Fastir pennar

Konuhommi forsætisráðherra

Mikael Torfason skrifar

Ein mikilvægasta bók ársins er saga Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og konu hennar, Jónínu Leósdóttur rithöfundar, sem skráði. Þar er sögð saga um sigur ástarinnar yfir miklum hindrunum. Í raun er ótrúlegt hversu langt við erum komin því við lesturinn rifjast upp hversu stutt er síðan samkynhneigðir bjuggu við fyrirlitningu og lítil sem engin réttindi.

Fastir pennar

Orðheldna stjórnin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ein ástæðan fyrir því að Íslendingar bera lítið traust til stjórnmálamanna er hvað þeir eru stundum gjörsamlega ósammála sjálfum sér. Það er furðulega algengt að menn gangi af göflunum í stjórnarandstöðu yfir athæfi sem þeir sjá svo ekkert athugavert við þegar þeir eru komnir í stjórn – og reyndar öfugt líka.

Fastir pennar

Ævintýramennska

Þorsteinn Pálsson skrifar

Utanríkisráðherra sagði nýlega í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna frá þeirri heitu ósk sinni að Ísland gengi aldrei í Evrópusambandið. Í stað þess lýsti hann áformum um að efla samvinnu við Kína.

Fastir pennar

Velkominn heim, Hannes

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Á sínum tíma var mikill sjónarsviptir að Hannesi Smárasyni úr íslenskri fjölmiðlaumfjöllun. Hann hafði um árabil haldið okkur uppi með fréttum af alls kyns viðskiptabrellum og snúningum, flestum nefndum eftir erlendum félögum

Fastir pennar

Himnasendingar og hvalrekar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er bjartsýnismaður. Um það bera vott tvær ræður, sem hann hefur haldið undanfarna daga.

Fastir pennar

Aðförin að Ólafi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sakaði Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson um "aðför“ að forseta Íslands í ræðu á Alþingi í fyrradag. Skrif þessara tveggja fyrrverandi ráðherra í bókum um síðasta kjörtímabil kallar hún "forkastanleg“

Fastir pennar

Veikindi barns

Teitur Guðmundsson skrifar

Lítill rúmlega eins árs pjakkur er lasinn og með háan hita, rúmlega 39 stig, lítið kvefaður og einstaka hóstakjöltur, þetta byrjaði allt saman snemma morguns.

Fastir pennar

Ég er góði gæinn

Friðrika Benónýsdótttir skrifar

Mikið óskaplega hefur ráðherrum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verið orðið mál að tjá sig um þá upplifun. Eða að minnsta kosti að fegra sinn hlut og leiðrétta ímyndina – sína eigin nota bene ekki ríkisstjórnarinnar sem slíkrar

Fastir pennar

Stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sem stjórnmálamaður snerist Jón Gnarr ekki um vinstri og hægri – frekar um hingað og þangað. Hann færði stjórnmál aftur hingað eftir að þau höfðu verið "þar“.

Fastir pennar

Afdrifarík loforð

Mikael Torfason skrifar

Gleymum því ekki að þrátt fyrir kosningasigur Framsóknarmanna þá kusu þrír fjórðu kjósenda ekki þennan loforðapakka.Við töpuðum öll á hruninu. Ef eitthvað fé kemur í ríkiskassann, hvort heldur sem er frá erlendum kröfuhöfum eða sameiginlegum auðlindum, þá á það fé að fara í annaðhvort opinberar framkvæmdir, eins og til dæmis nýjan Landspítala, eða til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs.

Fastir pennar

Ekki afturhvarf til fortíðar

Ólafur Stephensen skrifar

Ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi markar vissulega tímamót í borgarmálapólitíkinni. Þegar Jón hverfur úr stóli borgarstjóra lýkur tímabili sem er einstakt í sögu borgarstjórnarinnar; grínisti og vinir hans unnu stórsigur í borgarstjórnarkosningum og fórst betur úr hendi að stjórna borginni en flestir hefðu búizt við - þótt þar sé vissulega margt gagnrýni vert. Í könnun sem gerð var í september á fylgi flokkanna í borgarstjórn fékk Bezti flokkurinn 37 prósent, meira en í kosningunum árið 2010.

Fastir pennar

Þjóðernispopúlismi í Evrópu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálakreppan í Evrópu hefur aukið fylgi við flokka sem byggja á samblandi þjóðernislegra tilfinninga og popúlisma. Sumir gamlir flokkar af því tagi hafa eflst og nýir sprottið upp. Mislit spaugstofuframboð eru annars eðlis en hafa einnig fengið byr í seglin á stöku stað.

Fastir pennar

Hráa ferska kjötið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Innflutningur á ferskum kjötvörum er hagur neytenda, sem hafa þá úr meiru að velja. Íslenzkur landbúnaður fær meiri samkeppni og veitir ekkert af. Kjötið sem er flutt inn er háð ströngu heilbrigðiseftirliti í heimalandinu. Íslenzk stjórnvöld mega áfram taka stikkprufur til að fylgjast með heilbrigði innfluttra búvara. Innflutningsbannið er fyrst og fremst viðskiptahindrun, hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir samkeppni. Það verður ágætt þegar EFTA-dómstóllinn hnekkir því.

