Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2.12.2024 11:45 Vegir víða á óvissustigi Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00. Innlent 2.12.2024 11:35 Formenn funda með forseta Í hádegisfréttum segjum við frá fundahöldum Höllu Tómasdóttur forseta sem hefur tekið á móti formönnum þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi á Bessastöðum í allan morgun. Innlent 2.12.2024 11:31 Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06 Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2.12.2024 10:57 Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Innlent 2.12.2024 10:54 Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. Innlent 2.12.2024 10:47 Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. Innlent 2.12.2024 08:02 Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2.12.2024 07:04 Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2.12.2024 06:46 Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur. Innlent 2.12.2024 06:20 Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.12.2024 23:03 Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. Innlent 1.12.2024 22:33 „Ég ætla að standa mig betur“ Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Innlent 1.12.2024 22:02 „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Innlent 1.12.2024 21:44 Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Innlent 1.12.2024 21:36 „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. Innlent 1.12.2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september Innlent 1.12.2024 20:45 „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Innlent 1.12.2024 19:45 Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Vatnsyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar vegna klakastíflu sem hefur myndast í henni. Hækkunina má sjá myndrænt á myndum þar sem klakinn nálgast grenitré sem stendur á toppi Jórukletts í miðri ánni. Innlent 1.12.2024 19:43 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og er Samfylkingin stærsti sigurvegarinn en hún bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, eða örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Innlent 1.12.2024 18:00 Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Innlent 1.12.2024 17:47 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. Innlent 1.12.2024 17:47 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? Innlent 1.12.2024 17:27 Óviss með framtíð sína innan Pírata Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir flokkinn þurfa að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð næstu árin. Hún sé þó ekki viss hvort hún taki þátt í því verkefni. Innlent 1.12.2024 16:59 Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Innlent 1.12.2024 16:24 Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 1.12.2024 16:22 Eldur í íbúð í Vesturbergi Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í íbúðahúsi í Vesturbergi í Breiðholti á fjórða tímanum í dag. Innlent 1.12.2024 16:04 VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Snærós Sindradóttir spyr þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér: Hvernig standa fjármálin hjá Vinstri grænum? Ekki vel segir Sunna Valgerðardóttir en kosningabaráttan var þó ekki rekin á yfirdrætti. Innlent 1.12.2024 15:37 31 snýr ekki aftur á þing Af 63 þingmönnum síðasta kjörtímabils hverfa 30 á braut þegar nýtt þing tekur til starfa. Innlent 1.12.2024 15:07 « ‹ 24 25 26 27 28 29 30 31 32 … 334 ›
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2.12.2024 11:45
Vegir víða á óvissustigi Vegir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum verða á óvissustigi síðdegis vegna gulrar veðurviðvörunar og geta lokað með stuttum fyrirvara. Líkt og fram hefur komið er spáð suðaustan hríð síðdegis upp úr klukkan 14:00. Innlent 2.12.2024 11:35
Formenn funda með forseta Í hádegisfréttum segjum við frá fundahöldum Höllu Tómasdóttur forseta sem hefur tekið á móti formönnum þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi á Bessastöðum í allan morgun. Innlent 2.12.2024 11:31
Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06
Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2.12.2024 10:57
Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing. Innlent 2.12.2024 10:54
Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. Innlent 2.12.2024 10:47
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. Innlent 2.12.2024 08:02
Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2.12.2024 07:04
Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2.12.2024 06:46
Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur. Innlent 2.12.2024 06:20
Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.12.2024 23:03
Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. Innlent 1.12.2024 22:33
„Ég ætla að standa mig betur“ Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Innlent 1.12.2024 22:02
„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Innlent 1.12.2024 21:44
Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Innlent 1.12.2024 21:36
„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. Innlent 1.12.2024 21:02
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september Innlent 1.12.2024 20:45
„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Innlent 1.12.2024 19:45
Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Vatnsyfirborð Ölfusár hækkar og hækkar vegna klakastíflu sem hefur myndast í henni. Hækkunina má sjá myndrænt á myndum þar sem klakinn nálgast grenitré sem stendur á toppi Jórukletts í miðri ánni. Innlent 1.12.2024 19:43
Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og er Samfylkingin stærsti sigurvegarinn en hún bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, eða örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Innlent 1.12.2024 18:00
Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Innlent 1.12.2024 17:47
Kveikt í póstkössum og blaðagámi Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. Innlent 1.12.2024 17:47
Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? Innlent 1.12.2024 17:27
Óviss með framtíð sína innan Pírata Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir flokkinn þurfa að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð næstu árin. Hún sé þó ekki viss hvort hún taki þátt í því verkefni. Innlent 1.12.2024 16:59
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Innlent 1.12.2024 16:24
Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 1.12.2024 16:22
Eldur í íbúð í Vesturbergi Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í íbúðahúsi í Vesturbergi í Breiðholti á fjórða tímanum í dag. Innlent 1.12.2024 16:04
VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Snærós Sindradóttir spyr þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér: Hvernig standa fjármálin hjá Vinstri grænum? Ekki vel segir Sunna Valgerðardóttir en kosningabaráttan var þó ekki rekin á yfirdrætti. Innlent 1.12.2024 15:37
31 snýr ekki aftur á þing Af 63 þingmönnum síðasta kjörtímabils hverfa 30 á braut þegar nýtt þing tekur til starfa. Innlent 1.12.2024 15:07