einni stúlku hefur verið nauðgað. Ein líkamsárás er líka óviðunandi, ungur maður hlýtur áverka og verður í sumum tilvikum aldrei samur. Hátíð þar sem einn maður er barinn hefur ekki farið vel fram.

Fastir pennar

"...þá leitar hún út um síðir"

En það er einmitt auðveldara að vernda rétt kvennanna, ef vændi er leyft eða þolað, svo að það sé ofanjarðar. Bann kemur ekki í veg fyrir vændi, heldur gerir illt verra. Þótt náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.

Fastir pennar

Almenningur bregst við

Tölur þær sem Fréttablaðið birti í vikunni um samdráttinn á fasteignamarkaðnum segja sitt um ástandið á þeim vettvangi, og það hlýtur að stefna í verðlækkun þar, hvað svo sem bjartsýnir fasteignasalar segja.

Fastir pennar

Vinnan er guðs dýrð: Taka tvö

Það vill stundum gleymast, að ýmisleg óhagkvæmni íþyngir bandarísku efnahagslífi, rýrir lífskjör þjóðarinnar og knýr hana með því móti til að leggja harðar að sér en hún þyrfti ella á að halda. Þessi óhagkvæmni er ýmist óviðráðanleg eða heimatilbúin.

Fastir pennar

Storminn tekur að lægja

Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstími fyrir fjármála­fyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. Glitnir tók fyrstur við sér og Viðskiptaráð Íslands brást hárrétt við.

Fastir pennar

Smækkun almættisins

Tilhneiging manna til að koma sér upp hentugum skoðunum, búa til í kringum þær notalega fordóma og fá síðan guð í lið með sér virðist ekki hafa minnkað í aldanna rás. Trúarbrögðin mæta þörfum manna til að aðgreina hópinn sinn frá öðrum hópum. Í samtímanum eru allir hópar í návígi. Smækkun almættisins niður í það óttaslegna og yfirgangssama í mannsálinni er hættulegri en áður.

Fastir pennar

Menningargróska í alþjóðlegri vídd

Ein af þeim stofnunum Háskóla Íslands sem gengið hafa í endurnýjun lífdaganna er stofnun í erlendum tungumálum sem fáir vissu um fyrir fimm árum. Nafn hennar hefur síðan verið tengt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands.

Fastir pennar

Betri vegir í forgangi

Vissulega hefur vegakerfi landsins tekið stakkaskiptum á undanförnum áratugum, til dæmis er bundið slitlag nú komið á flestar fjölfarnar leiðir. Þróun og bætur á vegakerfinu hafa þó ekki haldið í við stóraukna umferð og þjóðvegir landsins eru því ekki eins örugg umferðarmannvirki og þeir gætu verið.

Fastir pennar

Um okur og fleira

Ráðaleysi manna gagnvart okursamfélaginu finnst mér ná hámarki þegar stjórnmálamenn og ég held svei mér þá sumir hagfræðingar halda því fram að ekki þýði að lækka matarskattinn eða afnema vörugjöld vegna þess að einhverjir muni stinga andvirðinu í eigin vasa. Þessir einhverjir eru líkast til smásalarnir, því heildsalar heyra meira en minna fortíðinni til.

Fastir pennar

Íslenskir bændur búa á Kúbu

Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Hérlendis flykkjast nýstöndugir borgarar í sveit á sumrin, kaupa jarðir, túttur og lopapeysu, þar til þeim líður „alveg eins og afa gamla" og njóta þess að strita upp á gamla móðinn.

Fastir pennar

Við eigum að taka siðferðisafstöðu

Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallarspurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa?

Fastir pennar

Leiðtoginn leitar að stefnu

Kannski örvæntingarfull leit að fylgi sé að bera allt málefnastarf í Samfylkingunni ofurliði. En ef Ingibjörg Sólrún áttar sig ekki betur á stefnu eigin flokks en raun ber vitni, hvernig í ósköpunum getur hún ætlast til þess að kjósendur geti það?

