Innlent

Á­stand mannsins mjög al­var­legt

Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.

Innlent

„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“

„Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“

Innlent

Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna lands­fundar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina.

Innlent

Yazan Tamimi er maður ársins

Yazan Tamimi er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. 

Innlent

Hvar er opið um ára­mótin?

Gamlársdagur er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðasta hráefnið í áramótakokteilinn eða síðustu flugeldatertuna. Verslanarekendur víða gefa starfsfólki sínu frí á nýársdag, en fréttastofa tók saman hvar er opið yfir áramótin og hve lengi. 

Innlent

Köstuðu flug­eldum upp á svalir fólks

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum.

Innlent

Átt­ræð kona sakar bæinn um mis­munun vegna trúar

Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum.

Innlent

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent

Flestir á­nægðir með Krist­rúnu en mest ó­á­nægja með Bjarna

Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna.

Innlent

Táningspiltur mögu­lega með reyk­eitrun eftir flugeldafikt

Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi.

Innlent

Á­kall eftir rétt­mætari dreifingu á arði

Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu.

Innlent