Handbolti

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Handbolti

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Handbolti

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Handbolti

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.

Handbolti

Aron öflugur í sigri Ála­borgar

Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar.

Handbolti

KA úr leik eftir fjögurra marka tap

KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29.

Handbolti

Kristján Örn markahæstur í sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er PAUC vann öruggan fimm marka útisigur gegn Creteil í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-32.

Handbolti

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros

Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

Handbolti