Viðskipti erlent Nýjar höfuðstöðvar Facebook slá öllu við Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Viðskipti erlent 26.8.2012 00:01 Samsung ætlar að áfrýja Samsung mun áfrýja dómnum frá því í gær þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða 120 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að hafa rænt hugmyndum af fyrirtækinu. Viðskipti erlent 25.8.2012 18:35 Samsung þarf að borga Apple 120 milljarða Raftækjarisinn Samsung var í gærkvöldi dæmdur af bandarískum dómsstól til þess að borga tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða sem nemur 120 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að brot á hugverkarétti. Viðskipti erlent 25.8.2012 10:30 Kaup Facebook á Instagram staðfest Alríkisráð viðskiptamála í Bandaríkjunum hefur samþykkt kaup Facebook á smáforritinu Instagram. Tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega fjórum mánuðum og var kaupverðið metið á einn milljarð dala. Nú er hins vegar ljóst að upphæðin er mun minni eða 747 milljónir dollara, eða það sem nemur 89 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.8.2012 13:30 Færeyingar ætla sér umskipunarhöfnina Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar glöggt fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Viðskipti erlent 23.8.2012 12:15 Ferðamannaiðnaður á Spáni í blóma Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á Spáni en aldrei hafa jafn margir ferðamenn sótt landið heim og í síðasta mánuði. Mesta aukningin er meðal þýskra ferðamanna. Ferðamannaheimsóknum fjölgar um 4,4% milli ára en alls komu 7,7 milljónir ferðamanna til Spánar í júlí. Ferðamannaiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu, en 10% af vergri landsframleiðslu kemur frá greininni. Viðskipti erlent 22.8.2012 14:04 Egyptaland fer fram á lán frá AGS Mohamed Mursi, forseti Egyptalands, hefur beðið Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um aðstoð. Forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins greindi frá þessu að loknum fundi með forsetanum í Kaíró í dag. Viðskipti erlent 22.8.2012 13:59 Royal Bank of Scotland líka til rannsóknar Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort Royal Bank of Scotland hafi brotið viðskiptabann gegn Íran. Viðskipti erlent 22.8.2012 09:36 Finnar í sóknarhug Þrátt fyrir erfiðleika í Evrópu hafa Finnar náð að halda lánshæfismati sínu í góðu, en ríkissjóður landsins hefur enn AAA-lánshæfiseinkunn frá stærstu lánshæfismatsfyrirtækjum landsins. Það er þó ekki þar með sagt að allt gangi vel, eða sé auðvelt. Viðskipti erlent 22.8.2012 08:30 Vilja fá lengri frest til að greiða skuldir Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir nauðsynlegt að gríska ríkið fái lengri tíma til að vinna sig út úr efnahagsþrengingum. Lánadrottnar eigi að gefa þeim lengri frest til að greiða skuldir sínar. Í dag mun forsætisráðherran funda með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseta Efnahags- og myndbandalags Evrópu, þar sem rætt verður um skuldavanda landsins. Grikkjum ber að skera niður ríkisútgjöld um 11,5 milljarða evra á næstu tveimur árum, að því er fram kemur á vef BBC. Viðskipti erlent 22.8.2012 07:05 Tekjur Best Buy falla saman - keppinautar á netinu að vaxa Gengi hlutabréfa í raftækjaverslunarrisanum Best Buy féll um 9 prósent í dag eftir að uppgjör félagsins fyrir annan fjórðung þessa árs var birt, en það sýndi tekjuminnkun frá fyrra ári um 12 milljónir dala, eða sem nemur um 1,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 14:35 Fréttaskýring: Blóðugur bardagi Facebook við fjárfesta Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því samfélagsmiðillinn Facebook var skráður á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, 18. maí sl. Gengi bréfa félagsins er tæplega 20 dalir á hlut en við skráningu var félagið verðmetið á 38 dali á hlut, eða næstum tvöfalt meira en verðlagning þess á markaði nú segir til um. Miðað við skráningargengið var félagið verðmetið á 104 milljarða dala, eða sem nemur liðlega 12.500 milljörðum króna. Nú er þessi verðmiði tæplega helmingi lægri