Golf

Mjög ósáttur við ljósmyndara

Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum.

Golf

Tiger Woods varði titil sinn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn.

Golf

Slæmur endasprettur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari.

Golf

Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els.

Golf

Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golf

Birgir Leifur frábær í dag

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna.

Golf

Woods í stuði

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco.

Golf

McDowell í forystu

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir.

Golf