Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Barclays fundinn

Sir David Walker, sem var efnahagsráðgjafi Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður næsti stjórnarformaður Barclays bankans. Fráfarandi stjórnarformaður, Marcus Agius fær sem samsvarar 70 miljóna króna starfslokasamning þegar hann lætur af störfum í október. Agius tilkynnti í byrjun sumars að hann myndi hætta hjá bankanum. Stjórnendur bankans hafa legið undir hörðu ámæli um nokkurra mánaða skeið, en bankinn er grunaður um að hafa haft áhrif á stýrivexti í Bretlandi með ólöglegum hætti.

Viðskipti erlent

Nestle hagnast um 5,24 milljarða dala

Matvælaframleiðandinn Nestle hagnaðist um 5,24 milljarða dala, jafnvirði 655 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn jókst um 8,9 prósent frá sama tímibili ársins á undan. Mesti vöxturinn er í sölu á tilbúnu Kaffi (Ready-to-drink) í Kína og síðan Kit Kat sölu í Mið-Austurlöndum.

Viðskipti erlent

Boðið að sleppa við ákærur gegn aðstoð við rannsókn

Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem hafa umfangsmikið svind með millibankavexti á markaði til rannsóknar, hafa boðið nokkrum miðlurum svissneska bankans UBS vörn gegn ákærum gegn því að þeir aðstoði við rannsókn á stórfelldu millibankavaxtasvindl á markaði. Frá þessu er greint í Wall Street Journal (WSJ) í dag.

Viðskipti erlent

Standard Chartered bankinn réttir úr kútnum

Gengi hlutabréfa í Standard Chartered bankanum hefur hækkað um tæplega 6,5 prósent í morgun en síðustu tvo daga hefur gengi bréfa bankans hrunið, eftir að Fjármálaeftirlitið í New York tilkynnti um opinbera rannsókn á bankanum vegna gruns um stórfelld peningaþvætti fyrir Íransstjórn. Bankinn hefur hafnað öllum ásökunum um lögbrot og sagt þær "víðsfjarri raunveruleikanum“.

Viðskipti erlent

Indónesía á fullri ferð

Efnahagur Indónesíu er að vaxa hratt um þessar mundir en hann óx um 6,4 prósent en sérfræðingar spáðu vexti upp á ríflega sex próent. Vöxturinn er að mestu drifinn áfram af vaxandi innlendri eftirspurn, en hún vegur ríflega 60 prósent í heildar umsvifum hagkerfisins, að því er segir í umfjöllun BBC um hagvaxtartölurnar í Indónesíu.

Viðskipti erlent

Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn

Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð.

Viðskipti erlent

Hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Asíu

Grænar tölur hækkunar einkenndu markaði í Asíu og Evrópu í morgun. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan um 2 prósent og Asia Dow vísitalan um 1,99 prósent. Í Evrópu var svipað upp á teningnum þó tölurnar hafi verið aðeins lægri þar. DAX vísitalan þýska hækkaði um 0,54 prósent, FTSE MIB hækkaði um 0,68 prósent og CAC 40 um 0,32 prósent.

Viðskipti erlent

Gyðingar halda spænskum hattaframleiðanda á floti

Hattaframleiðandinn Fernández y Roche, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sevilla á Spáni, hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu, ólíkt nær öllum efnahag Spánar. Ástæðan er mikil sala á tiltekinni gerð hatta sem gyðingar í New York og Jerusamlem kaupa í þúsundavís á hverju ári. "Þeir [gyðingarnir] eru bókstaflega að halda okkur á floti,“ segir Miguel García Gutiérrez, 35 ára framkvæmdastjóri hattaframleiðandans, í viðtali við The New York Times um helgina.

Viðskipti erlent

Óttast „sáfræðilegar afleiðingar“ fyrir Evrópu

Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segist óttast að kreppan á evrusvæðinu geti haft "sálfræðilegar afleiðingar“ fyrir alla álfuna ef ekki tekst að ná sátt um aðgerðir þar sem neyðin er stærst. Þetta kom fram í viðtali þýska blaðsins Spiegel við Monti en breska ríkisútvarpið BBC vitnar til þess í umfjöllun á vefsíðu sinni. Monti óttast að þjóðir Evrópu fari í auknu mæli að hugsa um eigin hag, frekar en hag heildarinnar, ef ekki tekst að ná víðtækri sátt um mikilvægustu aðgerðirnar.

Viðskipti erlent

Singapore Airlines kaupir 54 Boeing vélar

Flugfélagið Singapore Airlines gekk í gær frá risasamningi við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á 54 Boeing flugvélum. Samningurinn er upp 4,9 milljarða dala, eða sem nemur um 612 milljörðum króna. Um er að ræða 23 737-800 vélar og 31 737-Max-8s vélar, að því er Wall Street Journal greinir

Viðskipti erlent

Nýjasta mynd Cruise tekin í Bretlandi

Nýr vísindatryllir með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum verður tekin upp í Bretlandi. Um 500 störf verða til við gerð myndarinnar. Það var George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem greindi frá þessu í gær. Myndin mun heita All You Need is Kill. Myndin verður tekin upp í kvikmyndaveri Warner Bros í Leavesden nærri Watford í Bretlandi. Um er að ræða sama kvikmyndaver og Harry Potter myndirnar voru teknar upp, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph.

Viðskipti erlent

Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“?

Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér.

Viðskipti erlent

Japanir útvíkka rannsóknir á innherjaviðskiptum banka

Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf margra af stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank.

Viðskipti erlent

Mikil umsvif á kornmarkaði

Ótti kaupmanna við skort á korni í haust hefur leitt til verðhækkana á kornmarkaði. Aðilar hafa keypt upp stóra lagera af korni á kornmarkaðinum í Chicago. Frá þessu er sagt á

Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent.

Viðskipti erlent

Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum

Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði.

Viðskipti erlent

Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða

Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við "allra lægstu mörk“ í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar.

Viðskipti erlent