Tónlist

Tónleikaferð lokið

Hljómsveitin U2 lauk nýverið Vertigo-tónleikaferðalagi sínu um heiminn með vel heppnuðum tónleikum á Hawaii. Sérstakir gestir sveitarinnar voru Billy Joe Armstrong úr Green Day og rokksveitin Pearl Jam.

Tónlist

Söngvar Ragnheiðar og Hauks

Ragnheiður Gröndal er raddfögur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmundssyni tónskáldi þekkt íslensk lög.

Tónlist

Skammtur af Degi

Hljómdiskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma.

Tónlist

Seinustu á árinu

Hljómsveitin Ghost-igital, sem var nýverið tilefnd til þrennra íslenskra tónlistarverðlauna, heldur tónleika á Sirkus á miðvikudag.

Tónlist

Rokkplata ársins?

Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier.

Tónlist

Raggi Bjarna á jólaplötu Brooklyn Fæv

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin út. Á plötunni eru þekktir jólasmellir sem Brooklyn Fæv gera að sínum með rödduðum söng án undirleiks. Íslenskir textar hafa verið gerðir við nokkur af eldri lögunum og á Bragi Valdimar Skúlason heiðurinn af þeim.

Tónlist

Plata Dylans valin best

Fyrsta plata Bob Dylan í fimm ár, Modern Times, er besta plata ársins að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone.

Tónlist

Miðasalan hafin

Miðasala á tónleika bandarísku rokksveitarinnar Incubus í Laugardalshöll 3. mars er hafin. Incub-us heldur á næsta ári í tónleikaferð um Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu til að fylgja eftir plötunni Light Grenades.

Tónlist

Megas í meðförum

Söngkonan Magga Stína og hennar liðtæka hljómsveit halda tvenna tónleika á næstunni, annað kvöld verða listir leiknar á kaffihúsinu Græna hattinum á Akureyri og á föstudagskvöld troða hljómlistarmennirnir upp á Domo bar við Þingholtsstræti í Reykjavík.

Tónlist

Heimsþekktir gestir úr austri

Kammerkór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag og flytur þar rússneska kirkju- og jólatónlist.

Tónlist

Finnst gaman að leika sér

Hjónin Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Það er þó ekki hefbundið jólastress sem herjar á hjúin, því þau ferðast um borgina endilanga til að halda tónleika – bæði með hljómsveitinni Vinabandinu og sem dúettinn Hjónabandið.

Tónlist

Elton og Duran Duran heiðra Díönu

Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári.

Tónlist

Dýrðin á tónleikum

Hljómsveitin Dýrðin heldur útgáfutónleika á Barnum á föstudag í tilefni af útkomu fyrstu plötu sinnar sem er samnefnd sveitinni.

Tónlist

Beth Ditto sigrar heiminn

Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip.

Tónlist

Tónleikar fyrir krabbabeinssjúk börn

Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg

Tónlist

Árviss viðburður hér eftir

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag. Dagurinn hefur verið haldinn nokkrum sinnum á undanförnum árum en nú stendur til að festa einn dag á ári í sessi. Til þess að ræða framtíð þessa dags og efla samstöðuna í kringum hann verður haldinn hádegisverðarfundur á Hótel Borg í dag.

Tónlist

Eberg með lag í The O.C.

Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy.

Tónlist

Hátíðleikinn í Langholtskirkju í kvöld

Söngsveitin Fílharmónía heldur síðari aðventutónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru tónverk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum, meðal annars frá öllum Norðurlöndunum. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson.

Tónlist

Heim frá Japan

Benni Hemm Hemm heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 15. desember. Fagnar hljómsveitin þá útgáfu annarrar plötu sinnar, Kajak, sem hefur fengið góðar viðtökur. Var hún nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta poppplatan.

Tónlist

Sjáumst aftur

Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum.

Tónlist

Mont og efasemdir

Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg.

Tónlist

Jólin með Bach

Aðventu- og jólasálmar og sálmaforleikir eftir Johann Sebastian Bach úr Litlu orgelbókinni hljóma á tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar og kammerkórsins Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17.

Tónlist

Lay Low er tilnefnd til fernra verðlauna

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, fær fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið. Annar nýliði, Pétur Ben, fær þrjár tilnefningar. Bubbi, Björgvin Halldórsson og Baggalútur eru auk þess áberandi.

Tónlist

Sálmar jólanna

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram fimmtudaginn 7. desember kl. 20 þegar Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja spuna um þekkt jólalög og Jólasálmar á saxófón og orgel.

Tónlist

Bent sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu

Út er kominn nýr diskur frá Bent og ber hann heitið Rottweilerhundur. Um er að ræða fjórðu plötu rapparans Ágústs Bents en Rottweilerhundur er hans fyrsta sólóplata. Áður hefur hann gefið út tvær plötur með xxx Rottweilerhundum og svo Góða ferð með Bent & 7berg.

Tónlist

Mig langar að læra

12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Barnalög, Mig langar að læra, en hann er ætlaður fyrir yngstu börnin heimilinu.

Tónlist

Silver í Salnum

Þann 16. desember næstkomandi verður hátíðarstemming í Salnum í Kópavogi en þá ætla þau Védís Hervör og Seth Sharp í Silver að troða upp.

Tónlist

Tvennir jólatónleikar í Norræna húsinu

Á aðventunni verða tvennir jólatónleikar í Norræna Húsinu VOX BOREALIS – “Raddir norðan vindsins” halda tónleika í anddyrinu á fimmtudaginn 7. desember. Á Sunnudaginn 17. desember í sal Norræna hússins verða jólatónleikar 15:15 hópsins “Það besta við jólin”.

Tónlist

Það vantar spýtur

12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Það vantar spýtur, safn bestu barnalaga Ólafs Hauks Símonarsonar. Á disknum er að finna 14 lög af plötunum Eniga meniga, Hattur og Fattur komnir á kreik og Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir.

Tónlist