Handbolti

„Sjaldan sem menn ná árangri strax“

Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar.

Handbolti

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Kristján Örn skoraði tvö

Forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta er í fullum gangi og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica, 31-31, og Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir franska liðið PAUC í jafntefli gegn norska liðinu ØIF Arendal.

Handbolti

Þjálfari Lem­go varar við van­mati

Valur og Lemgo mætast að Hlíðarenda í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Florian Kehrmann, þjálfari þýska félagsins, segir mikilvægt að sýnir menn vanmeti ekki Val.

Handbolti

Sel­fyssingar á­fram í Evrópu eftir jafn­tefli

Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir að hafa gert jafntefli gegn tékkneska liðinu Koprivnice í dag. Lokatölur 28-28, en Selfoss vann fyrri leikinn með sex mörkum og fara því áfram.

Handbolti

Haukar og Valur með góða sigra

Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Handbolti

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

Handbolti

Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar

Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands.

Handbolti