eða sem nemur 6.500 milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 13:11 Soros kaupir tæplega tvö prósent hlut í Man. Utd. Hinn 82 ára gamli áhættufjárfestir, George Soros, hefur nú veðjað á Manchester United í fjárfestingum sínum, en hann hefur keypt tæplega 2 prósent hlut í félaginu fyrir ríflega 40 milljónir dala, eða sem nemur tæplega fimm milljörðum króna, að því er greint er frá í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 21.8.2012 10:54 Ævintýralegur uppgangur Apple Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple varð í gær verðmætasta fyrirtæki sögunnar, þegar markaðsvirði þess, miðað við gengi hlutabréfa félagsins, fór í 622 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 78 þúsund milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 08:42 Fjármálaráðuneytið vísar ásökunum Víglundar á bug Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa ekki brugðist við málaleitan Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra BM Vallár. Á blaðamannafundi í dag sagði Víglundur að ráðuneytið hefði neitað að veita upplýsingar um endurmat á lánasöfnum sem færð voru úr Kaupþing hf. yfir í Ariobanka. Viðskipti erlent 20.8.2012 20:25 BBA ætlar að selja Stansted flugvöll Rekstrarfélagið BBA, sem rekur flugvelli víðs vegar um Bretland, hefur ákveðið að selja Stansted flugvöll í útjaðri London. Félagið hefur átt í deilum við samkeppnisyfirvöld í Bretlandi frá árinu 2009, en þau fóru fram á að BBA seldi Stansted til þess að örva samkeppni á flugvallareksturssviði, en félagið hefur rekið sjö flugvelli í Bretlandi þar sem um 60 prósent af flugfarþegum fer um að hverju ári. Á meðal þeirra eru Heathrow flugvöllur og Gatwick, auk Stansted flugvallar. Viðskipti erlent 20.8.2012 13:10 Rússar í „yfirgír“ Sjóðsstjórinn John Connor, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að olíuiðnaðurinn í Rússlandi hafi mikil áhrif á efnahag landsins, mun meiri en fyrir nokkrum árum síðan. Viðskipti erlent 20.8.2012 08:59 Gengi bréfa Facebook fellur enn Gengi bréfa í Facebook féll í gær um tæplega 6,3 prósent og fór gengið við það niður fyrir 20 dali á hlut, en þegar bréf samfélagsmiðilsrisans voru tekin til viðskipta, í maí síðastliðnum, var gengið 38 og það hefur því lækkað nær látlaust. Viðskipti erlent 17.8.2012 08:58 Dönsk hönnun skiptir landið sköpum Þó danskur efnahagur hafi gengið í gegnum efnahagslegan öldudal á undanförnum árum, og sé í reynd enn í vanda, eru ýmsar stoðir hagkerfisins traustar. Viðskipti erlent 16.8.2012 09:16 Auglýsingar í fréttaveitunni Nokkrir notendur samskiptasíðunnar Facebook eru nú byrjaðir að sjá auglýsingar í fréttaveitu (e.News feed) síðunnar. Forsvarsmenn síðunnar tilkynntu í lok síðasta árs að fyrirtæki geti keypt auglýsingar sem birtast á þessum stað síðunnar. Viðskipti erlent 15.8.2012 20:42 Hagvöxturinn er ekki aðalatriðið "Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert,“ segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00 Skuldakreppan skekur evrulöndin Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00 Danske Bank: Miklir erfiðleikar út þetta ár í Evrópu Greiningardeild Danske Bank segir að enginn hagvöxtur verði á evrusvæðinu á þessu ári og að útlitið sé ekki gott. Frá þessu er greint á vefsíðu Politiken í dag. Í greiningu Danske segir að hagvöxtur verði við núllið á þessu ári, að meðaltali fyrir allt svæðið, en verði líklega í kringum 0,7 prósent í byrjun næsta árs. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:56 Framkvæmdastjóri BBC verður forstjóri útgáfufélags New York Times Framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins, Mark Thompson, verður næsti forstjóri útgáfufélags New York Times og mun taka við því starfi í nóvember. Frá þessu greindi BBC í morgun. