Skoðun

Frystum ekki mann­úð

Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum.

Skoðun

Gullhúðuð ríkis­stjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu.

Skoðun

Styður Ís­land hópmorð?

Yousef Tamimi skrifar

Niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag föstudaginn 26. janúar s.l. eru skýrar. Dómstóllinn trúir því að líklegt sé að hópmorð á Palestínufólki sé að eiga sér stað og að Ísrael verði að hætta árásum og morðum á saklausa borgara. Ísland er því á sérkennilegri vegferð þegar kemur að málefnum Palestínu.

Skoðun

Fram­fara­málin oft á­vextir kjara­samninga

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Mörg framfaramál í íslensku samfélagi hafa sprottið upp úr kjarasamningum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er þar gott dæmi, en frumkvæðið að stofnun hennar kom frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum atvinnulífsins (SA) í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Skoðun

Koll­steypa með dropa­teljara á Akur­eyri

Sindri Kristjánsson skrifar

Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann.

Skoðun

Hval­kjöt í ís­lenskum stór­mörkuðum

Henry Alexander Henrysson skrifar

Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏ar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum.

Skoðun

Það er í­þyngjandi að þurfa að vaska upp eftir partý

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Nú hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra látið vinna skýrslu um svokallaða gullhúðun í innleiðingum á EES tilskipunum með tilvísan í lög nr. 55/1991. Lögin kveða á um að sérstaklega skuli tekið fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir. Í skýrslunni er skoðað hvenær gengið hefur verið lengra og hvenær hefði þurft að rökstyðja það betur.

Skoðun

Tíða­hvörf og hormónar – að taka upp­lýsta á­kvörðun

Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifa

Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis).

Skoðun

Á­fram Grinda­vík!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli.

Skoðun

Frelsi­sneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með of­beldi

Ingólfur Steinsson skrifar

Hvað getur maður svo sem sagt um framgöngu Ísraels í Palestínu undanfarna mánuði? Þeir hafa þverbrotið allar reglur sem alþjóðasamfélagið hefur þó komið sér saman um þegar stríðsrekstur er annars vegar. Það hafa þeir gert í skjóli Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands sem hafa öll átt sinn þátt í að koma á þessum reglum.

Skoðun

Góðar út­boðs­venjur geta lækkað kostnað

Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Bjartmar Steinn Guðjónsson skrifa

Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir.

Skoðun

Gúanó­lýð­veldið Ís­land

Jón Ármann Steinsson skrifar

Allsstaðar í heiminum er gengið út frá því sem vísu að fyrirtæki starfi undir eigin lögheiti - nema bara ekki á Íslandi. Þar gilda engin lög um slíkt og því engin viðurlög í gildi fyrir óheimila notkun á firmaheitum eða vörumerkjum annarra.

Skoðun

Upp­á­skrifað morfín dregur úr hjóla­þjófnaði

Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar

Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu.

Skoðun

Lífið mitt er núna

Hrafnkell Karlsson skrifar

Árið er 2016, vetur, ég sit í stofunni með foreldrum mínum að horfa á þættina Hannibal. Ótrúlega vel gerðir þættir, gæti verið að Mads Mikkelsen eigi stóran hlut í því. Það kemur atriði þar sem Hannibal er að undirbúa gamlan félaga sinn til matreiðslu.

Skoðun

Saga um sebra­hest

Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar

Það var einu sinni folald. Það þótti hegða sér undarlega og var strítt af öðrum folöldum fyrir það og spurt m.a. hvort það sé kannski „sebrahestur“. Á þessum tíma var orðið sebrahestur aðeins notað yfir þá hesta sem þurftu sérstakan stuðning, með námsörðugleika og takmarkaða stjórn á hegðun sinni. Þeir þóttu heldur illa gefnir.

Skoðun

Vinnan göfgar manninn

Tómas A. Tómasson skrifar

Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum.

Skoðun

Hin stóra ógn við lífið á jörðinni er ekki efnis­leg

Helga Völundardóttir skrifar

Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst.

Skoðun

Hjarta úr steini

Sverrir Björnsson skrifar

Jæja, þá fer þessum blessuðum janúar loksins að ljúka. Mánuður erfiðleika en það er einmitt á erfiðum tímum sem samhygð og samhugur okkar vex. Við stóðum öll sem eitt með strákunum okkar í þeirra slag og vorum bara þremur mörkum frá því að vera í skýjunum. Takk strákar, við stöndum alltaf við bakið á ykkur, hvernig sem fer.

Skoðun

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mann­úðar­að­stoð

Sólveig Hauksdóttir skrifar

Að neita þjáðu fólki á Gaza um mannúðaraðstoð. Að neita sveltandi fólki á Gaza um mat og vatn. Að neita særðu fólki á Gaza um hjálp. Að horfa í augu deyjandi manneskju og neita henni um hjálp. Er nokkuð ljótara til í heiminum?

Skoðun

Lumar þú á sögu úr frið­landinu í Vatns­firði?

Elva Björg Einarsdóttir skrifar

Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín.

Skoðun

Hatrið mun ekki sigra

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu?

Skoðun

Okkar KSÍ

Ívar Ingimarsson skrifar

Ég var kosinn í stjórn KSÍ fyrir tveimur árum og er mjög þakklátur fyrir að fá það tækifæri og traust. Ég hef þó ákveðið að bjóða mig ekki fram á komandi þingi.

Skoðun

Þegar gerandinn er ís­lenska ríkið

Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu.

Skoðun

Karlinn í skýjunum

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti.

Skoðun

Hvernig stendur á þessum hörmungunum?

Halldór Gunnarsson skrifar

Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra.

Skoðun

Hvað gerir Bjarni við bókun 35?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands.

Skoðun

Grinda­vík og ó­á­byrgt verk­lag

Vilhelm Jónsson skrifar

Það verklag og þær forvarnir sem hafa átt sér stað gagnvart íbúum í Grindavík hafa verið og munu verða bæjarbúum og þjóðinni dýrkeypt ofan á náttúruhamfarir og aðrar hörmungar.

Skoðun