Innlent

„Við erum til­búin að taka við stjórn landsins“

Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins.

Innlent

Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni

Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi.

Innlent

Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð.

Innlent

Mygla í Val­húsa­skóla

Mygla hefur greinst í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Tvær skólastofur komu verst út í greiningu á húsnæðinu og þarf að bregðast strax við í þeim. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar er þó bjartsýnn á að rask vegna viðgerða verði ekki of mikið.

Innlent

Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svif­væng

Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi.

Innlent

Þyrlu­flugið eins og ná­granni með lé­lega golf­sveiflu

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innlent

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

Innlent

Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum

Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu.

Innlent

Mælingar á ís­lensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkni­efna

Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkni­efna vera farin að færast aftur í aukana hér­lendis eftir heims­far­aldur. Lög­regla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkni­efnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuð­borgar­búa að neyslan sé mikil og sam­bæri­leg við fíkni­efna­neyslu í er­lendum stór­borgum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent

Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji

Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar.

Innlent