Erlent Þrír menn ákærðir í Bretlandi vegna tengsla sinna við Hong Kong Þrír karlmenn eru í haldi lögregluyfirvalda á Bretlandseyjum og liggja undir grun um að hafa unnið fyrir öryggisyfirvöld í Hong Kong. Nákvæmar sakir liggja ekki fyrir. Erlent 13.5.2024 08:57 Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. Erlent 13.5.2024 08:53 Sló eigið met á Everest Nepalski Sherpinn Kami Rita sló heimsmet í gær þegar þegar hann komst á topp hæsta fjalls í heimi, Everest, í tuttugasta og níunda sinn. Erlent 13.5.2024 08:50 Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Erlent 13.5.2024 08:12 Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Erlent 13.5.2024 07:18 Aðskilnaðarsinnar að missa þingmeirihluta í Katalóníu Aðskilnaðarsinnar sem hafa myndað meirihluta á þingi í Katalóníuhéraði á Spáni virðast ætla að missa þingmeirihluta sinn í kosningum sem fóru fram í dag. Nær öll atkvæði hafa verið talin og útlit er fyrir sigur sambandssinnaðra sósíalista. Erlent 12.5.2024 23:33 Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Erlent 12.5.2024 19:59 Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Erlent 12.5.2024 12:32 Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Erlent 12.5.2024 08:50 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Erlent 12.5.2024 08:05 Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Erlent 11.5.2024 20:56 Hundruð létust í flóðum Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka. Erlent 11.5.2024 18:56 Fyrirskipa þúsundum að yfirgefa Rafah Ísraelsher hefur fyrirskipað þúsundum að yfirgefa Rafah en búist er við því að herinn ráðist þangað inn af fullum þunga á næstunni. Erlent 11.5.2024 18:05 Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. Erlent 11.5.2024 10:40 Evrópa böðuð bleiku Óvenju sterkur sólstormur skapaði í nótt umfangsmikla ljósasýningu á stórum hluta jarðarinnar. Himininn yfir Evrópu var víða bleikur á litinn og norðurljós sáust víða um heimsálfuna. Erlent 11.5.2024 07:57 Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Erlent 10.5.2024 22:27 Hefja árásir nærri Karkív Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Erlent 10.5.2024 14:50 Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. Erlent 10.5.2024 13:48 Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. Erlent 10.5.2024 13:00 Segja lögregluþjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Erlent 10.5.2024 10:22 Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Erlent 10.5.2024 06:21 Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51 Börnum safnað saman og þau skotin Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. Erlent 9.5.2024 16:01 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. Erlent 9.5.2024 13:37 Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Erlent 9.5.2024 11:56 Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar. Erlent 9.5.2024 10:00 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. Erlent 9.5.2024 08:02 Grænlendingar segja sig úr Norðurlandaráði Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins. Erlent 8.5.2024 17:03 Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Erlent 8.5.2024 15:54 Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. Erlent 8.5.2024 14:14 « ‹ 57 58 59 60 61 62 63 64 65 … 334 ›
Þrír menn ákærðir í Bretlandi vegna tengsla sinna við Hong Kong Þrír karlmenn eru í haldi lögregluyfirvalda á Bretlandseyjum og liggja undir grun um að hafa unnið fyrir öryggisyfirvöld í Hong Kong. Nákvæmar sakir liggja ekki fyrir. Erlent 13.5.2024 08:57
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. Erlent 13.5.2024 08:53
Sló eigið met á Everest Nepalski Sherpinn Kami Rita sló heimsmet í gær þegar þegar hann komst á topp hæsta fjalls í heimi, Everest, í tuttugasta og níunda sinn. Erlent 13.5.2024 08:50
Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Erlent 13.5.2024 08:12
Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Erlent 13.5.2024 07:18
Aðskilnaðarsinnar að missa þingmeirihluta í Katalóníu Aðskilnaðarsinnar sem hafa myndað meirihluta á þingi í Katalóníuhéraði á Spáni virðast ætla að missa þingmeirihluta sinn í kosningum sem fóru fram í dag. Nær öll atkvæði hafa verið talin og útlit er fyrir sigur sambandssinnaðra sósíalista. Erlent 12.5.2024 23:33
Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Erlent 12.5.2024 19:59
Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Erlent 12.5.2024 12:32
Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Erlent 12.5.2024 08:50
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Erlent 12.5.2024 08:05
Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Erlent 11.5.2024 20:56
Hundruð létust í flóðum Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka. Erlent 11.5.2024 18:56
Fyrirskipa þúsundum að yfirgefa Rafah Ísraelsher hefur fyrirskipað þúsundum að yfirgefa Rafah en búist er við því að herinn ráðist þangað inn af fullum þunga á næstunni. Erlent 11.5.2024 18:05
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. Erlent 11.5.2024 10:40
Evrópa böðuð bleiku Óvenju sterkur sólstormur skapaði í nótt umfangsmikla ljósasýningu á stórum hluta jarðarinnar. Himininn yfir Evrópu var víða bleikur á litinn og norðurljós sáust víða um heimsálfuna. Erlent 11.5.2024 07:57
Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Erlent 10.5.2024 22:27
Hefja árásir nærri Karkív Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Erlent 10.5.2024 14:50
Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. Erlent 10.5.2024 13:48
Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. Erlent 10.5.2024 13:00
Segja lögregluþjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Erlent 10.5.2024 10:22
Ísraelsstjórn vígreif þrátt fyrir viðsnúning Bandaríkjamanna „Ég ávarpa óvini Ísrael og einnig okkar bestu vini og segi; Ísraelsríki verður ekki haldið niðri,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, eftir að greint var frá því að Bandaríkjamenn hygðust láta af vopnasendingum til landsins. Erlent 10.5.2024 06:21
Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51
Börnum safnað saman og þau skotin Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. Erlent 9.5.2024 16:01
Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. Erlent 9.5.2024 13:37
Ellefu slasaðir eftir að flugtak Boeing 737 mistókst Ellefu slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar Boeing 737-300 flugvél hrapaði við flugtak á Blaise Diagne flugvellinum í Dakar í Senegal. Öll starfsemi á flugvellinum hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Erlent 9.5.2024 11:56
Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar. Erlent 9.5.2024 10:00
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. Erlent 9.5.2024 08:02
Grænlendingar segja sig úr Norðurlandaráði Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann kallar mismunun meðlima ráðsins. Erlent 8.5.2024 17:03
Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Erlent 8.5.2024 15:54
Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. Erlent 8.5.2024 14:14