Innlent Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. Innlent 14.12.2023 20:01 Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Innlent 14.12.2023 18:45 Enn langt í milli Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Innlent 14.12.2023 18:41 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vekur athygli á miklum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða landsins. Innlent 14.12.2023 15:54 Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 14.12.2023 13:18 Vöktuðu bryggjuna í Grindavík í nótt Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt. Innlent 14.12.2023 13:05 Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Innlent 14.12.2023 12:50 Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Innlent 14.12.2023 12:46 Fjórtán mánaða fangelsi og 197 milljóna króna sekt Sigurður Kristinn Árnason hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og greiðslu tæplega 197 milljóna króna sektar, fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur þriggja félaga og eigin framtöl. Innlent 14.12.2023 12:25 „Að hafa samræði við barn hlýtur að teljast nauðgun í sjálfu sér“ Talskona Stígamóta segir nýlega dóma þar sem karlmenn voru dæmdir fyrir samræði við börn en ekki nauðgun mikla afturför. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt dómstólar taki tillit til valdaójafnvægis milli barna og fullorðinna. Innlent 14.12.2023 12:17 Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar ætla að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á höfuðskel sem fannst í Ráðherrabústaðnum á morgun. Innlent 14.12.2023 12:13 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? Innlent 14.12.2023 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðra lotu verfallsaðgerða flugumferðarstjóra og við tökum stöðuna á ástandinu í Leifsstöð. Innlent 14.12.2023 11:34 Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07 Ekki forsendur til skólahalds í Grímsey Upplýsingaöflun bæjarráðs Akureyrarbæjar hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey. Skólahald var fellt niður árið 2019 en foreldrar þriggja barna óskuðu eftir því að það yrði endurvakið. Innlent 14.12.2023 10:01 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38 Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52 Skjóti skökku við að banna fólki að bjarga verðmætum frá förgun Þórður Magnússon, tónskáld, furðar sig á því að Sorpa meini fólki að bjarga verðmætum frá förgun. Hann segir það ítrekað gerast að verðmætum sé fargað í stað þess að þau fari í Góða hirðirinn. Dæmi um það sé forláta borðstofusett eftir Guðmund blinda. Innlent 14.12.2023 07:01 Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Innlent 14.12.2023 06:36 Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16 Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Innlent 13.12.2023 23:38 Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. Innlent 13.12.2023 22:03 Maðurinn með níu líf Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða. Innlent 13.12.2023 21:47 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Innlent 13.12.2023 21:37 „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. Innlent 13.12.2023 20:45 Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Innlent 13.12.2023 20:18 „Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. Innlent 13.12.2023 20:00 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Innlent 13.12.2023 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu. Innlent 13.12.2023 17:58 Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. Innlent 13.12.2023 16:43 « ‹ 331 332 333 334 ›
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. Innlent 14.12.2023 20:01
Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Innlent 14.12.2023 18:45
Enn langt í milli Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í kjaradeilu flugumferðastjóra er lokið. Samningsaðilar funda á ný á morgun klukkan tíu, en næsta vinnustöðvun er næstkomandi mánudag. Innlent 14.12.2023 18:41
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 5,8 milljarðar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vekur athygli á miklum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða landsins. Innlent 14.12.2023 15:54
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 14.12.2023 13:18
Vöktuðu bryggjuna í Grindavík í nótt Starfsmenn Grindavíkurhafnar og Vísis vöktuðu Grindavíkurhöfn í nótt vegna hættu á flóðum af völdum lægðarinnar sem gekk yfir landið. Leyfi fékkst frá almannavörnum til þess að mæta fyrr í bæinn í nótt. Innlent 14.12.2023 13:05
Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Innlent 14.12.2023 12:50
Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Innlent 14.12.2023 12:46
Fjórtán mánaða fangelsi og 197 milljóna króna sekt Sigurður Kristinn Árnason hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar og greiðslu tæplega 197 milljóna króna sektar, fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur þriggja félaga og eigin framtöl. Innlent 14.12.2023 12:25
„Að hafa samræði við barn hlýtur að teljast nauðgun í sjálfu sér“ Talskona Stígamóta segir nýlega dóma þar sem karlmenn voru dæmdir fyrir samræði við börn en ekki nauðgun mikla afturför. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt dómstólar taki tillit til valdaójafnvægis milli barna og fullorðinna. Innlent 14.12.2023 12:17
Afhjúpa leyndardóm höfuðskeljarinnar í Ráðherrabústaðnum Mannerfðafræðingar Íslenskrar erfðagreiningar ætla að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á höfuðskel sem fannst í Ráðherrabústaðnum á morgun. Innlent 14.12.2023 12:13
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? Innlent 14.12.2023 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðra lotu verfallsaðgerða flugumferðarstjóra og við tökum stöðuna á ástandinu í Leifsstöð. Innlent 14.12.2023 11:34
Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07
Ekki forsendur til skólahalds í Grímsey Upplýsingaöflun bæjarráðs Akureyrarbæjar hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey. Skólahald var fellt niður árið 2019 en foreldrar þriggja barna óskuðu eftir því að það yrði endurvakið. Innlent 14.12.2023 10:01
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38
Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52
Skjóti skökku við að banna fólki að bjarga verðmætum frá förgun Þórður Magnússon, tónskáld, furðar sig á því að Sorpa meini fólki að bjarga verðmætum frá förgun. Hann segir það ítrekað gerast að verðmætum sé fargað í stað þess að þau fari í Góða hirðirinn. Dæmi um það sé forláta borðstofusett eftir Guðmund blinda. Innlent 14.12.2023 07:01
Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Innlent 14.12.2023 06:36
Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16
Á ekki rétt á bótum eftir Hraunbæjarmálið Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013. Innlent 13.12.2023 23:38
Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. Innlent 13.12.2023 22:03
Maðurinn með níu líf Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða. Innlent 13.12.2023 21:47
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Innlent 13.12.2023 21:37
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. Innlent 13.12.2023 20:45
Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Innlent 13.12.2023 20:18
„Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. Innlent 13.12.2023 20:00
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Innlent 13.12.2023 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu. Innlent 13.12.2023 17:58
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. Innlent 13.12.2023 16:43