Innlent Tvær flugvélar rákust saman í háloftunum Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Innlent 12.2.2024 20:40 Veist að þingmanni: „Hann langaði bara að hræða mig“ Formaður utanríkismálanefndar varð fyrir aðkasti mótmælanda fyrir utan Alþingi í dag. Maður sem kom askvaðandi að henni þegar hún kom út úr þinghúsinu kastaði hlut í bíl hennar og hellti úr skálum reiði sinnar. Innlent 12.2.2024 19:52 Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 19:41 Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára Innlent 12.2.2024 19:30 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. Innlent 12.2.2024 19:16 Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. Innlent 12.2.2024 18:52 Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. Innlent 12.2.2024 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heitt vatn streymir að nýju á hús á Suðurnesjum en ný heitavatnslögn frá Svartsengi var tekin í notkun í morgun. Við verðum í beinni frá Reykjanesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um stöðuna. Þá skoðum við nýju lögnina í fylgd með forsætisráðherra og forstjóra HS Orku sem segja að enn sé margt óunnið. Innlent 12.2.2024 17:59 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. Innlent 12.2.2024 17:43 Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. Innlent 12.2.2024 17:13 Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri. Innlent 12.2.2024 16:40 Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. Innlent 12.2.2024 15:44 Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. Innlent 12.2.2024 15:38 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Innlent 12.2.2024 14:52 Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Innlent 12.2.2024 14:38 Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Innlent 12.2.2024 13:50 Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Vinstri grænna Ragnar Auðun Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Innlent 12.2.2024 13:39 Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Innlent 12.2.2024 13:27 Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum. Innlent 12.2.2024 13:23 Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 13:19 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. Innlent 12.2.2024 12:46 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. Innlent 12.2.2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. Innlent 12.2.2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Innlent 12.2.2024 12:03 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Innlent 12.2.2024 11:52 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um heitavatnsleysið á Suðurnesjum en viðgerð á lögninni er sögð hafa gengið vonum framar í nótt. Innlent 12.2.2024 11:40 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Innlent 12.2.2024 11:26 Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Innlent 12.2.2024 10:51 Landris hafið á ný undir Svartsengi Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Innlent 12.2.2024 10:42 Veruleg hlýindi og rigning í kortunum Gert er ráð fyrir verulegum hlýindum í lok vikunnar. Innlent 12.2.2024 10:38 « ‹ 274 275 276 277 278 279 280 281 282 … 334 ›
Tvær flugvélar rákust saman í háloftunum Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Innlent 12.2.2024 20:40
Veist að þingmanni: „Hann langaði bara að hræða mig“ Formaður utanríkismálanefndar varð fyrir aðkasti mótmælanda fyrir utan Alþingi í dag. Maður sem kom askvaðandi að henni þegar hún kom út úr þinghúsinu kastaði hlut í bíl hennar og hellti úr skálum reiði sinnar. Innlent 12.2.2024 19:52
Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 19:41
Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára Innlent 12.2.2024 19:30
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. Innlent 12.2.2024 19:16
Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. Innlent 12.2.2024 18:52
Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. Innlent 12.2.2024 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heitt vatn streymir að nýju á hús á Suðurnesjum en ný heitavatnslögn frá Svartsengi var tekin í notkun í morgun. Við verðum í beinni frá Reykjanesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um stöðuna. Þá skoðum við nýju lögnina í fylgd með forsætisráðherra og forstjóra HS Orku sem segja að enn sé margt óunnið. Innlent 12.2.2024 17:59
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. Innlent 12.2.2024 17:43
Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. Innlent 12.2.2024 17:13
Karl Sigurbjörnsson biskup er látinn Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri. Innlent 12.2.2024 16:40
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. Innlent 12.2.2024 15:44
Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. Innlent 12.2.2024 15:38
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Innlent 12.2.2024 14:52
Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Innlent 12.2.2024 14:38
Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Innlent 12.2.2024 13:50
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Vinstri grænna Ragnar Auðun Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Innlent 12.2.2024 13:39
Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Innlent 12.2.2024 13:27
Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum. Innlent 12.2.2024 13:23
Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12.2.2024 13:19
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. Innlent 12.2.2024 12:46
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. Innlent 12.2.2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. Innlent 12.2.2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Innlent 12.2.2024 12:03
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Innlent 12.2.2024 11:52
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um heitavatnsleysið á Suðurnesjum en viðgerð á lögninni er sögð hafa gengið vonum framar í nótt. Innlent 12.2.2024 11:40
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Innlent 12.2.2024 11:26
Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Innlent 12.2.2024 10:51
Landris hafið á ný undir Svartsengi Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Innlent 12.2.2024 10:42
Veruleg hlýindi og rigning í kortunum Gert er ráð fyrir verulegum hlýindum í lok vikunnar. Innlent 12.2.2024 10:38