Fastir pennar

Guð blessi miðabraskarann

Pawel Bartoszek skrifar

Ef þú ert með þrjá sleikjóa og fjóra krakka þá verður einhver ósáttur. Ef það eru færri pláss í skóla en umsækjendur þá verður einhver ósáttur. Ef það eru 15 þúsund manns sem vilja leggja í miðbænum en aðeins 10 þúsund bílastæði þá verður einhver ósáttur.

Fastir pennar

Auðvelda leiðin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fjárhagsáætlunin, sem meirihluti Bezta flokksins (eða eigum við að segja Bjartrar framtíðar?) og Samfylkingarinnar leggur fram fyrir komandi kosningaár í Reykjavík gerir ráð fyrir að afgangur verði á rekstri borgarinnar. Það er gott og göfugt markmið. Hins vegar er ekki sama hvernig því er náð.

Fastir pennar

Ekki segja svart, ekki segja hvítt

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Megineinkenni íslenskrar umræðuhefðar er tortryggnin. Allir sem viðra skoðanir sínar, beðnir eða óumbeðnir, eru grunaðir um að reka erindi einhvers annars en sjálfs sín.

Fastir pennar

Að dansa á línunni

Teitur Guðmundsson skrifar

Það er áhugavert að skoða það álag sem er á fólki nú til dags og hversu mörgum hlutverkum hver og einn er að sinna dags daglega. Það er af sem áður var þegar kynjahlutverkin voru allsráðandi og hálfpartinn meitluð í stein.

Fastir pennar

Millilending í flugvallarmáli

Ólafur Stephensen skrifar

Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um innanlandsflug er ágæt millilending í máli sem var komið upp í loft. Þar er komið til móts við sjónarmið beggja; þeirra sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýri og þeirra sem vilja að miðstöð innanlandsflugs sé áfram í Reykjavík.

Fastir pennar

"Pereat, Illugi Gunnarsson“

Mikael Torfason skrifar

Pereat, Illugi Gunnarsson.“ Þannig hljóma viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, við þeim tíðindum að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hyggist lækka framlög til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna

Fastir pennar

Virðing

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í Kjarnanum var fjallað um Kaupþingsmennina sem tóku stöðu gegn krónunni fyrir hrun og högnuðust stórkostlega á falli hennar – högnuðust persónulega á óförum þjóðarinnar.

Fastir pennar

Það sem þig raunverulega langar

Ólafur Þ.Stephensen skrifar

Við hjá Tal viljum að internetið sé opið og aðgengilegt öllum sama hvar í heiminum þeir eru fæddir og búsettir. Við viljum að hlutirnir séu einfaldir og auðveldir í notkun og þú getir gert það sem þig raunverulega langar. Þess vegna settum við smá Lúxus í netið ykkar,“

Fastir pennar

Næst er að éta útsæðið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í meira en sjö áratugi hefur þjóðarbúskapurinn nokkuð reglulega fengið tímabundnar utan að komandi innspýtingar. Þessi staðreynd er umhugsunarefni nú þegar ljóst er orðið að lítil von er til þess að unnt verði að leysa þjóðina úr fjötrum fjármagnshafta.

Fastir pennar

Ein af strákunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Um helgina fer ég á rjúpu með strákahóp. Það virðast ætla að verða örlög mín að stunda íþróttir og áhugamál mikið til fjarri kynsystrum mínum. Hvort sem það er fótbolti, badminton eða skytterí – alltaf enda ég ein með strákunum.

Fastir pennar

Kerfið hatar lágtekjufólk

Pawel Bartoszek skrifar

Hugsum okkur einstæða tveggja barna móður sem á ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Hún fær fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, samtals 163.635 kr. Hún getur einnig fengið sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna frá borginni sem er 13.133 kr. á mánuði fyrir hvort barnið.

Fastir pennar

Leiðin til að rjúfa vítahringinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Færri feður taka sér nú fæðingarorlof með börnum sínum en á árunum fyrir hrun. Fréttablaðið sagði í gær frá fyrstu handföstu tölunum um áhrifin af verulegri lækkun fæðingarorlofsgreiðslnanna árið 2009.

Fastir pennar

Upplýst ákvörðun um sæstreng

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Lagning sæstrengs til að selja íslenzka raforku til Bretlands eða meginlandsins hefur oft verið til umræðu undanfarna áratugi. Nú fara þær umræður fram í meiri alvöru en oftast áður, eins og rakið var í ýtarlegri fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í helgarblaði Fréttablaðsins.

Fastir pennar

Pólitík í Gálgahrauni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hvers konar ríki er það sem handtekur Ómar Ragnarsson? var spurt víða á samfélagsmiðlum í gær, eftir að þessi ástmögur þjóðarinnar var tekinn höndum þar sem hann sat ásamt fleirum í vegi vinnuvéla í Gálgahrauni.

Fastir pennar