Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

Viðskipti erlent

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust

Tæknirisinn Apple mun sviptahulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

Viðskipti erlent

Apple þróar snjall-úr

Bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því á dögunum að tæknirisinn Apple hefði í hyggju að þróa nýstárleg snjall-úr. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins mun úrið keyra uppfærða útgáfu af iOS-stýrikerfinu sem einnig má finna í iPhone-snjallsímanum og iPad-spjaldtölvunni.

Viðskipti erlent

Forsvarsmenn Barclays afvegaleiddu hluthafa

Forsvarsmenn breska Barclays bankans afvegaleiddu hluthafa og almenning þegar upplýst var um eina af stærstu fjárfestingunum í sögu bankans. Þetta sýnir úttekt sem BBC fréttastofan gerði á málinu. Bankinn tilkynnti árið 2008 að Sheikh Mansour, eigandi knattspyrnuliðsins Manchester City, hefði ákveðið að kaupa fyrir meira en 3 milljarða punda í bankanum, eða um 600 milljarða íslenskra króna. En BBC hefur nú komist að því að peningarnir komu í raun úr ríkissjóði Abu Dhabi en ekki frá sjeiknum sjálfum

Viðskipti erlent