Tónlist

Frábærir tónleikar

Landslið tónlistarmanna kom fram á tónleikunum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sem fram fóru í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þetta var í áttunda skiptið sem tónleikarnir eru haldnir og söfnuðust heilar 2,4 milljónir króna.

Tónlist

The Sweet Escape - ein stjarna

Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir.

Tónlist

Peter, Bjorn og John á Nasa í lok janúar

Sænska tríóið Peter, Bjorn og John kemur til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum Nasa laugardagskvöldið 27. janúar. Plata hljómsveitarinnar Writer‘s Block hefur vakið mikla athygli undanfarið og lagið Young Folks náð á vinsældarlista víða um Evrópu. Tímaritið NME valdi lagið næstbesta lag ársins 2006.

Tónlist

Árituð plata seld

Áritað umslag Bítlaplötunnar Meet The Beatles seldist á dögunum á uppboði fyrir 60.000 pund, eða tæplega 8,4 milljónir íslenskra króna. Umslagið var áritað af öllum fjórum Bítlunum og hafði verið gefið Louise, systur gítarleikarans George Harrison.

Tónlist

Sólsetur á gamlársdag

Síðasta dag ársins efnir Listvinafélag Hallgrímskirkju að venju til tónleika skömmu eftir sólarlag þar sem árið er kvatt með söng og lúðrahljómi af Trompeteria-hópnum, Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikurum ásamt Herði Áskelssyni orgelleikara, en áralöng hefð er fyrir þessum áramótatónleikum fyrir fullu húsi.

Tónlist

Settu vitlaust lag á iTunes

Kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire hlóð vitlausu lagi inn á iTunes á annan í jólum. Áætlað hafði verið að lagið Intervention yrði sett í sölu á síðunni 28. desember og átti ágóðinn að renna til góðgerðamála. Í staðinn gátu aðdáendur sveitarinnar nælt sér í lagið Black Wave/Bad Vibrations. Bæði lögin verða á annarri breiðskífu Arcade Fire sem gefin verður út í lok mars eða byrjun apríl.

Tónlist

Úthlutað úr sjóði Karls

Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn.

Tónlist

Árið 2007 lofar góðu

Árið er liðið í aldanna skaut eins og gömul klisja segir. Nýtt tónlistarár fer því brátt að hefjast og þess vegna fór Steinþór Helgi Arnsteinsson á stúfana og athugaði komandi útgáfur.

Tónlist

So Divided - þrjár stjörnur

Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á.

Tónlist

Fimm stjörnu útgáfutónleikar

Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleðskapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið.

Tónlist

Fjórfaldur Sveinn í kvöld

Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex.

Tónlist

Eldur í trommum

Eldur kom upp í trommusetti rokksveitarinnar Guns N"Roses á tónleikum í Los Angeles í síðustu viku. Eldurinn kviknaði í laginu November Rain. Talið er að neisti hafi komist í settið en auðveldlega tókst að slökkva eldinn og engum varð meint af.

Tónlist

Lúðrar í Firðinum

Jólatónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar eru í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast kl. 20. Á tónleikunum málmblásarakór og kvintett úr sveitinni leika verk eftir Bruckner, Gabrieli og Händel í bland við jólasálma. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Þorleikur Jóhannesson.

Tónlist

Vínarvalsar hljóma

Það er komið að árlegum æsingi og eftirvæntingu hjá þeim þúsundum aðdáenda Vínartónlistar sem þyrpast í Háskólabíó á fyrstu viku nýja ársins og heyra Sinfóníuhljómsveit Íslands skella sér í sína árlegu Vínartónleika. Þeir verða þann 3.–6. janúar næstkomandi. Ekki duga færri en fernir tónleikar til að svala löngun Íslendinga í Vínartónlist í þetta sinn og ef litið er til reynslu fyrri ára má reikna með að uppselt verði á alla tónleikana.

Tónlist

Uppselt á styrktartónleikana í kvöld

Uppselt er á tónleikana til styrktar krabbameinssjúkum börnum sem fram fara í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir eru árlegur viðburður og eru nú haldnir í áttunda skipti. Síðustu miðarnir seldust um hádegið í gær, en aldrei áður mun hafa orðið uppselt á tónleikana svo snemma.

Tónlist

Tónleikahald á Þorláki

Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu.

Tónlist

Söngur á Valhúsahæð

Jólatónleikar Sönghópsins Hljómeykis verða í kvöld kl. 20 í Seltjarnarneskirkju á Valhúsahæð. Á tónleikum mun Sönghópurinn Hljómeyki flytja jólasálma frá 15. og 16. öld en einnig tónlist tengda jólunum eftir tónskáld 20. og 21. aldar.

Tónlist

Sögur af konum - Ein stjarna

Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd.

Tónlist

Minning um James Brown

James Brown - dægurlagasöngvari, hljómsveitarstjóri og áhugamaður um framgang og þróun tónlistar svartra Bandaríkjamanna um áratugaskeið, lést snemma á jóladag eftir hjartaáfall á Emory Crawford Long-sjúkrahúsinu í Atlanta. Brown var lagður inn á laugardag með lungnabólgu.

Tónlist

Bubbi syngur með ungum rappara

„Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni.

Tónlist

The Knife á toppnum

Silent Shout með sænsku hljómsveitinni The Knife hefur verið valin besta plata ársins af bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork.

Tónlist

Vagga nýrrar tónlistar

Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað.

Tónlist

Vildu hætta á toppnum

Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs.

Tónlist

Einn með gítarinn

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus.

Tónlist

Lay Low fær afhenta gullplötu í dag

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, fær afhenta gullplötu til marks um sölu á 5.000 eintökum af frumburði hennar "Please Don´t Hate Me". Afhending gullplötunnar fer fram á vinnustað hennar í Skífunni á Laugavegi kl. 17:00 í dag.

Tónlist

Fyrstur með Platínupötu

Vinsældir tónleika Björgvins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands virðast engan endi ætla að taka. Aðsóknarmet var slegið þegar 9.000 manns keyptu miða á tónleikana í september og nú er Björgvin á góðri leið með að stinga samferðarmenn sína af í plötusölunni fyrir jólin og slá fleiri met.

Tónlist

Biggi einn með kassagítarinn

Á fimmtudaginn 21. desember ætlar tónlistamaðurinn Biggi að koma fram einn með kassagítarinn sinn á Kaffi Hljómalind. Þar mun hann leika lög af nýju plötunni "id" auk nokkurra laga Maus. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

Tónlist

ROMM TOMM TOMM

Sjö manna latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu fimmtudagskvöldið 21. desember og hefjast þeir kl. 22.

Tónlist