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:07 Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Viðskipti erlent 15.8.2012 07:07 Dótturfyrirtæki REC gjaldþrota Sólarraforkufyrirtækið REC hefur ákveðið að lýsa dótturfyrirtæki sitt, sem rekið er í Noregi, gjaldþrota. Norska fyrirtækið skuldar sem samsvarar 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þeir segja að þeir hafi reynt að selja hluta fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild, en það hafi ekki gengið. Viðskipti erlent 14.8.2012 10:35 Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3% Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3 prósentum á öðrum ársfjórðungi og skýrist hann einkum af einkaneyslu. Enginn hagvöxtur varð hins vegar í Frakklandi, en þar í landi höfðu menn búist við samdrætti. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er þriðji ársfjórðunguirinn í röð þar sem enginn hagvöxtur er í Frakklandi. Búist er við því að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti hagvaxtartölur fyrir öll ríki Evrópusambandsins síðar í dag. Viðskipti erlent 14.8.2012 07:00 Batman féll úr fyrsta sæti Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.8.2012 07:09 Engar ákærur á hendur forsvarsmönnum Goldman Sachs Engar ákærur munu koma fram á hendur forsvarsmönnum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, en tilkynnt var um þá ákvörðun fyrir helgi. Rannsókn á starfsemi bankans, sem snéri að skuldabréfavafningum og húsnæðislánum, stóð yfir í meira en þrjú ár áður en ákvörðun var tekin um að halda ekki áfram með málið, en að því er segir í tilkynningu byggir ákvörðun yfirvalda á því að ekki hafi verið talið að starfsemi hafi brotið gegn lögum, jafnvel þótt viðskiptin hafi verið vafasömum í einhverjum tilvikum, og komið sér illa fyrir viðskiptavini og lántakendur. Viðskipti erlent 12.8.2012 13:41 Buffett ávaxtaði hlutabréf sín um 11,4 milljarða á föstudaginn Eignir bandaríska fjárfestisins Warren Buffets eru nú metnar á 44 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.300 milljörðum króna. Samkvæmt vefsíðu Forbes tímaritsins ávaxtaði hann hlutabréfasafn sitt um 95,4 milljónir dala á föstudaginn síðastliðinn, eða sem nemur 11,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.8.2012 00:01 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Nýjar höfuðstöðvar Facebook slá öllu við Facebook heldur áfram að vaxa, en í þetta sinn eru það híbýli fyrirtækisins sem stækka. Nýverið tilkynnti fyrirtækið að stjörnu-arkitektinn Frank Gehry myndi hanna nýjar höfuðstöðvar Facebook ætlaðar fyrir 3.400 starfsmenn. Viðskipti erlent 26.8.2012 00:01
Samsung ætlar að áfrýja Samsung mun áfrýja dómnum frá því í gær þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða 120 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að hafa rænt hugmyndum af fyrirtækinu. Viðskipti erlent 25.8.2012 18:35
Samsung þarf að borga Apple 120 milljarða Raftækjarisinn Samsung var í gærkvöldi dæmdur af bandarískum dómsstól til þess að borga tölvurisanum Apple einn milljarð bandaríkjadala, eða sem nemur 120 milljörðum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að brot á hugverkarétti. Viðskipti erlent 25.8.2012 10:30
Kaup Facebook á Instagram staðfest Alríkisráð viðskiptamála í Bandaríkjunum hefur samþykkt kaup Facebook á smáforritinu Instagram. Tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega fjórum mánuðum og var kaupverðið metið á einn milljarð dala. Nú er hins vegar ljóst að upphæðin er mun minni eða 747 milljónir dollara, eða það sem nemur 89 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 23.8.2012 13:30
Færeyingar ætla sér umskipunarhöfnina Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar glöggt fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Viðskipti erlent 23.8.2012 12:15
Ferðamannaiðnaður á Spáni í blóma Ferðamannaiðnaðurinn blómstrar á Spáni en aldrei hafa jafn margir ferðamenn sótt landið heim og í síðasta mánuði. Mesta aukningin er meðal þýskra ferðamanna. Ferðamannaheimsóknum fjölgar um 4,4% milli ára en alls komu 7,7 milljónir ferðamanna til Spánar í júlí. Ferðamannaiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu, en 10% af vergri landsframleiðslu kemur frá greininni. Viðskipti erlent 22.8.2012 14:04