Fastir pennar

Í leit að góðu gripi

Upp á síðkastið virðist heldur hafa hallað undan fæti. Í sveitarstjórnarkosningunum var Samfylkingin til að mynda nokkuð fjarri því að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Hún varð eiginlega nokkurs konar pólitísk millistærð.

Fastir pennar

Ferðin er nýhafin og langt í leiðarlok

Uppgjör skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands birtast nú eitt af öðru. Afkoma þeirra sem þegar hafa birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung hefur verið betri en spár gerðu ráð fyrir. Afkoman nægir hins vegar ekki til þess að lyfta gengi þeirra á markaði.

Fastir pennar

Ofbeldi í stað alþjóðalaga

Það er með fullkomnum ólíkindum að utanríkisráðherra Íslands skuli hafa tengt innrás Ísraels í Líbanon við rétt Ísraels til sjálfsvarnar. En þessi ummæli eru því miður í takti við þá tvöfeldni orðræðunnar og siðferðisins sem jafnan kemur upp hjá íslenskum stjórnmálamönnum þegar utanríkismál eru annars vegar. Eða öllu heldur: Þeim stjórnmálamönnum sem gert hafa George W. Bush að leiðarstjörnu lífs síns.

Fastir pennar

Skattsvik annað en skattsvik

Við þurfum ekki lög, sem auðvelda skattyfirvöldum að afla upplýsinga um eignir Íslendinga erlendis eða sem heimila þeim að skattleggja slíkar eignir hér á landi, heldur lög um ríkan trúnað fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína. Ísland getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð alveg eins og Guernsey.

Fastir pennar

Næring á ábyrgð foreldra

Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Vissulega er hvorki gott að vera allt of feitur né allt of mjór. Hins vegar eru staðalmyndir um holdafar afar skaðlegar, ekki síst þegar þær eru farnar að ná til ungra barna.

Fastir pennar

Engin léttleið og ljúf

Segja má að stöðugleiki í þjóðarbúskapnum sé óumdeilt markmið. Fyrr á þessu ári ritaði aðalhagfræðingur Seðlabankans athyglisverða grein í þetta blað um stefnuna í peningamálum og stöðugleikann.

Fastir pennar

Vinnan göfgar eða hvað?

Allar götur síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk 1945 hafa Evrópumenn litið með lotningu til Bandaríkjamanna og með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag Bandaríkjanna til sigurs yfir Þjóðverjum, Ítölum og Japönum í styrjöldinni og til umbyggingar þessara landa eftir stríðið.

Fastir pennar

Réttindi borgara og afbrotamanna

Skipulagi lögreglunnar í landinu hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Lögregluumdæmum hefur verið fækkað. Að sama skapi ættu þau að verða öflugri og virkari í hvers kyns vörslu laga og réttar.

Fastir pennar

Einu sinni var...

"Einu sinni var ...". Þannig byrja mörg ævintýri og byrjunin ein vekur eftirvæntingu í huga okkar og ljúfar minningar um sögur sem okkur voru sagðar í æsku. Við erum söguþjóð og flestir njóta þess að segja og hlusta á sögur. Þessa dagana og vikurnar eru flestir í sumarfríi og fjölmargir á ferð um landið.

Fastir pennar

Brot á almennum borgurum

Alþjóðasamfélagið verður að rísa upp og hafna þessum árásum á almenna borgara. Tjónið er þegar orðið óbætanlegt og þessu stríði verður að ljúka áður en enn frekari skörð verða höggvin í raðir almennra borgara og uppbyggingu samfélagsins í Líbanon.

Fastir pennar

Vegurinn til Hallormsstaðar

Í liðinni viku var rætt við fréttamann sem staddur var í Kastrup. Og öll erum við orðin hræðilega vön því að talað sé við fólk í Dalvík og í Ólafsfirði. Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks fyrir því hvar við erum stödd á landinu. Hin nákvæma tilfinning íslenskunnar fyrir staðsetningu, legu og lögun staðar, hverfur fyrir flatneskjulegu og enskustolnu orðfæri. Eða finnst okkur ekki fallegur (og eðlilegur) munur á því að fara upp á Akranes og koma síðan í Borgarnes?

Fastir pennar