Handbolti

Nýliðarnir fá sænskan markvörð

Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við nýliða Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta og leika með liðinu næstu tvö árin.

Handbolti

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Handbolti

Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli

Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi.

Handbolti

„Ég fór hratt í djúpu laugina“

Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári.

Handbolti

Ragnheiður heim í Hauka

Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur samið við Hauka á nýjan leik eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá Val á Hlíðarenda. Hún varð bikarmeistari með Val á síðustu leiktíð en hefur nú ákveðið að snúa á heimaslóðir. 

Handbolti

„Hef ekki náð hátindi míns ferils“

Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson skrifaði undir samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals í vikunni, en hann kemur til liðsins frá Noregsmeisturum Elverum. Aron segir nokkur tilboð hafa legið á borðinu, en honum hafi þótt Valur vera með mest spennandi verkefnið í gangi.

Handbolti

Sveinn til Skjern

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs.

Handbolti