Fótbolti

„Stjórnuðum leiknum al­gjör­lega“

Declan Rice, miðjumaður Arsenal, var sáttur með sigur sinna manna á Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrátt fyrir að leiknum hafi lokið með 1-0 sigri Arsenal þá vildi Rice meina að hans menn hafi verið öll völd á vellinum.

Enski boltinn

Daníel Laxdal: Það tók bara smá tíma að koma á „Jöllaball“

„Mjög sáttur með sigurinn í kvöld“, sagði 500 leikja maðurinn Daníel Laxdal við Stöð 2 Sport eftir sigur Stjörnumanna gegn KR. Leikurinn var í 20. umferð Bestu deildar karla og skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um fjórða sætið. Daníel steig ekki feilspor í varnarlínunni hjá heimamönnum og stýrði liðinu til sigurs.

Fótbolti

Arnór Ingvi og Kristian Nökkvi á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Norrköping í 3-1 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sjá má markið í fréttinni. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 1-2 tapi gegn Dr Graafschap í hollensku B-deildinni í knattspyrnu.

Fótbolti

Kinn­beins­brotinn eftir átök helgarinnar

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin kinnbeinsbrotnaði í 4-0 tapi Everton gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Reikna má með að hann missi af næstu leikjum liðsins en Everton er sem stendur með 0 stig að loknum tveimur umferðum.

Enski boltinn