Fótbolti

Carmona skaut Spánverjum í úrslit í fyrsta sinn

Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit í fyrsta sinn í sögunni, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

Fótbolti

Atlético byrjar á sigri

Atlético Madríd byrjaði tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af krafti þegar liðið fékk Granda í heimsókn. Lokatölur í Madríd 3-1 heimamönnum í vil.

Fótbolti

Chelsea stað­festir komu Ca­icedo

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna.

Enski boltinn

Al Hilal byrjar á sigri þökk sé þrennu frá Malcom

Það er ljóst að knattspyrnumaðurinn Malcom kann vel við sig í Sádi-Arabíu en hann skoraði þrennu er lið hans Al Hilal hóf tímabilið þar í landi á sigri. Lið Karim Benzema, Al Ittihad, byrjar tímabilið á 3-0 sigri en franski framherjinn komst ekki á blað.

Fótbolti