Erlent

Fundu „hið spænska Stonehen­ge“ aftur eftir mikla þurrka

Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963.

Erlent

Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi.

Erlent

Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti

Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar.

Erlent

Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara

Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020.

Erlent

Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður

Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent

Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization.

Erlent

Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár.

Erlent

Apa­bóla smitaðist frá manni yfir í mjó­hund

Nýjustu upplýsingar úr læknatímaritinu „the Lancet“ herma að nú hafi apabóla smitast frá manni yfir í hund. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum dýr greinist það með apabólu en ekki sé nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af málinu sem stendur.

Erlent

Flúðu lest í gróðureldum

Tíu slösuðust þegar þeir reyndu að flýja lest sem var keyrt inn í gróðurelda nærri Valensía á Spáni í dag. Lestin var á leið frá Valencia til Zaragosa í morgun en var stöðvuð við bæinn Bejís vegna eldanna.

Erlent

Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur.

Erlent

„Ég er mættur til að drepa drottninguna“

Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga.

Erlent

Heilög á svört vegna skólps og úrgangs

Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi.

Erlent

Lífs­tíðar­fangelsi fyrir að keyra inn í mann­þröng í Tri­er

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild.

Erlent

Liz Chen­ey hafnað af Repúbli­könum í Wyoming

Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins.

Erlent