Egyptaland fer fram á lán frá AGS Mohamed Mursi, forseti Egyptalands, hefur beðið Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um aðstoð. Forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins greindi frá þessu að loknum fundi með forsetanum í Kaíró í dag. Viðskipti erlent 22.8.2012 13:59
Royal Bank of Scotland líka til rannsóknar Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort Royal Bank of Scotland hafi brotið viðskiptabann gegn Íran. Viðskipti erlent 22.8.2012 09:36
Finnar í sóknarhug Þrátt fyrir erfiðleika í Evrópu hafa Finnar náð að halda lánshæfismati sínu í góðu, en ríkissjóður landsins hefur enn AAA-lánshæfiseinkunn frá stærstu lánshæfismatsfyrirtækjum landsins. Það er þó ekki þar með sagt að allt gangi vel, eða sé auðvelt. Viðskipti erlent 22.8.2012 08:30
Vilja fá lengri frest til að greiða skuldir Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir nauðsynlegt að gríska ríkið fái lengri tíma til að vinna sig út úr efnahagsþrengingum. Lánadrottnar eigi að gefa þeim lengri frest til að greiða skuldir sínar. Í dag mun forsætisráðherran funda með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseta Efnahags- og myndbandalags Evrópu, þar sem rætt verður um skuldavanda landsins. Grikkjum ber að skera niður ríkisútgjöld um 11,5 milljarða evra á næstu tveimur árum, að því er fram kemur á vef BBC. Viðskipti erlent 22.8.2012 07:05
Tekjur Best Buy falla saman - keppinautar á netinu að vaxa Gengi hlutabréfa í raftækjaverslunarrisanum Best Buy féll um 9 prósent í dag eftir að uppgjör félagsins fyrir annan fjórðung þessa árs var birt, en það sýndi tekjuminnkun frá fyrra ári um 12 milljónir dala, eða sem nemur um 1,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 14:35
Fréttaskýring: Blóðugur bardagi Facebook við fjárfesta Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því samfélagsmiðillinn Facebook var skráður á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, 18. maí sl. Gengi bréfa félagsins er tæplega 20 dalir á hlut en við skráningu var félagið verðmetið á 38 dali á hlut, eða næstum tvöfalt meira en verðlagning þess á markaði nú segir til um. Miðað við skráningargengið var félagið verðmetið á 104 milljarða dala, eða sem nemur liðlega 12.500 milljörðum króna. Nú er þessi verðmiði tæplega helmingi lægri eða sem nemur 6.500 milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 13:11
Soros kaupir tæplega tvö prósent hlut í Man. Utd. Hinn 82 ára gamli áhættufjárfestir, George Soros, hefur nú veðjað á Manchester United í fjárfestingum sínum, en hann hefur keypt tæplega 2 prósent hlut í félaginu fyrir ríflega 40 milljónir dala, eða sem nemur tæplega fimm milljörðum króna, að því er greint er frá í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 21.8.2012 10:54
Ævintýralegur uppgangur Apple Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple varð í gær verðmætasta fyrirtæki sögunnar, þegar markaðsvirði þess, miðað við gengi hlutabréfa félagsins, fór í 622 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 78 þúsund milljörðum króna. Viðskipti erlent 21.8.2012 08:42
Fjármálaráðuneytið vísar ásökunum Víglundar á bug Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa ekki brugðist við málaleitan Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra BM Vallár. Á blaðamannafundi í dag sagði Víglundur að ráðuneytið hefði neitað að veita upplýsingar um endurmat á lánasöfnum sem færð voru úr Kaupþing hf. yfir í Ariobanka. Viðskipti erlent 20.8.2012 20:25
BBA ætlar að selja Stansted flugvöll Rekstrarfélagið BBA, sem rekur flugvelli víðs vegar um Bretland, hefur ákveðið að selja Stansted flugvöll í útjaðri London. Félagið hefur átt í deilum við samkeppnisyfirvöld í Bretlandi frá árinu 2009, en þau fóru fram á að BBA seldi Stansted til þess að örva samkeppni á flugvallareksturssviði, en félagið hefur rekið sjö flugvelli í Bretlandi þar sem um 60 prósent af flugfarþegum fer um að hverju ári. Á meðal þeirra eru Heathrow flugvöllur og Gatwick, auk Stansted flugvallar. Viðskipti erlent 20.8.2012 13:10
Rússar í „yfirgír“ Sjóðsstjórinn John Connor, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að olíuiðnaðurinn í Rússlandi hafi mikil áhrif á efnahag landsins, mun meiri en fyrir nokkrum árum síðan. Viðskipti erlent 20.8.2012 08:59
