Innlent

Fjöru­tíu og fjórir ein­staklingar 100 ára eða eldri

Í dag eru 44 einstaklingar 100 ára eða eldri á íslandi. Þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 107 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Þjóðskrá Íslands.

Innlent

Vegum lokað vegna snjó­flóða­hættu

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið á svæðinu og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundir. 

Innlent

Kennaraverkföll: Hve­nær, hvar og hve lengi?

Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. 

Innlent

Myndi setja ríkis­stjórnina í „al­gjöra úlfa­kreppu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot.

Innlent

Endur­greiðsla sem jafn­gildi gjald­þroti og íbúafundur

Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins.

Innlent

Borgar­stjóri tók við tæp­lega 3000 undir­skriftum vegna Álfa­bakka

Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund.

Innlent

Ráð­herra hringdi í skóla­stjóra vegna týnds skópars

Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við.

Innlent

Krist­rún upp­lýst um fundinn með skömmum fyrir­vara

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 

Innlent

Ó­happ á Reykja­víkur­flug­velli og flug­braut lokað

Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni.

Innlent

Ó­víst hve­nær fundað verður aftur

Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur.

Innlent

Engin leit í gangi að leður­blökunni

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi.

Innlent

Styrkjamálið vindur upp á sig

Í hádegisfréttum fjöllum við um styrkjamál stjórnmálaflokkanna en það var ekki bara Flokkur fólksins sem klikkaði á því að breyta skráningu sinni eins og lög gera ráð fyrir. 

Innlent

Þáðu líka styrk án réttrar skráningar

Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt.

Innlent

Gerði ekki sam­komu­lag við Þór­dísi um formannsframboðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón.

Innlent

For­manns­efnið sem á ekki bara erindi við Mjóddina

Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu.

Innlent

Fann að eitt­hvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin

Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta.

Innlent

Bíða þess að samningur um neyslurými verði endur­nýjaður

Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.

Innlent