Viðskipti erlent

Bannað að endurselja

Samkvæmt úrskurði dómara í Bandaríkjunum hefur fyrirtækinu ReDigi verið meinað að miðla stafrænni tónlist viðskiptavina sinna í endursölu. Fram kemur á vef BBC að dómarinn, Richard Sullivan, segi „notaða“ stafræna tónlist brjóta á höfundarrétti.

Viðskipti erlent

AGS lokar sjoppunni í Riga

Í sumar lokar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fastaskrifstofu sinni í Riga í Lettlandi. Fram kemur í tilkynningu að lokunin haldist í hendur við lok skipunartíma Davids Moore, fulltrúa sjóðsins ytra.

Viðskipti erlent

Innistæðueigendur þurfa að þola mikinn skell

Innistæðueigendur í Kýpurbanka, sem eiga meira en 100 þúsund evrur inni á reikningum (16 milljónir króna) gætu tapað meira en 60% af innistæðum sínum vegna láns Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um 38% af láninu verða hlutabréf.

Viðskipti erlent

Kýpur mun halda í evruna

Kýpur mun ekki slíta myntsamstarfi sínu við Evrópusambandið. Evran var tekin upp í landinu þann fyrsta janúar árið 2008. Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, lýsti því yfir í dag að það væri ekki stefna yfirvalda að standa í tilraunastarfsemi með framtíð Kýpur. Hann ítrekaði að fjárhagsleg framtíð landsins væru nú örugg enda hefðu yfirvöld uppfyllt skilmála fyrir tíu milljarða evra neyðarláni frá evrópska seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bankar og fjármálastofnanir á Kýpur opnuðu í gær eftir að hafa verið lokaðar í tæpar tvær vikur.

Viðskipti erlent

Markaðir tóku kipp eftir Kýpurlán

Markaðir í Asíu tóku kipp upp á við í nótt þegar ljóst var að samkomulag var í höfn um neyðarlánið til Kýpur. Einnig tók heimsmarkaðsverð á olíu að stíga sem og verða á mörgum öðrum hrávörum.

Viðskipti erlent

SAS hættir með viðskiptafarrými

Flugfélagið SAS er komið í beina samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin og ætla að leggja niður viðskiptafarrými. Á viðskiptavefnum epn.dk segir að farrýmum verði fækkað úr þremur í tvö, en eftir standa svokölluð Go og Go plús farrými sem eru ódýrari en viðskiptafarrýmið. Rekstur SAS hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu og hefur félagið ráðist í miklar uppsagnir og annan niðurskurð til að bjarga rekstrinum.

Viðskipti erlent