Gengi bréfa Facebook fellur enn Gengi bréfa í Facebook féll í gær um tæplega 6,3 prósent og fór gengið við það niður fyrir 20 dali á hlut, en þegar bréf samfélagsmiðilsrisans voru tekin til viðskipta, í maí síðastliðnum, var gengið 38 og það hefur því lækkað nær látlaust. Viðskipti erlent 17.8.2012 08:58
Dönsk hönnun skiptir landið sköpum Þó danskur efnahagur hafi gengið í gegnum efnahagslegan öldudal á undanförnum árum, og sé í reynd enn í vanda, eru ýmsar stoðir hagkerfisins traustar. Viðskipti erlent 16.8.2012 09:16
Auglýsingar í fréttaveitunni Nokkrir notendur samskiptasíðunnar Facebook eru nú byrjaðir að sjá auglýsingar í fréttaveitu (e.News feed) síðunnar. Forsvarsmenn síðunnar tilkynntu í lok síðasta árs að fyrirtæki geti keypt auglýsingar sem birtast á þessum stað síðunnar. Viðskipti erlent 15.8.2012 20:42
Hagvöxturinn er ekki aðalatriðið "Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert,“ segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00
Skuldakreppan skekur evrulöndin Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00
Danske Bank: Miklir erfiðleikar út þetta ár í Evrópu Greiningardeild Danske Bank segir að enginn hagvöxtur verði á evrusvæðinu á þessu ári og að útlitið sé ekki gott. Frá þessu er greint á vefsíðu Politiken í dag. Í greiningu Danske segir að hagvöxtur verði við núllið á þessu ári, að meðaltali fyrir allt svæðið, en verði líklega í kringum 0,7 prósent í byrjun næsta árs. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:56
Framkvæmdastjóri BBC verður forstjóri útgáfufélags New York Times Framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins, Mark Thompson, verður næsti forstjóri útgáfufélags New York Times og mun taka við því starfi í nóvember. Frá þessu greindi BBC í morgun. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:07
Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Viðskipti erlent 15.8.2012 07:07
Dótturfyrirtæki REC gjaldþrota Sólarraforkufyrirtækið REC hefur ákveðið að lýsa dótturfyrirtæki sitt, sem rekið er í Noregi, gjaldþrota. Norska fyrirtækið skuldar sem samsvarar 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þeir segja að þeir hafi reynt að selja hluta fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild, en það hafi ekki gengið. Viðskipti erlent 14.8.2012 10:35
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3% Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3 prósentum á öðrum ársfjórðungi og skýrist hann einkum af einkaneyslu. Enginn hagvöxtur varð hins vegar í Frakklandi, en þar í landi höfðu menn búist við samdrætti. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er þriðji ársfjórðunguirinn í röð þar sem enginn hagvöxtur er í Frakklandi. Búist er við því að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti hagvaxtartölur fyrir öll ríki Evrópusambandsins síðar í dag. Viðskipti erlent 14.8.2012 07:00
Batman féll úr fyrsta sæti Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.8.2012 07:09
Engar ákærur á hendur forsvarsmönnum Goldman Sachs Engar ákærur munu koma fram á hendur forsvarsmönnum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, en tilkynnt var um þá ákvörðun fyrir helgi. Rannsókn á starfsemi bankans, sem snéri að skuldabréfavafningum og húsnæðislánum, stóð yfir í meira en þrjú ár áður en ákvörðun var tekin um að halda ekki áfram með málið, en að því er segir í tilkynningu byggir ákvörðun yfirvalda á því að ekki hafi verið talið að starfsemi hafi brotið gegn lögum, jafnvel þótt viðskiptin hafi verið vafasömum í einhverjum tilvikum, og komið sér illa fyrir viðskiptavini og lántakendur. Viðskipti erlent 12.8.2012 13:41
Buffett ávaxtaði hlutabréf sín um 11,4 milljarða á föstudaginn Eignir bandaríska fjárfestisins Warren Buffets eru nú metnar á 44 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.300 milljörðum króna. Samkvæmt vefsíðu Forbes tímaritsins ávaxtaði hann hlutabréfasafn sitt um 95,4 milljónir dala á föstudaginn síðastliðinn, eða sem nemur 11,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.8.2012 00:01